Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 13
6,4 6,1 7,9 DV Helgarblað föstudagur 22. ágúst 2008 13 HEILÖG JÓHANNA DÚXAR Dómnefnd skipuðu; Björg Eva Erlendsdóttir, fréttastjóri 24 stunda, Hans Kristján árnason, listamaður, arna schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, Egill Helgason, sjónvarpsmaður á rúV, Pétur gunnarsson, blaðamaður, Birgir guðmundsson, stjórnmálafræðingur, Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, og arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri út- varps sögu. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður tók saman. Kristján L. MöLLer saMgönguráðherra „Manni finnst eins og Kristjáni finnist alltaf betri hugmynd að malbika á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu.“ „Hann fer í hlutverk embættismannsins, beint í það að verja kerfið og er eiginlega skítleiðinlegur maður og ég veit ekkert hvað hann er að gera.“ „Hann stendur sig vel í að tala um aðaláhugamál sitt sem eru vegir, vegheflar og veggöng, verst að framkvæmdirnar eru ekki í samræmi við það.“ „Hann er bara kjördæmapotari sem hefði aldrei átt að komast í ráðherraembætti.“ „Maður sér nú ekkert sérstaklega eftir hann. Hann er svona hvorki fugl né fiskur.“ „siglir lygnan sjó.“ „Hefði átt að vera samkvæmur sjálfur sér í því að lækka tímabundið verð á bensíni og olíu eins og hann sagði þegar hann var í stjórnarandstöðu, hann veit að ríkissjóður hefur vel efni á því en vill ekki gera það núna þegar hann er kominn í ríkisstjórn.“ 4,9 Þorgerður Katrín gunnarsdóttir MenntaMáLaráðherra „Hún hefur hvorki gert stóra skandala né stór afrek í menntamálum en fær prik fyrir að opna Evrópuumræð- una fyrst sjálfstæðismanna.“ „Hörkudugleg og hefur sýnt það og sannað að hún getur vel verið góður leiðtogi. Hún er samkvæm sjálfri sér og er að beita sér fyrir því að taka ríkisútvarpið loksins að hluta til út af auglýsingamarkaði.“ „Hún er að styrkja sig og staða hennar hefur sennilega aldrei verið sterkari innan flokksins.“ „Hún er óhæfur kjáni, það er yfirleitt ekki heil brú í því sem hún talar um.“ „Hún er einnar víddar framhlið Mónu Lísu. guð minn góður að þessi kona sé menningar- og menntamálaráð- herra Íslands.“ „Hún hefur náð vopnum sínum í ráðuneytinu og hefur komið í gegn heildarlögum um skólana í landinu.“ „Viljasterk og einbeitt og stendur sig ágætlega.“ „ráðalaus og kemur litlu í verk.“ 5,4 guðLaugur Þór Þórðarson heiLbrigðisráðherra „öflugur ráðherra.“ „fær fína einkunn fyrir að stytta biðlista hjá BugL og hafa haft vit á því að borga fyrir veiðileyfið í Miðfjarðará seinasta sumar.“ „Hann þorði að hreinsa til á meðal stjórnenda Landspít- ala háskólasjúkrahúss sem löngu var tímabært og enginn hafði þorað að gera áður. guðlaugur er framtíðarmaður.“ „Hann er ennþá soldið óskrifað blað sem heilbrigðisráð- herra og hans markmið eru lítt skiljanleg þegar hann tjáir sig um sín stefnumál á sviði heilbrigðismála.“ „Hann fær lægstu einkunn sem nokkur getur fengið, einn í mínus tíunda veldi. Hann er úlfur í sauðargæru sem segir eitt og hugsar annað. Hann segist vera hér til að lagfæra heilbrigðiskerfið en markmið hans er einungis að einkavæða þetta kerfi fyrir kapítalistana í sjálfstæðisflokknum. Hann er að fara beinustu leið með heilbrigðiskerfið okkar inn í ameríska heilbrigðiskerfið með hrikalegum afleiðingum.“ „Þarf að fara að láta verkin tala.“ 5,8 björn bjarnason dóMs- og KirKjuMáLaráðherra „Ég kem ekki upp orði.“ „Hann er risaeðlan og það akkeri sem kemur í veg fyrir að ríkisstjórnin þokist nokkurn skapaðan hlut áfram.“ „Hann hefur góð tök á sínum málaflokki.“ „Hann vill standa vörð um lögregluna og hann er að stuðla að enn betri löggæslu og er fylginn sér í því.“ „stefnufastur og hefur beytt sér fyrir umtalsverðum umbótum í sínum málaflokkum þótt hann hafi oft orðið fyrir harðri gagnrýni.“ „Hann er haldinn þeim veikleika að halda að hann hafi erft ríkið og að hann sé krónprins lýðveldisins. ömurlegur dómsmálaráðherra sem hefur verið andstyggilegur í máli Pauls ramses.“ „Hann vinnur vel og er mjög duglegur ráðherra.“ „Björn er bara alltaf Björn og mjög trúr sjálfum sér.“ „Björn er umdeildur en hann er alvöru stjórnmálamaður og vinnur verk sín vel.“ 5,9 árni M. Mathiesen fjárMáLaráðherra „Hann á að fara í dýralækningar, hann er sama marki brenndur og allt hitt stóðið sjálfstæðisflokksins. fjármálaráðuneytið er ekki dýramálaráðuneyti, hann á að fara út í sveit og elta gamla geit. Vil ekki sjá þennan mann.“ „Það sést sárasjaldan neitt til hans og ef það sést til hans þá er það eitthvað af verri endanum.“ „Virðist ekki hafa nokkurt vit á efnahagsmálum sem er slæmt þegar fjarmálaráðherra á í hlut.“ „Nú reynir á hvort hann standi undir nafni sem fjármálaráðherra eða hvort eyðsluseggirnir ráði öllu.“ „Hann fær falleinkunn fyrir að selja ríkiseigur undir markaðsverði til vina sinna og vandamanna.“ „Hann ræður einfaldlega ekki við starfið.“ „Það er eins og það vanti í hann alla ástríðu og svo er hann í þeirri erfiðu stöðu að hafa bæði verið fjármála- ráðherra í góðæri og á krepputímum og virðist ekki alveg vera að höndla þetta.“ 3,6 einar K. guðfinnsson sjávarút- vegs- og Landbúnaðarráðherra „Hann hefur trú á vísindunum og fiskifræðinni og ást á sauðkindinni.“ „Hann lítur á sig sem varðhund landbúnaðarkerfisins sem veldur vonbrigðum.“ „Hann veit ekkert í hvora löppina hann á að stíga. Hann spilar fyrst og fremst á kjósendur sína á Vestfjörðum.“ „góður sjávarútvegsráðherra en lélegur landbúnaðarráð- herra.“ „Hann þekkir málaflokk sinn vel og vinnur af festu og öryggi og þurfti að taka óvinsæla ákvörðun með því að skerða kvótann, en til lengri tíma litið var það skynsam- legt.“ „Hann vill ekki og þverskallast við að virða álit mannrétt- indanefndar sameinuðu þjóðanna í kvótamálinu.“ „Hann sýndi hugrekki þegar hann tók þá ákvörðun að skera niður þorskkvótann í fyrra og fylgja ráðleggingum vísindamanna.“ „Hann er ekki nógu afgerandi og tekur ekki nógu markvisst á málum.“ 5,5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.