Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 49
Múrad III var soldán Ottó- manaveldisins í Tyrklandi síð- ustu áratugi 16. aldar. Afi hans var Súleiman hinn mikilfenglegi sem hafði treyst mjög undirstöður Ottó- manaveldisins og fengið alla Evr- ópubúa til að skjálfa á beinunum af ótta við hina sigursælu Tyrki. Þeir höfðu þá á aðeins tveim öld- um vaðið yfir allan Balkanskagann, lagt undir sig Konstantínópel og skírt hana Istanbúl og virtust þess albúnir að leggja undir sig stórveldi Mið-Evrópu og gera þau undirgefin spámanninum Múhameð. Sonur Súleimans, fyllibyttan Selím II, hafði hins vegar ekki fylgt eftir sigrum föður síns og á dögum Múrads hófst hnignun ríkisins fyr- ir alvöru. Efnahagurinn staðnaði, hersveitirnar komust ekki áleiðis og Persar voru til vandræða á austur- landamærum Ottómanaveldisins. Múrad var enginn maður til að tak- ast á við öll hin aðsteðjandi vanda- mál. Síðari hluta valdatíma hans lokaði hann sig meira og minna inni í kvennabúrinu sínu í Topkapí- höllinni í Istanbúl og horfði á nöktu þræladísirnar byltast í baðinu eða á mjúkum hægindum hinnar íburð- armiklu hallar. Og hann tók vissulega fullan þátt í fjörinu; honum voru kennd 103 börn. Kvennabúr gömul hefð Að halda kvennabúr var alsiða meðal austurlenskra pótintáta og hafði lengi tíðkast en fáir gerðu það af slíkum metnaði sem soldánar Tyrklands. Eftir að soldáninn Meh- met II lagði undir sig Konstantínóp- el 1453 var Tyrkjaveldi orðið ósvik- ið stórveldi bæði í Evrópu og Asíu og soldánar ríkisins vissu ekki aura sinna tal. Kvennabúri þeirra var valinn staður í hinni glæsilegu Top- kapí-höll og þangað var safnað feg- urstu konum ríkisins. Flestar voru þrælastúlkur sem soldáninn fékk að gjöf frá heldri mönnum þeim sem vildu njóta velvildar og þakk- lætis soldánsins. Soldáninn hafði svo af þeim öll gögn og gæði eins og honum þóknaðist en jafnframt átti hann fáeinar opinberar eiginkonur, sem voru af frjálsbornu fólki. Úkraínsk prestsdóttir hertek- in Örfá dæmi voru þó um að þræla- stúlkurnar úr kvennabúrinu kæm- ust til enn meiri frama. Þar ber hæst söguna um hina úkraínsku fegurð- ardís sem ýmist gengur undir nafn- inu Hürrem eða Roxelana. Enginn veit upprunalegt nafn hennar en hún er sögð hafa ver- ið prestsdóttir úr smáþorpi ein- hvers staðar í grennd við núverandi landamæri Úkraínu og Moldovu. Flokkur Tyrkja frá Krímskaga hand- samaði hana á ránsferð og þar eð stúlkan var íðilfögur sáu ránsmenn í hendi sér að þeir gætu fengið fyrir hana dágóða summu á þrælamörk- uðunum í Istanbúl. Sem varð líka raunin. Hún endaði í kvennabúri sjálfs Súleimans hins mikilfenglega. Þar hlaut hún nafnið Hürrem sem þýðir eiginlega „hin káta“ sem gefur til kynna að stúlkan hafi verið heill- andi skemmtileg, auk þess að vera fögur. En sumir kölluðu hana Rox- elönu með vísan til uppruna henn- ar á hinum rússnesku sléttum. Vorblómið ræðst gegn ambáttinni Í kvennabúrinu réð þá ríkjum uppáhaldskona Súleimans, Ma- hidevran, eða Gul Bahar sem þýð- ir Vorblómið. Hún var ein hinna rómuðu fegurðardísa frá Circassíu í Kákasusfjöllum en samdóma álit sérfræðinga var að þaðan kæmu fegurstu konur heims. En um þessar mundir óttaðist Vorblómið að fegurðin væri farin að fölna; kannski hefur hún verið far- in að reskjast ótæpilega, það er að segja komin yfir þrítugt! Að minnsta kosti brást hún illa við þegar hún sá Hürrem og óttaðist að þokki hinn- ar úkraínsku stúlku myndi fljótlega skyggja á sig í augum soldánsins. Hún lagði því Hürrem í einelti og endaði með því að ráðast á hana á sundlaugarbarmi í Topkapi-höll. Kannski hefur Gul Bahar einsett sér að leika Hürrem svo illa að feg- urð hennar hyrfi en alltént snerust vopnin í höndum hennar. Súleim- an hinn mikilfenglegi átti nefni- lega leið hjá, stöðvaði slagsmálin og tók við það tækifæri svo vel eftir hinni nýju ambátt sinni að upp frá því varð hún reyndar eftirlæti hans. Og svo heillaður var Súleiman af Hürrem að hann gerði hana meira að segja að lögformlegri eiginkonu sinni, þótt margir pískruðu sín á milli um þá óhæfu að ambátt væri orðin æðsta eiginkona soldánsins. Soldán lætur myrða son sinn Ekki var sagan af Hürrem öll. Hún bar Súleiman nokkur börn og þar á meðal soninn Selím. Elsti sonur Súl- eimans og væntanlegur arftaki var aftur á móti Mústafa en Gul Bahar var móðir hans. Mústafa var sérlega vinsæll meðal hinna áhrifamiklu hersveita janissaranna en allt kom fyrir ekki þegar Hürrem beitti hann vélabrögðum sínum. Henni tókst að rægja Mústafa svo í eyrum Súlei- mans að hann lét á endanum myrða son sinn. Lá þá við uppreisn janissaranna gegn Súleiman en varð ekki úr, enda hafði enginn aukið praktug- leik ríkisins sem hann og gegn slík- um manni gerðu jafnvel janissar- arnir ekki uppreisn. Náfrænka Feneyjafursta í kvennabúri soldáns Árið 1566 dó Súleiman og leiðin var greið fyrir Selím að setjast í há- sætið. Hann reyndist minni skör- ungur en faðir hans eða móðir og er Selím II kunnur undir nafninu Selím fylliraftur. Hann hélt gjarnan kyrru fyrir í kvennabúrinu og drakk og drabbaði en lét aðra um að stýra ríkinu. Og Selím átti reyndar konu sem var ekki síðri forkur en Hürrem, móðir hans. Hún hét upphaf- lega Cecilia Venier- Baffo, var af Gyðingaættum og ná- frænka furstans sem réð stórveldi Feneyja um þær mundir. Tyrknesk- ir sjóræningjar tóku hana höndum og rétt eins og Hürrem endaði hún í kvennabúrinu í Istanbúl þar sem Selím hreifst af henni og gerði hana að konu sinni. Þá hlaut hún nafnið Nur-Banu sem mun þýða Prinsessa ljóssins eða eitthvað í þá áttina. Ásamt stórvesír Ottómanaríkisins stýrði hún ríkinu meðan Selím lá í fylliríi í kvennabúrinu. Lík falið í hálfan mánuð Þegar Selím drakk sig í hel 1574 leyndi hún dauða hans í hálfan mánuð og geymdi líkið í kistu fullri af ísmolum á meðan hún sendi eft- ir Múrad, syni sínum, svo hann gæti fyrirhafnarlaust sest í hásætið í stað föður síns. Þegar soldán dó var siður að sá sem náði völdum í hans stað léti taka af lífi alla bræður sína svo miklu skipti að vera á réttum stað á réttum tíma er hásætið losnaði. Nur-Banu hélt svo áfram að dufla í pólitík þótt sonur hennar væri tekinn við soldánstigninni og talið er að hún hafi verið myrt af út- sendurum Genúa-manna á Ítalíu sem reiddust vinfengi hennar í garð ættmenna sinna í Feneyjum. Múrad III var einmitt sá soldán sem sagði frá í upphafi greinarinn- ar, sá sem hélt úti stærra kvenna- búri en nokkur fyrirrennara sinna og hafði yndi af að horfa á naktar stúlkur í fangbrögðum. Og var mik- ið glímt á því heimili. En stjórn rík- isins lét Múrad að mestu í hendur stórvesíra sinna og fyrst mömmu sinnar en síðar eiginkonunnar Saf- iye. Samkynhneigð soldánsfrú Safiye var albönsk að ætt og lenti í kvennabúrinu eftir að tyrknesk- ir sjóræningjar námu hana á brott frá heimili hennar. Eftir að hún var orðin eiginkona Múrads lét hún sig einu gilda nautna-svall hans, enda er talið að Safiye hafi verið samkyn- hneigð og í ástarsambandi við Gyð- ingakonuna Esperönsu sem annað- ist fjármál kvennabúrsins. Sögur um samkynhneigð soldánsfrúarinnar vöktu mikla hneykslun en enginn þorði þó að blaka við Safiye enda var hún mjög valdamikil. Hún stóð í bréfasambandi við Elísabetu I Englandsdrottningu og þáði að gjöf frá henni hestvagn góðan sem hún notaði til að fara í skemmtitúra um Istanbúl. Þótt hún drægi að mestu fyrir glugga þótti þetta þó fáheyrð ósvífni af soldánsfrú sem allir góðir Tyrkir vissu að átti ekki að láta sjá sig utan kvennabúrsmúranna. Nokkru eftir að Safiye dó náðu hneykslun- argjarnir menn sér hins vegar niður á minningu hennar með því að ráð- ast að Esperönsu og hengja hana á almannafæri. Múrad dó 1595 og þá tók við sonur hans og Safiye, Mehmed III. Hann lét drepa 27 bræður sína og hálfbræður þegar hann tók við og 20 systur sínar í ofanálag. Þá ríkti grátur og gnístran tanna í kvenna- búrinu. Tengdamæðgur vegast á Þær konur sem hér hafa verið nefndar höfðu allar sæmdartitilinn „valide sultan“ eða „soldánsmóð- ir“ en svo kölluðust æðstu konur Ottómanaveldisins. Sú allra valda- mesta þeirra var þó Kösem sem uppi var á fyrri hluta 17. aldar. Kösem var grísk prestsdóttir sem lenti í kvennabúri soldáns og fæddi honum son sem varð soldán barn að aldri 1623 og kallaðist Múr- ad IV. Meðan hann var ómynd- ugur réði Kösem öllu í ríkinu og stýrði ríkisráðsfundum sem konur höfðu aldrei gert áður. Hún sat að þá vísu bak við slæðu enda tilheyrði hún enn kvennabúrinu. Því miður fór öllu hnignandi meðan Kösem fór með völd, Persar gerðu innrás, uppreisnir brutust út á Balkanskaga og spilling var taumlaus í Istan- búl. Janissararnir gerðu uppsteyt og drápu stórvesírinn. Er Múr- ad IV varð lögráða tók hann völd- in í sínar hendur og reyndist mik- ill skörungur en leyfði þó móður sinni að sinna stjórnmálum áfram. Fjöldamorð í kvennabúrinu? Múrad dó hins vegar ungur að árum 1640 og þá varð Ibrahím I, bróðir hans, soldán. Hann var geð- sjúkur og Kösem varð aftur hæst- ráðandi í ríkinu um skeið. Ibrahím var heillaður af feitum konum og jukust nú mjög þyngslin í kvenna- búrinu. Því miður hefur enginn myndlistarmaður málað myndir af kvennabúrinu á tímum Ibrahíms. Um síðir fór hann að skipta sér af landstjórninni og hafði á fáeinum árum nærri komið Ottómanaveld- inu á kné. Að lokum er Ibrahím sagður hafa skipað svo fyrir að allar konurnar í kvennabúri hans skyldu drepnar en tvennum sögum fer af því hvort menn hans hófust handa um þær framkvæmdir. Altént var Ibrahím steypt af stóli við svo búið og kyrktur 1648 og enn kom Kösem til skjalanna og varð hæstráðandi ríkisins enda var sonur Ibrahíms og arftaki, Mehmed IV, aðeins sjö ára. Endalok áhrifa kvennabúrsins Móðir Mehmeds var rússnesk stúlka úr kvennabúrinu sem Kösem sjálf hafði valið Ibrahím syni sínum að eiginkonu. Hún er þekkt und- ir nafninu Turhan Hatice og hafði talist eign Kösem sjálfrar. En sjald- an launar kálfur ofeldið og Turhan Hatice tók nú að vinna gegn tengda- móður sinni og lét að lokum myrða hana 1651. Hún réði svo ferð ríkis- ins þar til Mehmed IV varð mynd- ugur en hann tók síðar þá afdrifa- ríku ákvörðun að fela upp frá því formleg völd í ríkinu í hendur stór- vesíra sinna. Síðan var Tyrkjasold- án fremur valdalítill og kvennabúr hans glataði stórum hluta af mikil- vægi sínu, þótt enn ætti þar margt eftir að ganga á. DV Sagan öll föstudagur 22. ágúst 2008 49 Hürrem eða Roxelana Prestsdóttir í úkraínu hafði hætt sér of langt frá heimili sínu þegar bar að tyrkneskan ræningjaflokk. Hún endaði í kvenna- búri soldánsins í Istanbúl og eiginkona súleimans hins mikilfenglega. Ýmist er hún kölluð Hürrem eða roxelana. Framhald á næstu síðu KVENNABÚRIÐ Múrad var fagurkeri og lífsnautnamaður. Hann naut þess að safna í kringum sig fögrum munum og góður matur og ljúffeng vín léku honum á tungu. Ein helsta nautn Múrads var samt að sjá fagrar naktar stúlkur takast á í blíðubrögðum. Fantasíur um slíkt munu ekki fátíðar meðal karlmanna en fæstir komast líklega til þess að upplifa slíkt í raun og veru. Múrad var þó ekki í neinum vandræðum með það. Hann var nefni- lega soldán í Istanbúl og hafði yfir að ráða kvennabúri þar sem 1.200 fagrar konur héldu til meira og minna allsberar og gengu til fyrrnefndra leika þegar herra þeirra hentaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.