Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 8
8 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 lAGADAGUrinn 2014 Sá sem stjórnar fjárveitingum, stjórnar í reynd Aðalmálstofa Lagadagsins 2014 bar yfirskriftina „Löggjöf um efni fram?“ og fjallaði um samspil laga og fjárlaga. málstofustjóri var Skúli magnússon, héraðsdómari, sem opnaði málstofuna með frásögn af atburðum sem áttu sér stað í danmörku 1885 þegar forsætisráðherra dana var sýnt banatilræði. danmörk rambaði á barmi borgarastyrjaldar vegna deilna er snerust um þingræði og fjárveitingavald þingsins en fjárveit- ingum var að miklu leyti stjórnað með bráðabirgðalögum. Í máli hans kom fram að baráttan í evrópu á þessum tíma hafi ekki síst snúist um þá reglu sem nú er víðast stjórnarskrárbundin; að enga skatta megi setja á nema með lögum. Fjárveitingavald þings er mikilvægur hluti af þingræði, sá sem stjórnar fjárveitingum stjórnar í reynd. „Lagasetningarvald án fjárveitingavalds er orðin tóm,“ sagði hann. raunveruleg pólitísk forgangsröðun birtist oft í fjárveitingum Fyrri framsaga málstofunnar var á höndum Ragnhildar Helgadóttur, prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur lýsti í erindi sínu hinum stjórnskipulega ramma um fjárlög og fræðikenningum um samspil laga og fjárlaga, auk þess að ræða af hverju þetta samspil skiptir máli. Hún rakti stjórnarskrárákvæðin um fjárstjórnarvaldið og sagði meginregluna um fjárstjórn þingsins styðjast við þau augljósu rök að bæði það að ákveða hvaðan tekjur koma og í hvað eigi að nota fjármuni sé kjarnaatriði í stjórnmálum. Hin hliðin á peningnum sé sú að raunveruleg pólitísk forgangsröðun birtist oft í fjárveitingum. munur á fjárlögum og almennum lögum Ragnhildur rakti þann greinarmun sem telja verður á lögum og fjárlögum en sagði hann þó ekki alveg skýran. Sú kenning sé uppi að um sé að ræða tvær mismunandi réttarheimildir, með mismunandi réttaráhrif, þar sem hvorug haggar hinni. Lög geti þannig ekki breytt fjárlögum og öfugt. Ljóst sé þó að kenningin sé umdeild og að mati fyrirlesara umdeilanleg. Það sé óljóst að hve miklu leyti þessi aðskilnaður laga og fjárlaga byggist á kenningum um eðlismun á þessu Löggjöf um efni fram? „raunveruleg pólitísk forgangsröðun birtist oft í fjárveitingum“ F.v. Skúli magnússon, ragnhildur Helgadóttir, páll Þórhallsson, Bjarni Benediktsson, katrín Júlíusdóttir, kristín völundardóttir og Sigrún Brynja einarsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.