Bridge - 12.09.1957, Qupperneq 17

Bridge - 12.09.1957, Qupperneq 17
BKIDGE 17 Ég hældi henni fyrir að hafa fundið út örugga kastþröng — og fyrir að hafa spilað austri inn á réttu augnabliki — og hún virt- ist mjög ánægð. Miklu ánægðari en ég leit út — er ég hræddur um. Árangur: N-S 1210 stig. Par nr. 5 spilaði sex hjörtu á spilið. Suður, vellríkur kínversk- ur verzlunarmaður, var ekki að hika við hlutina. Eftir þriggja spaða sögn austurs sagði hann 4 grönd (Blackwood). Norður sýndi Ás sinn með því að segja fimm tígla, sem austur doblaði. Kínverj inn sagði þvi næst sex hjörtu beint, sem var doblað af austur. — Þetta var áreiðanlega upp- lýsinga dobl til að fá rétt útspil — sagði Kínverjinn — en mér var al veg sama þó tígli væri spilað út. Látum þá trompa tapslag minn -— sagði ég við sjálfan mig og re- doblaði. Jú, jú, vestur spilaði út tígli, austur trompaði og spilaði spaða. Ég tók Ásinn og þar sem mis- heppnuð laufasvíning myndi á- reiðanlega hafa í för með sér ál- geran botn í spilinu, ákvað ég að reikna með, að austur ætti laufa D. Eins og spilin lágu heppnaðist kastþröngin og það er allt og sumt. Árangur: N-S 1570 stig. Par nr. 6 fékk ágæta skor fyrir spilið án þess að þurfa að spila hendina. Suður hafði að vísu sagt sex hjörtu, en austur fórnaði í sex spaða. Það reyndist einum tapslag of mikið í þeirri sögn og árangur N-S varð 1100 stig. Enginn hafði nokkra samúð með mér — eða sýndi minnsta áhuga — vegna núllsins. Ég fékk mér tvöfaldan viskí og fór síðan heim. Reglugerð ... Framhald af bls. 5. taka á móti tilkynningum um bátt- töku, hver frá sínum félagsmönn- um, og skulu þeir síðan senda stjórn sambandsins þær ásair.t nöfnum allra þátttakenda fyrir 29. sept. n. k. 4. Þátttökugjald fyrir hverja sveit er ákveðið kr. 400.00 og skal greiðast við innritun. Gjald þetta rennur til Bridgesambandsins. 5. Úrslitakeppni fer fram í Rvk og hefst í októbermánuði n. k. Há- markstala 6 sveitir fá þátttökurétt í keppninni, þar sem hver, sveit spilar við allar hinar. 6. Nú tilkynna þátttöku fleiri sveitir en að ofan greinir, skal þá fara fram úrtökumót innan deild- anna. Hlutfallstala hverrar deild- ar miðuð við þátttöku ræður tölu sveita frá hverri deild til úrslita- keppninnar. Þó skal hver deild öðl- ast þátttökurétt fyrir minnst 1 sveit í riðli. 7. Ef þörf reynist fyrir úrtöku- keppni samkv. framansögðu, skal hún á hverjum stað hefjast 5. eða 6. okt. n. k. og setur sambands- stjórn um þetta nánari reglur, ef þurfa þykir, strax að fengnum þátt- lökutilkynningum frá formönnum félaganna. 8. Sú sveit, sem sigrar samkv. gr. 5, skal vera reiðubúin að heyja einvígi við sveit, er sambands- stjórn kann að velja gegn henni, eftir svipuðum reglum og áður hafa gilt um slíka úrslitakeppni. Heimilt er þó sambandsstjórn að felia niður slíka keppni. Reglugerð fyrir sveit kvenna er í undirbúningi.

x

Bridge

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.