Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 8
föstudagur 22. ágúst 20088 Helgarblað DV Hanna Birna Kristjánsdóttir var ráðin borgarstjóri, framsóknar- maðurinn Guðlaugur Sverris- son, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, fékk stóran bita með því að vera skipaður stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur og málefnasamningur Framsókn- arflokks og Sjáfstæðisflokks var kynntur á borgarstjórnarfundi á fimmtudagsmorgni. Málefnasamningurinn, sem hefur yfirskriftina, Höldum áfram - á réttri leið, er að verulegu leyti byggður á samningnum frá árinu 2006. Skýrt er kveðið á um vilja meirihlutans um að rannsóknir vegna Bitruvirkjunar hefjist á ný. Um málefni Vatnsmýrar og flug- vallarins er farið fáum orðum, einungis kemur fram að hald- ið verði áfram skipulagsvinnu í Vatnsmýri á grundvelli hug- myndasamkeppni. Í ljósi breyttra efnahagsað- stæðna mun Reykjavíkurborg kynna nýja aðgerðaráætlun í fjár- mála- og atvinnuumhverfi, þann 1. október. Þá segir í samningnum að sátt hafi náðst um útrásarverk- efni Orkuveitunnar með stofn- un opins fjárfestingarsjóðs. Frek- ara fjármagn verður ekki lagt til af hálfu Orkuveitunnar, en hlutur fyrirtækisins í sjóðnum ræðst af verðmati verkefna REI. Fjárfest- ingarsjóðurinn verður opinn öll- um. Morfís í borgarstjórn Ólafur F. Magnússon, lýsti því yfir við upphaf fundar að hann hefði verið blekktur til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði vélráð, óheilindi og svik- ráð vera stunduð í Valhöll og rifj- aði upp orð Dags B. Eggertssonar um að fráfarandi meirihluti væri byggður á blekkingum. „Ég þekki af mjög sárri reynslu, vinnubrögð Sjálfstæðisflokks- ins. Ég heiti því að rödd mín mun heyrast áfram. Ég kem aftur,” sagði Ólafur þegar hann steig úr pontu. Dagur B. sagði að vinnubrögð í borgarstjórn Reykjavíkur væru slík, að enginn myndi vilja kenna börnum sínum að koma svona fram og allt sem hann hefði sagt um blekkingar Sjálfstæðisflokks- ins, hefði komið á daginn. Svand- ís Svavarsdóttir tók því næst til máls og kallaði nýja meirihlut- ann, hannaðan af ritstjóra Frétta- blaðsins, hann væri virkjana- og stóriðjumeirihluti Þorsteins Páls- sonar. Óskar Bergsson svaraði Degi og Svandísi fullum hálsi og sagð- ist ekki líða að talað væri niður til Framsóknarflokksins með þeim hætti sem gert var. Hann sagði valgeir örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „Ég kem aftur,” sagði Ólafur þegar hann steig úr pontu. Ný fjárhagsáætlun borgarinnar til að mæta breyttu efnahagsástandi verður kynnt í haust. Hanna Birna Kristjánsdóttir var ráðin borgarstjóri og framsóknarmenn fengu yfirráðin yfir Orkuveitunni. Stóriðjumeiri- hluti Þorsteins Pálssonar, kallaði svandís svavarsdóttir, hinn nýja meirihluta. Flokkarnir boða rannsókn- ir vegna Bitruvirkjunar. Fátt er sagt um flugvallarsvæðið í málefnasamningi flokkanna. AFTUR Á BYRJUNARREIT Framhald á næstu opnu lyklaskipti Ólafur f. Magnússon var léttur í lundu þegar hann afhenti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur lyklana að skrifstofu borgarstjóra. MYnD sigtrYggur Hanna Birna Kristjánsdóttir Nýi borgarstjórinn í reykjavík boðaði stóraukið samstarf við alla borgarfulltrúa. MYnD sigtrYggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.