Lögmannablaðið - 01.06.2003, Síða 27
27
félagsins 5 tíma skráða sem endurmenntun á ári
fyrir störf sín í þessum nefndum. Þeir sem ljúka
fleiri tímum en 80 á fimm ára tímabilinu geta
tekið umfram tímana yfir á næsta tímabil. Hægt
er að veita undanþágur frá lágmarskröfum um
endurmenntun í tilteknum tilvikum, t.d. ef hlutað-
eigandi er fjarverandi vegna langvarandi veik-
inda.
Hafi lögmaður ekki lokið tilskyldum tíma-
fjölda á tímabilinu, þarf hann að greiða NOK
3.000 gegn því að fá send tiltekin námskeiðs-
gögn. Einnig þarf viðkomandi að greiða norska
lögmannafélaginu sekt, sem ræðst af fjölda tíma
sem vantar upp á að 80 tíma skyldunni sé full-
nægt, en sektarfjárhæðin er á bilinu NOK. 2.000
til 22.000 allt eftir því hve mörgum tímum er
ólokið.
Það er á ábyrgð sjálfstætt starfandi lögmanna
að fulltrúar þeirra ljúki tilskyldum tímafjölda og
geta þeir orðið greiðsluskyldir gagnvart norska
lögmannafélaginu, hafi fulltrúar þeirra ekki lokið
þeim tímafjölda og ekki greitt sektina. Sé full-
nægjandi tímafjölda ekki skilað eða sekt greidd,
er hægt að grípa til róttækari ráðstafana á grund-
velli samþykkta norska lögmannafélagins.
Reglur um skylduendurmenntun lögmanna í
Belgíu (Flandri) er með svipuðu sniði og í Nor-
egi. Þeir lögmenn sem reglurnar ná til þurfa að
ljúka að lágmarki 16 endurmenntunarstundum á
ári, þar af a.m.k. 8 stundum í hreinni lögfræði og
allt að 8 stundum í „practical matters“. Inneign,
þ.e. tímasókn umfram skyldu má færa á milli ára.
Einingar eru gefnar fyrir kennslu eða mætingu á
námskeið eða seminör, framsögu eða mætingu á
ráðstefnur, greinaskrif á sviði lögfræði og
umfangsmeiri fræðistörf, þ.e. ritun fræðibóka.
Sem dæmi um einingafjölda má nefna að mæting
á námskeið gefur 1 einingu fyrir hvern setinn
tíma, kennsla veitir 2 einingar fyrir hverja kennda
stund, ritun fræðigreinar gefur 3 einingar og ritun
fræðirits 16 einingar. Sérstök nefnd, sem sam-
anstendur af fjórum lögmönnum og þremur laga-
prófessorum metur hvaða framlag gefur einingar
og hvað margar einingar hvert framlag veitir.
Innan samtaka evrópskra lögmannafélaga
(CCBE), sem Lögmannafélagið er aðili að,
starfar sérstök nefnd sem vinnur að tillögu um
skylduendurmenntun lögmannna í aðildarfé-
lögum þess. Markmið CCBE með upptöku slíkrar
skyldu er m.a. að viðhalda og bæta þekkingu lög-
manna sem sérfræðinga á sviði lögfræði og jafn-
framt beitingu þekkingarinnar. Með því er leitast
við að tryggja tilvist stéttarinnar, auka gæði lög-
mannsþjónustu, að vernda þá sem kaupa lög-
mannsþjónustu og að tryggja nægt framboð end-
urmenntunarnámskeiða á sviði lögfræði. Þegar
liggja fyrir drög CCBE að grunnreglum um
skyldu endurmenntun lögmanna, sem svipar mjög
til þess sem tekið hefur verið upp í Noregi og
Belgíu. Hins vegar er ekki ljóst hvenær þessar
reglur verða lagðar fyrir í endanlegu formi né
hvenær þær kunna að verða samþykktar.
Með því að taka upp endurmenntunarskyldu
telur stjórn Lögmannafélagsins að hægt verði að
efla þekkingu lögmanna, hæfni þeirra og vellíðan
í starfi. Með því verði lögmenn færari til að
takast á við og leysa sífellt fjölbreyttari og flókn-
ari verkefni sem þeir fá til úrlausnar og sem sam-
ræmist þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra á
hverjum tíma. Í þeim löndum sem endurmenntun-
arskylda hefur verið tekin upp hefur þetta fyrir-
komulag einnig aukið stéttarvitund og samheldni
lögmanna auk þess að hafa í för með sér jákvæð
ímyndaráhrif út á við. Sama er að segja um
reynslu annarra starfsstétta hérlendis og erlendis,
sem tekið hafa upp endurmenntunarskyldu en
slíkar reglur hafa t.d. gilt um félagsmenn FLE,
félags löggiltra endurskoðenda, um árbil, saman-
ber reglurgerð nr. 673/1998 og gefist vel.
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Skil fjárvörsluyfirlýsinga
vegna ársins 2002
Félagið minnir sjálfstætt starfandi lög-
menn á að skila inn yfirlýsingum vegna
fjárvörslureikninga og verðbréfaskrár
fyrir árið 2002, en skilafrestur rennur út
1. september n.k.
Eyðublöð hafa verið send lögmönnum,
en eyðublaðið má einnig finna á heima-
síðu félagins, en slóðin er:
www.lmfi.is/documents/eydublad
_fjarvorslur.pdf