Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Síða 23
DV Helgarblað föstudagur 22. ágúst 2008 23 áframhaldandi veru bandarískra or- rustuþota á Keflavíkurflugvelli. Dav- íð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gerðu sér vonir um, að afstaða þeirra um stuðning kæmi þeim að góðu í samningaviðræðunum við Banda- ríkjamenn, en þar hafði dregið til mikilla tíðinda aðeins örfáum mán- uðum áður þegar íslenskum stjórn- völdum var greint frá fyrirhuguðu brotthvarfi orrustuþota frá Keflavík- urflugvelli. Orðrétt segir í grein Vals: „Þegar bandarískum stjórnvöldum var tilkynnt formlega í Washington 18. mars að forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra hefðu ákveðið að styðja Íraksstríðið var ítrekað að tengsl væru á milli þeirrar afstöðu og íslenskra varnarmála.“ Þessi tenging við varnar- samstarfið undirstrikar alvöru yfirlýs- ingarinnar um stuðning við hernað- inn í Írak og því er ekki með nokkrum hætti unnt að halda því fram, að ekki hafi verið um „meiriháttar“ mál að ræða í skilningi þingskapalaga. Stjórnvöldum var því skylt að hafa ut- anríkismálanefnd með í ráðum. Valur Ingimundarson upplýsir í grein sinni, að Bandaríkjamenn hafi með afdráttarlausum hætti lýst því yfir fyrir fulltrúum íslenskra stjórn- valda í Washington í árslok 2002, að orrustuþoturnar yrðu kvaddar heim frá Íslandi vorið 2003. Þetta hafi ver- ið staðfest gagnvart Íslendingum af Condoleezzu Rice, Donald Rums- feld og Colin Powell með formleg- um hætti í janúar 2003. Ítrekun fylgdi frá lægra settum bandarískum emb- ættismanni: Málið væri úr sögunni, flugvélarnar yrðu fluttar á brott. Orð- rétt segir í grein Vals. „Íslensk stjórn- völd gerðu ekkert opinskátt um við- ræðurnar í Washington...“ Halldór er sagður hafa viljað samninga og tils- lakanir en Davíð var því andvígur og fékk sínu framgengt. Þeir ákváðu að beita hörðu, hóta uppsögn varnar- samningsins. Kallað var á bandaríska sendiherrann, James I. Gadsen, og honum kynnt þessi afstaða í byrjun janúar 2003. Þessu útspili var svar- að af hálfu Bandaríkjamanna í apr- ílmánuði 2003. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernaðinn í Írak hafði ekki haft nein áhrif á þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar, að kalla orrustu- þoturnar heim. Davíð Oddsson reyndi að ná fundi forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, en þær óskir voru sniðgengn- ar. Orðrétt segir Valur: „ ...íslenskir ráðamenn höfðu ekki náð að mynda náin tengsl við áhrifamenn í banda- ríska stjórnkerfinu.“ Endanlega varð ljóst 2. maí 2003, að „vinatengsl“ Dav- íðs Oddssonar við George W. Bush gátu ekki komið í veg fyrir hið óum- flýjanlega því þann dag, rúmri viku fyrir alþingiskosningarnar 10. maí 2003, tilkynnti bandaríski sendiherr- ann, James I. Gadsen, Davíð Odds- syni, að orrustuþoturnar yrðu á brott frá Íslandi 2. júní 2003. Þótt Íslend- ingar lokuðu Keflavíkurstöðinni stæði ákvörðunin óhögguð. Í grein Vals seg- ir svo um tengsl Davíðs við George W. Bush að þeir hafi ekki verið í „nánum eða beinum pólitískum tengslum“. Bush var Davíð fremur vinsamlegur en fráleitt að halda fram, að einhver djúpstæð vinátta væri þeirra á milli sem gæti skipt sköpum fyrir Íslend- inga. Leynimakk fyrir kosningar 2003 Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson skýrðu hvorki almenningi né utanríkismálanefnd Alþingis frá ákvörðun Bandaríkjastjórnar fyrir kosningar. Þess í stað hófu þeir tilraun- ir til að breyta ákvörðuninni. Í grein Vals er rakið hvernig þeim tókst, ekki síst fyrir tilhlutan George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, að ná fram frestun á brottflutn- ingi orrustuþotanna. Orðrétt segir Val- ur í grein sinni: „Í áróðursstríðinu við Bandaríkjamenn eftir kosningar 2003 gerðu þeir Davíð og Halldór mikið úr undrun sinni og hneykslun á tímasetn- ingu ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um brottför orrustuþotanna. Banda- ríkjamenn gerðu mikil mistök með því að tilkynna hana formlega aðeins viku fyrir kosningar. En þeir Davíð og Hall- dór vissu allt frá desember 2002 hvað til stóð, þótt þeir hafi gert sér vonir um að koma í veg fyrir brottflutninginn. Þeim tókst að hindra að deilan yrði að kosningamáli með því að þegja um hana á opinberum vettvangi...“ Grein Vals Ingimundarsonar leiðir í ljós, að hin lýðræðislega að- ferð við ákvarðanatöku í samskipt- um við Bandaríkjamenn veturinn og vorið 2003, sem lýst er í stjórnar- skrá og þingskapalögum, var huns- uð af íslenskum ráðamönnum. Ut- anríkismálanefnd Alþingis var ekki gerð grein fyrir þeirri tilkynningu og ákvörðun bandarískra stjórnvalda seint á árinu 2002 og í ársbyrjun 2003, að til stæði að kalla orrustu- þotur heim frá Keflavíkurflugvelli. Nefndin var ekki með í ráðum þeg- ar hótað var uppsögn varnarsamn- ingsins í janúar 2003 ef Bandaríkja- menn stæðu við ákvörðun sína og heldur ekki þegar þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson settu Ísland á lista hinna „staðföstu þjóða“ og lýstu yfir stuðningi fyrir hönd Íslands við hernaðinn í Írak. Með þeim stuðningi vonuðust þeir til að Bandaríkjamenn myndu end- urskoða afstöðu sína til brotthvarfs orrustuþotanna. Þessi stuðnings- yfirlýsing hafði ekki tilætluð áhrif. Enn þögðu þeir Davíð og Halldór þunnu hljóði gagnvart þingi og þjóð þegar þeim var tilkynnt 8 dög- um fyrir alþingiskosningar 2003, að ákvörðun bandarískra stjórnvalda stæði óhögguð og orrustuþoturnar færu frá landinu 2. júní 2003. Eft- ir kosningar hófu þeir baráttu fyr- ir breytingu á ákvörðuninni. Davíð náði loks eyra Bush í stutta stund, en allt kom fyrir ekki, bandaríski herinn hvarf frá landinu haustið 2006. Afturhaldskommatittir Í áðurnefndri grein gagnrýn- ir Valur Ingimundarson ráða- menn fyrir að hafa rekið málið í skjóli leyndar og fyrir að hafa upp- lýst aðeins örfáa menn um þróun þess. Hvers vegna skyldu þeir Dav- íð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa ákveðið að hafa ekkert sam- ráð við utanríkismálanefnd þótt um meiriháttar hagsmunamál þjóðar- innar væri að ræða þar sem varnar- samstarf Íslands og Bandaríkjanna var undir? Raunar hefur verið full- yrt, til dæmis af Steingrími J. Sigfús- syni í umræðum á Alþingi, að Davíð Oddsson hafi verið ráðandi um töku þessara ákvarðana. Ef til vill skýrist afstaða Davíðs af orðum hans á Al- þingi í nóvember 2004, þegar til um- ræðu var hvort Íslendingar ættu að afturkalla stuðning sinn við stríðið í Írak og fara af lista hinna staðföstu þjóða. Þá sagði Davíð slíka ákvörð- un jafngilda því að hann færi upp á Landspítala og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabba- meinsaðgerð, sem hann undirgekkst sumarið áður. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði hann og bætti því svo við, að Sam- fylkingin væri „eins og gamall aft- urhaldskommatittsflokkur og ætl- ar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Er hér að finna dæmi um sjálfsbirgingshrokann, sem minnst er á í tilvitnuninni í inngangi þess- arar greinar? Er ekki sú afstaða, að sniðganga ríkisstjórn, þingflokka, utanríkismálanefnd og Alþingi í mikilvægum ákvörðunum um sam- skipti Íslands og Bandaríkjanna, af- leiðing þeirrar þröngsýni, sem leiðir af slíkri afstöðu gagnvart andstæð- ingum sínum? Þetta séu allt fífl, sem ekki sé hægt að treysta? Íslensk stjórnvöld neituðu að lýsa yfir stríði á hendur Öxul- veldunum, Japan og Þýskalandi nasismans, með þeim rök- um að Ísland væri friðsöm smáþjóð sem aldrei myndi fara með hernaði gegn nokkurri þjóð. Þetta hefur verið lyndis- einkunn þjóðarinnar allar götur síðan, eða allt til þess að Ísland var sett á stuðningslista þeirra ríkja sem studdu stríð Bandaríkjanna og Bretlands gegn Írak. Nýleg rannsókn gefur til kynna að tveir menn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hafi einir tekið ákvörðun fyrir hönd þjóðar- innar um stuðning Íslands við stríðið. Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður skrifar um aðdraganda þess að Ísland lýsti yfir stuðningi við stríðsaðgerðir. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði hann og bætti því svo við, að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokk- ur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Ísland er herlaust land og við stofnun Atlantshafs- bandalagsins 1949 var því lýst yfir, að Íslendingar myndu ekki lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð. Írak faðir hughreystir óttaslegin börn sín tveimur árum eftir innrásina í Írak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.