Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 16
Nú styttist óðum í úrslitastund- ina í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum. Þegar liggur ljóst fyrir að margt skilur frambjóðendurna Bar- ack Obama og John McCain að. Aug- ljósasti munurinn liggur að sjálf- sögðu í aldri og kynþætti. En eitt er það sem mikið er hampað í Banda- ríkjunum og það er ættjarðarást, og í nóvember mun skýrast hvor fram- bjóðenda, stríðshetjan fyrrverandi, John McCain, eða Barack Obama, sem hefur skírskotað til afreka þeirra sem stofnuðu Bandaríkin, hefur unnið hug og hjörtu kjósenda. Jarð- vegurinn er ekki sá ákjósanlegasti því Bandaríkin heyja stríð, sem er umdeilt heima fyrir, og óvissa ríkir í efnahagsmálum. Ólíkar áherslur í kosningabaráttu Inntak kosningabaráttu Baracks Obama hefur verið ættjarðarást með skírskotun til einingar þjóðar- innar, óháð flokkum og kynþáttum. Með það að markmiði hefur Obama verið óspar á lýsingar úr sinni eig- in bernsku. Hann hefur reynt að heimafæra eigin sögu, sögu drengs sem á kenískan föður og móður frá Kansas, sem dæmi um þau tæki- færi sem Bandaríkin ein hafi upp á að bjóða. Skírskotun Baracks hefur fengið ágætis hljómgrunn á kosn- ingaferðalögum hans. John McCain hefur ekki horft til eigin bernsku í framboðsbaráttu sinni. Hann býr að reynslu og bak- grunni sem höfðar sterkar en flest annað til bandarísku þjóðarinnar. McCain hefur hlotið fádæma viðtök- ur þegar hann hefur deilt með vænt- anlegum kjósendum sögum af því þegar hann var stríðsfangi Norður- Víetnama í Víetnamstríðinu. Í þeim frásögnum myndbirtist sú ímynd sem hann kýs að sýna kjósendum. Skotinn niður yfir Hanoí Flugvél Johns McCain var skot- in niður yfir Hanoí í október 1967. McCain var þá í sinni 23. sprengju- ferð yfir Norður-Víetnam. Hann var stunginn, barinn og sætti pyntingum og var í haldi Norður-Víetnama í yfir fimm ár. Þetta er lífsreynsla sem Barack Obama þykir örugglega gott að búa ekki að, en undirstrikar nú þann mikla mun á honum og keppinautn- um. Munurinn varð augljós í sjón- varpsviðtali sem Rick Warren, prest- ur í Kaliforníu, tók við hvorn þeirra. Viðtölin fóru fram í kirkju prestsins laugardaginn 16. ágúst. Þegar frambjóðendurnir voru beðnir að lýsa erfiðustu ákvörðun sem þeir hefðu staðið frammi fyrir, nefndi Barack Obama þá ákvörðun sína að lýsa andstöðu við stríðsrekst- ur í Írak. John McCain, á hinn bóg- inn, rifjaði upp þegar hann hafnaði boði Norður-Víetnama um að verða sendur aftur til síns heima. John McCain sagðist ekki hafa viljað yfir- gefa félaga sína. Svar McCains snerti án efa strengi í hjarta fleiri áheyr- enda, en svar Obama. Sagnfræðiprófessorinn Richard Kohn, við Háskóla Norður-Karó- línu, sagði að ekkert í lífshlaupi Bar- acks Obama gæti jafnast á við þessa reynslu Johns McCain og slagorð hans „Ættjörðin fyrst“. Kohn telur að ættjarðarást sé hluti sjálfsmynd- ar McCains auk þess sem McCain hefur lagt áherslu á hana í tengslum við þjóðaröryggi og til að undirstrika enn frekar muninn á sér og Obama. Barack Obama hefur fyrir sitt leyti lofað þjónustu keppinautar síns í þágu ættjarðarinnar, en hefur engu föstudagur 22. ágúst 200816 Helgarblað DV Ættjarðarást á vogarskál nar Ættjarðarást hefur löngum verið Bandaríkjamönnum hugleikin. John McCain er uppgjafahermaður og fyrrverandi stríðsfangi. Hann sætti pyntingum, en hafnaði boði um frelsi því hann vildi ekki yfir- gefa félaga sína. Barack Obama státar ekki af viðlíka reynslu og þarf að reiða sig á eigin orð og yfirlýsingar í stað reynslusagna. Í nóvember skýrist hvort Obama hefur haft erindi sem erfiði. KOlBeinn þOrSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is John McCain Hefur snert strengi í hjörtum kjósenda vegna lífsreynslu sinnar. John McCain lendir í höndum norður-Víetnama Eftir að flugvél McCains var skotin niður var hann stríðsfangi í yfir fimm ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.