Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 12
12 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14
lAGADAGUrinn 2014
Á FJöLmennuSTu mÁLSTOFu
lagadagsins þetta árið var rætt
um hlutverk lögfræðinga í rekstri
fyrirtækja. Á undanförum árum hefur
orðið algengara að fyrirtæki ráði
svokallaða innanhússlögfræðinga
til starfa en áður voru það einkum
sveitarfélög og tryggingafélög sem
réðu þá. Þátttakendur málstofunnar
voru Heiðrún Jónsdóttir, lögmaður
á Aktis lögmannsstofu og fyrrum
framkvæmdastjóri lögfræðis viðs
eimskips, Helga melkorka óttars-
dóttir, einn eigenda og faglegur fram-
kvæmdastjóri Logos, Jónína Lárus dóttir,
yfirlögfræðingur Arion banka og Tómas
eiríksson, yfirlögfræðingur össurar.
Stjórnandi málstofunnar var Árni
Sigurjónsson, yfirlögfræðingur marels.
Þrír hópar
innanhússlögfræðinga
Á málstofunni var meðal annars rætt um
hlutverk og stöðu innan hússlögfræðinga
í skipuriti fyrirtækja, sjálfstæði þeirra
í starfi, samstarf þeirra við utan húss-
lögmenn, ávinning fyrirtækja af því að
ráða innan húss lögfræðinga til starfa og
hvers vegna lögfræðingar ættu að sækja
um slík störf.
Fram kom að skipta mætti innan-
húss lögfræðingum í þrjá hópa. Í
fyrsta lagi þá sem sinntu afmörkuðum
verkefnum innan deilda fyrirtækja.
Í öðru lagi þá sem sinntu tilteknum
rekstrarþáttum, samningum o.s.frv.
(e. inhouse counsel) og loks í þriðja
lagi þá sem sinntu fyrirtækjaráðgjöf
(e. corporate counsel). gjarnan sinntu
lögfræðingar þó verkefnum sem féllu í
tvo síðarnefndu flokkana og bæru þá
starfsheitið yfirlögfræðingur (e. general
counsel).
munur á lögmönnum innan
og utan fyrirtækja
Þátttakendur virtust sammála um að
með nokkurri einföldun mætti segja
að hlutverk innanhússlögfræðinga
væri fremur fólgið í því að vinna
að stefnumótun til framtíðar og
koma í veg fyrir „slys“ á meðan
utanhússlögmenn kæmu að málum
eftir að ákvarðanir hefðu verið
teknar og „slökkva þyrfti elda“. Af
þessum sökum væri mikilvægt að
innanhússlögfræðingar hefðu aðgang
að mikilvægum upplýsingum úr
rekstri fyrirtækis og störfuðu náið með
æðstu stjórnendum þess. Oft á tíðum
væru æðstu stjórnendur fyrirtækja
ekki lögfræðimenntaðir og áttuðu sig
því ekki alltaf á þeim lögfræðilegu
álitaefnum sem taka þyrfti til skoðunar
hverju sinni. Það væri hins vegar
hlutverk innanhússlögfræðinga að
koma auga á þessi álitaefni. Þeir væri
því oft í því hlutverki að „búa til“
málin meðan utanhússlögmenn fengju
„tilbúin“ mál í hendur.
Þrátt fyrir mikilvægi innanhúss-
lögfræðinga virtust þátttakendur á
einu máli um að þeir kæmu ekki í
stað utanhússlögmanna. Sum mál,
einkum þau sem vörðuðu mikla hags-
muni, tengdust fyrirtæki eða æðstu
stjórnendum þess náið eða mál sem
rekin væru fyrir dómstólum, væru þess
eðlis að betur færi á að úthýsa þeim til
utanhússlögmanna. Í slíkum tilvikum
gegndi innanhússlögfræðingur hins
vegar því mikilvæga hlutverki að
skilgreina verkefnið sem falið væri
utanhúslögmanninum, útvega gögn
o.s.frv. Þá gæfist gjarnan færi á að
kafa dýpra ofan í hlutina heldur en
ef enginn lögfræðingur starfaði innan
veggja fyrirtækisins. Þá væri eðli
máls samkvæmt munur á réttarstöðu
innanhússlögfræðinga, sem ættu í
vinnuréttarsambandi við fyrirtækin,
Hlutverk lögfræðinga í rekstri fyrirtækja
– hryggjarstykki eða hraðahindrun?
F.v. Árni Sigurjónsson, Helga m. óttarsdóttir, Jónína Lárusdóttir,
Heiðrún Jónsdóttir og páll eiríksson.