Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Blaðsíða 39
DV Sport Föstudagur 22. ágúst 2008 39 hjá fjölskyldu en seinna árið var ég einn í húsinu hans Grétars Rafns. Það var ekkert mál fyrir mig því ég er það þroskaður og gat tekist á við þetta. Það fyrsta sem ég geri þegar ég flyt inn í nýtt hús er að kaupa mér George Foremann-grill. En núna er ég byrjaður að elda sjálfur annað en kjúklingabringur í grillinu. Mamma ætlar samt að koma út í september til mín í Coventry til að sjá um matinn og þrifnaðinn sem verður gott,“ segir Aron og hlær. Á landsliðssætið skilið Þegar kallið kom frá Ólafi Jóhann- essyni landsliðsþjálfara um sæti í A- landsliðinu var Aron einungis að leika með varaliði AZ Alkmaar. Góð frammistaða hans með yngri lands- liðunum átti stóran þátt í valinu en Aron var ákveðinn í að standa sig frá fyrstu mínútu. „Landsliðskallið kom á óvart en Luka Kostic hafði sagt við mig að það færi að styttast í það. Luka hefur nátt- úrulega talað við Óla og sagt honum að ég væri að standa mig vel með U21 árs landsliðinu. Þegar ég fékk svo kallið ætlaði ég auðvitað að standa mig. Það var ekkert annað en að gjöra svo vel og koma sér í liðið. Mér varð að vera sama um hvað þessir menn hétu, Eiður Smári eða hvað, ég varð bara að standa mig. Ég hef verið í byrjunarliðinu síðan og ef ég skyldi missa sætið er það einfaldlega upp á mig komið að vinna sætið mitt aftur. Mér finnst ég eiga skilið að eiga sæti í þessum hópi ennþá,“ segir Aron sem var á bekknum gegn Aserbaídsjan í vináttulandsleik síðastliðið miðviku- dagskvöld. Klappaði Eiði á bakið „Það er upplifun að vera í kring- um Eið Smára enda er hann algjör toppleikmaður. En eins og í leiknum gegn Slóvakíu var það ég sem var að reka hann áfram,“ segir Aron og vitn- ar í atvik þegar hann klappaði Eiði á bakið fyrir markið sem hann skoraði gegn Slóvakíu. „Ég vissi ekkert að ég hefði gert það. Svona er ég við alla leikmenn, greinilega. Honum finnst það kannski vont en ég verð að gera það sem ég er bestur í. Ég hrópa og kalla þegar ég er inni á vellinum og skipa mönnum fyrir. Mér finnst gott að hjálpa strákunum í liðinu og það gefur mér líka mikið. Þetta er minn leikstíll. Ég vil öskra og hlaupa,“ seg- ir Aron. Úrvalsdeildarlið höfðu áhuga „Umboðsmaðurinn minn hafði samband við Coventry og út frá því kom yfirútsendarinn frá Coventry að horfa á mig gegn Slóvakíu,“ seg- ir Aron Einar aðspurður hvernig fé- lagaskipti hans til Coventry komu til. „Útsendarinn var mjög ánægður með það sem hann sá og fylgdust þeir svo aftur með mér gegn Wales. Ég held meira að segja að Chris Coleman hafi komið á þann leik þó ekki hafi farið mikið fyrir honum í stúkunni. Ég er mjög sáttur við þetta skref sem ég hef tekið,“ segir Aron en lið úr úr- valsdeildinni höfðu einnig samband. Hann var þó alltaf ákveðinn hvað hann ætlaði að gera. „Middlesbrough og Hull voru að spyrjast fyrir um mig, hvað ég kostaði og svona, en ég sá aldrei samning frá þeim. Sumt fólk setti spurningamerki við að ég væri að fara í fyrstu deildina á Englandi þegar ég átti möguleika á að fara í úrvalsdeildina. Fólk veit samt ekkert hvað ég er að hugsa. Mín hugsun var alltaf sú að fá að spila alla leiki. Ég vildi miklu frekar taka þetta skref til Coventry og fá að spila reglu- lega en að spila varaliðsleiki með Middlesbrough eða Hull og fá að sitja á bekknum í varaliðinu kannski. Ef maður ætlar að spila með landslið- inu sínu verður maður að spila reglu- lega og ég vil spila með landsliðinu,“ segir Aron ákveðinn en landsliðssæt- ið skiptir hann miklu máli. Coleman er toppeintak Chris Coleman er knattspyrnu- stjóri Coventry en hann stjórnaði Fulham með miklum myndarskap áður en hann var látinn fara þaðan. Hann var um tíma yngsti þjálfarinn í úrvalsdeildinni ensku. Coleman sagði við fjölmiðla spurður um Aron að hann væri mjög góður leikmaður og væri kominn langt miðað við ald- ur. Hann varaði þó alla við að hann væri aðeins nítján ára gamall og ekki mætti bera of miklar væntingar til hans. Ítrekaði Coleman þó að Aron ætti eftir að gagnast Coventry vel og hefur hann valið Aron í byrjunarliðið í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. „Þegar ég hitti Coleman leist mér strax á hans hugmyndir um hvern- ig fótbolta hann ætlar að spila. Þessi orð hans endurspegla klárlega fyrstu kynni mín af honum. Ég var búinn að skrifa undir þegar ég hitti hann. Hann var mjög ánægður með það því hann hafði mikinn áhuga á að fá mig. Hann hafði séð mig spila með lands- liðinu og talað við Heiðar Helguson sem var hjá honum í Fulham. Hann vill samt ekki leggja of mikla pressu á mig strax ef ég skyldi ekki þola press- una og því eru þessi orð hans mjög rökrétt, þannig að stuðningsmenn- irnir geri sér ekki of miklar vonir. Coleman er toppeintak af manni og mjög nettur gaur að tala við. Hann passar sig að vera ekki í of nánu sam- bandi við leikmenn sína en það er mjög gott að tala við hann og vel hægt að „djóka“ með honum. Hann er frábær þjálfari líka og undirbún- ingstímabilið var svakalega erf- itt. Klárlega það erfiðasta sem ég hef upplifað. Coleman lagði samt mikið upp úr að spila líka fótbolta og hafa gaman af hlutunum,“ segir Aron sem er mjög ánægður með lífið í Cov- entry og brosti í hvert sinn sem talið barst að liðinu eða borginni. Betur borgað en unglingavinnan Tímabilið á Englandi er rétt nýhafið og Aron hefur farið vel af stað. En hvað vill þessi ungi norð- anmaður fá út úr þess- um næstu níu mánuðum sem enska fyrsta deildin hefur upp á að bjóða? „Ég vil bæta mig sem leikmaður og fá að spila reglulega. Það er það sem ég legg upp með en ég ætla ekkert að gefa upp um hvort takmark okkar sé að vinna deildina eða neitt þannig. Ég vil hafa gaman af fótbolta þó að ég sé atvinnumaður. Það skiptir ekki máli í hverju þú ert, þú þarft alltaf að hafa gaman af því. Í Hollandi hafði ég ekkert gaman af fóbolta en nú geri ég það og líður vel,“ segir Aron en hvað fær pjakkur eins og hann borgað í at- vinnumennsku á Englandi? ,„Ég er nú bara nítján ára en ég fæ meira en fólkið í unglingavinnunni og Bónus allavega,“ segir Aron og hlær. „Þetta er auð- vitað vel borgað en maður þarf að vera skynsamur að leggja fyrir það sem maður getur. Ég lifi þetta allavega alveg af,“ segir Aron Einar léttur að lokum. tomas@dv.is Aron Einar Gunnarsson er nítján ára landsliðsmaður í fótbolta frá Akur- eyri. Hann bjó í Þórs-hluta bæjarins og lék bæði handbolta og fótbolta með félaginu á yngri árum. Hann var að eigin sögn miklu betri handknattleiks- maður en knattspyrnumaður en valdi síðari greinina á endanum. Hann á að baki 29 landsleiki með yngri landsliðum Íslands en var óvænt kallaður í A-landsliðið í byrjun árs. Hann sló strax í gegn með því og er nú lykilmað- ur í landsliði Íslands. Árangur hans með landsliðinu vakti áhuga liða á Englandi og leikur hann nú með Coventry undir stjórn Chris Coleman og hefur verið í byrjunarliði í fyrstu þremur leikjum sínum þar og fengið góða dóma. Tómas Þór Þórðarson hitti Aron Einar þegar hann var á land- inu í vikunni og ræddi við þennan mikla hæfileikadreng. Kom sér sjálfur á korti VAKTi sTrAx AThyGli aron Einar bar af á vellinum þegar hann lék fyrst í landsleik hér heima gegn Færeyjum fyrr á árinu. mynd siGurður GunnArsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.