Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 4
4 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 leiðAri Trúnaðarsamband verjenda og sakborning verður að vera tryggt Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli S-553/2013, í svokölluðu imon-máli, er þess getið í niðurlagi dómsins að við hlerun símtala tveggja ákærðu í málinu hafi sérstakur saksóknari tekið upp símtöl ákærðu við verjendur sína vegna rannsóknar málsins og ekki eytt upptökunum þegar í stað. með því hafi verið brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 36. og 1. mgr. 85. gr. sakamálalaganna. Sérstakur saksóknari hefur svarað því til í fjölmiðlum eftir að dómurinn féll að verklag embættisins við hlerun símtala sé á þann veg að öll símtöl í tiltekið númer, sem heimild er til að hlera, séu tekin upp og svo sé farið yfir þau eftir á. Símtöl til verjenda eigi að merkja til eyðingar en vegna mistaka hafi það ekki verið gert. Fyrir liggur hins vegar að mistökin komu ekki eingöngu upp í þessu tiltekna máli. Verjandi eins ákærða í svokölluðu Al-Thani máli hefur upplýst í fjölmiðlum að hann hafi af tilviljun fengið upplýsingar um að símtöl hans og skjólstæðings síns hafi verið tekin upp hjá embætti sérstaks saksóknara en ekki eytt. Tilfellið var kært til þeirrar stofnunar sem hefur eftirlit með hlerunum, þ.e. ríkissaksóknara, sem kallaði eftir og fékk þær skýringar frá embætti sérstaks saksóknara að um mistök starfsmanns hafi verið að ræða. Var svo málið látið niður falla. Athugasemdalaus framkvæmd hjá embætti sérstaks saksóknara virðist þannig ganga út á að öll símtöl, þar með talið símtöl við verjendur, séu tekin upp og geymd allt þar til unnt er að yfirfara upptökurnar þar sem ekki sé hægt að hlusta í rauntíma. Þá er upptökum af símtölum við verjendur eytt, en sem fyrr segir virðist sem ýmis mistök hafi komið upp við þá yfirferð. en jafnvel þótt slík mistök eigi sér ekki stað, þá eru símtöl sakbornings og verjenda tekin upp og geymd í tiltekinn tíma. Því má velta fyrir sér hvort það eitt og sér sé eðlilegt og hvernig eftirliti með geymslu á þessum upptökum sé háttað. er til að mynda hægt að rekja hverjir hafi hlustað á símtölin, hve oft og þá hve mikinn hluta þeirra? Þótt ekki sé verið að draga í efa heilindi starfsmanna sérstaks saksóknara eða lögregluyfirvalda almennt þá er alveg ljóst að þegar um jafnviðkvæm gögn er að ræða og raun ber vitni verður meðhöndlun þeirra að vera hafin yfir allan vafa. Trúnaðarsamband verjenda og sakbornings verður að vera tryggt. eftirlit lítið sem ekkert Viðbrögð sérstaks saksóknara í fjölmiðum eftir uppkvaðningu dómsins voru á þá leið að hann hyggist beita sér fyrir því að gera breytingar þannig að atvik sem þessi endurtaki sig ekki. Það er góðra gjalda vert en ekki væri síður mikilvægt ef sérstakur saksóknari myndi beita sér fyrir því að upplýsa hversu oft það hefur gerst fram til þessa að upptökum af símtölum verjenda og sakborninga hafi ekki verið eytt í samræmi við ákvæði sakamálalaganna. einnig verður að velta upp með hvaða hætti staðið er að eftirliti með símhlerunum og hvort nægjanlegt fjármagn sé til staðar til þess að það eftirlit sé fullnægjandi. Í þessu samhengi má rifja upp að Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, tjáði sig um það í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum að þessu eftirliti væri ekkert sinnt vegna manneklu hjá embættinu. mikið umfang Þá er einnig tilefni til þess að staldra við og velta fyrir sér almennt þróuninni varðandi hleranir. Ljóst er að þeim hefur verið beitt í miklum mæli undanfarin ár án þess að það hafi vakið mikla athygli eða umræðu. Í svari við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar á þingi í ársbyrjun 2013 kom fram hjá þáverandi innanríkisráðherra að á árunum 2008-2012 hafi alls 875 beiðnir um hleranir komið fram frá lögreglustjóraembættum og embættum sérstaks saksóknara og að aðeins hafi verið synjað um hlerun í sex tilfellum. Í eitt skipti var sami aðili hleraður í samfellt 110 daga. Líkt og við á um öll íþyngjandi rannsóknarúrræði þá ber að beita hlerunum af varúð og eingöngu í undantekningartilfellum, enda brýtur hún gegn mannréttindum þeirra sem fyrir verða. Því má velta fyrir sér hvort sú kerfið endurspegli þá hugsun í ljósi þeirrar tölfræði og þróunar sem hér að ofan greinir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.