Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 58
föstudagur 22. ágúst 200858 Tíska DV Chanel floppar Sjónvarpsmyndarinnar um Coco Chanel hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af aðdáend- um Chanel- tískuhússins. Myndin var frumsýnd á dögunum og hefur heldur betur verið slátrað af gagnrýnend- um. Shirley McLaine fer með hlutverk Chanel í myndinni. Ein af þeim sem hef- ur gagnrýnt myndina harkalega er Linda Stasi, gagnrýnandi hjá New York Times. „Fyrsti hlutinn hefst skyndilega á ástarlífi Chanel og það eina sem bjargar elskhug- um hennar er hvað þeir eru með mikinn hreim svo maður sér ekki jafn vel hvað þeir leika illa. Það lít- ur allt út fyrir að leikstjórinn hafi ætlað að gera mynd í anda La Vie En Rose en endað á mynd sem kalla mætti La Vie En Dull.“ loksins á Íslandi Lengi hefur verið í pípunum að American Apparel opni verslun á Íslandi. Nú hefur það endan- lega fengist staðfest að ein slík mun opna á Laugaveginum í október, þar sem leikfanga- verslunin Liverpool var áður til húsa. Þessa dagana er staddur hér á landi sérstakur útsendari á vegum fyrirtækisins frá London sem sér um að setja verslunina upp og ráða starfsfólk. American Apparel er bandarískt merki sem sérhæfir sig í litríkum og þægi- legum fatnaði á borð við sokka- buxur, gammósíur, hettupeysur, boli og kjóla og er því einstaklega skemmtileg viðbót við íslenska tískuflóru. sætar spennur Dömulegar og sætar spennur geta gert alveg ótrúlega hluti á vondum hárdögum. Hver kann- ast ekki við það að hárið vill bara gjörsamlega ekki vera til friðs sama hvað maður reynir. Hvern- ig væri þá að skella bara sem skrautlegustum og skemmtileg- ustum spennum, hárklemmum eða kömbum í hárið? Með því dregurðu athyglina frá sjálfu hár- inu og að hárskrautinu og getur spennt niður öll litlu hárin sem eru að angra þig. Svelta Sig fyrir tíSkuna Í nýrri breskri könnun kemur í ljós að milljónir kvenna myndu frekar vilja eyða peningunum sínum í fatnað en mat. Í könnuninni kemur fram að svokölluð „fashionrexia“ sé að grípa um sig hjá bresku þjóðinni þar sem um 32% breskra kvenna eru til í að svelta sig fyrir tísk- una og að helmingur þjóðarinnar eyðir meiri pening í fatnað og fylgihluti á mánuði en í mat. agyness Deyn hefur enn einu sinni skotið kate Moss ref fyrir rass í heimi tískunnar. Í þetta skiptið er Deyn á topplista tískutímaritsins Grazia annað árið í röð yfir best klæddu stjörnur ársins 2008. Greyið Kate kemst ekki einu sinni inn á listann í ár. tíska Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is Best klæddu stjörnur ársins Agyness Deyn hefur nú enn einu sinni skotist fram úr Kate Moss í tískuheiminum. Í þetta skiptið er Agyness komin í efsta sæti á lista tískutímaritsins Grazia yfir best klæddu stjörnur ársins 2008. Hingað til hefur Kate Moss átt sitt sæti á listum sem þessum en ekki nóg með að hennar helsti keppinautur í fyrirsætuheiminum, Agyness Deyn, vermi toppsætið annað árið í röð heldur kemst Kate ekki einu sinni inn á Topp tíu list- ann en hún vermdi fimmta sætið á síðasta ári. Ritstjóri Grazia, Jane Bruton, hafði þetta að segja um valið á best klæddu stjörnunum: „Agyn- ess Deyn átti bara langmest skil- ið að vera í fyrsta sæti. Hún hefur verið einstaklega mikill innblástur í heim tískunnar með djörfum og persónulegum stíl.“ 1. agyneSS Deyn fyrirsæta, rokkstjarna og tískufyrirmynd af flottustu gerð. 2. gwyneth Paltrow gwyneth hefur ekki tekið neitt tískufeilspor á árinu og hefur svo sannarleg skinið skært. 3. Sarah JeSSica Parker sarah er ávallt smart hvort sem það er í hlutverki sínu sem Carrie Bradshaw eða bara hún sjálf á rauða dreglinum. 4. carla Bruni Þessi franska þokkagyðja hefur svo sannarlega náð að klæða sig eins og forsetafrú sæmir, eftir að hún gekk að eiga forseta frakklands fyrr á árinu. 5. DaiSy lowe Þessi nítján ára gamla breska fyrirsæta er jafnt rokkuð sem dömuleg í klæðaburði og færir sig smátt og smátt upp tískulistana. 7. elle MacPherSon og uMa thurMan Þessar langleggjuðu ofurskutlur þóttu báðar það flottar að ekki var hægt að skera úr um hvor ætti frekar skilið að verma sjöunda sætið. 8. natalie PortMan Natalie þykir ná einstaklega vel að halda sig við hversdagslegan og töffaralegan stíl daglega en dömulegan og fágaðan stíl á rauða dreglinum. 9. kate huDSon Hin glaða léttúðuga Kate Hudson hefur verið iðin við karlpeninginn á árinu og eflaust heillað þá marga með flottum og skvísulegum klæðaburði. 10. DaSha Zhukova Kærasta rússneska auðkýfingsins roman abramovich á nóg af peningum til að kaupa sér allt það flottasta í tískuheiminum og því engin furða að hún komist á lista sem þennan. 6. Maggie gyllenhaal Ætli Maggie hafi ekki endanlega tryggt sér sætið á listanum eftir að hún mætti í þessum þokkafulla svarta samfestingi á frumsýningu the dark Knight.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.