Lögmannablaðið - 01.06.2003, Side 10
10
Hið æsispennandi meistaramót LMFÍ í knatt-leik innanhúss var haldið þann 9. maí sl og
tóku átta lið þátt í keppninni. Óhætt er að segja að
mikil spenna hafi verið fyrir mótið þar sem sumir
voru þeirrar skoðunar að Mörkin myndi þurfa að
horfa á eftir titlinum. Svo voru aðrir að vonast
eftir að bleika liðið, sem setti svo litríkan svip á
síðasta mót, myndi mæta aftur til leiks og festa sig
í sessi.
Eins og gefur að skilja þurfa strangar reglur að
gilda þegar lögmenn kljást, hvort sem það er
innan eða utan vallar, innan eða utan dómssalar.
Eða eins og máltækið segir: „Sjaldan er gott að
skilja starfið eftir heima.“ Aga- og íþróttanefnd
LMFÍ hefur sett ákveðnar reglur sem birtast nú í
fyrsta sinn opinberlega á prenti.
Alls átta lið kepptu að þessu sinni og mun það
vera metþátttaka að teknu tilliti til Alþingiskosn-
inga næsta dag þar sem margir lögmenn voru
einnig að reyna að ná boltanum (og tókst þó
nokkrum...).
Mótið tókst í alla staði mjög vel, keppendur
sýndu mótherjum sínum fyllstu kurteisi í hví-
vetna, enginn fór meiddur af velli, enginn var sár
og enginn var reiður. Keppt var í tveimur riðlum
og fór svo sem forspáir menn höfðu sagt; Mörkin
vann ekki í þetta sinn og þær bleiku birtust ekki að
nýju sem voru vonbrigði. Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti Reynsla og léttleiki
2. sæti Mörkin
3. sæti Grínarafélagið
Endanleg niðurstaða í riðlakeppninni:
A riðill:
1. Grínarafélagið 2 1 0 5:2 7
2. Mörkin 2 0 1 7:4 6
3. KF Þruman 1 1 1 3:3 4
4. LA Law 0 0 3 1:7 0
B riðill:
1. Eldingin 2 1 0 9:4 7
2. RogL 2 0 1 10:8 6
3. Logos 0 2 1 1:5 2
4. Íslandsbanki 0 1 2 2:5 1
Undanúrslit:
Eldingin – Mörkin 1-2
Grínarafélagið – RogL 2-3
Leikið um 3. sætið:
Grínarafélagið – Eldingin 3-2
Úrslitaleikur:
RogL – Mörkin 2-0
2 / 2 0 0 3
MEISTARAMÓT
í knattleik innanhúss
Hið sigursæla lið, Reynsla og léttleiki, hampar hér
glaðlega bikarnum.
Námskeið
Ég tek að mér að kenna knattspyrnu.
M.a. yrði tekið fyrir hvernig á að rífast
við dómarann, sparka í andstæðinginn
án þess að vera rekinn útaf, leikræn
tjáning ef brotið er á leikmanni, val
búninga ofl., myndi henta vel fyrir
næsta fótboltamót.
Smári Hilmarsson hdl