Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 20
20 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 lAGADAGUrinn 2014 valdheimildir stjórnsýslunnar önnuR FJöLmennASTA mÁLSTOFA Lagadagsins 2014 var um vald- heim ildir stjórnsýslunnar. Hafsteinn dan Kristjánsson, aðstoðar maður umboðsmanns Alþingis og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands var með inngangserindi þar sem hann fjallaði um þvingunarráðstafanir og vald heimildir stjórnsýslunnar. Til að varpa ljósi á valdheimildir stjórnvalda og hvernig meðferð þeirra skuli háttað leit Hafsteinn til grunngilda réttarríkisins sem skapa stjórnsýslunni og ríkisvaldinu þann ramma sem það þarf að starfa eftir. ef gengið er út frá því að valdið komi frá borgurunum, og því beri að beita í þágu þeirra, þá strax skapar það ákveðinn ramma og óskráðar reglur. Lýðræði, vald- greining, réttarríki, mannréttindi og fleiri grunngildi eru undirstaða megin reglna stjórnsýsluréttarins, svo sem lögmætisreglunnar, rétt mætis - reglunnar, reglunnar um með al hóf, rannsóknarskyldunnar, jafnræðis- reglunnar o.s.frv. Vandaðir stjórn- sýsluhættir og um leið vönduð beiting valdheimilda gengur lengra en bara að fara eftir lögum í víðtækri merkingu, því það þarf einnig að líta til óskráðra meginreglna, undir stöðu- viðmiða og grunngilda. einfaldað svar Hafsteins við því hvernig beri að beita stjórnsýslureglum var að þeim skuli beitt á forsvaranlegan og helst vandaðan hátt. Hagmunir almennings Að loknu erindi Hafsteins tóku við umræður þar sem unnur gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Páll gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknar stjóri, garðar g. gíslason hdl. hjá LeX og gunnar Sturluson hrl. hjá LOgOS tóku þátt. eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, stjórnaði umræðum. Páll gunnar, Bryndís og unnur, fulltrúar stjórnvalda í umræðunum, lögðu öll áherslu á að þeir hagsmunir sem stjórnvöld væru að gæta væru almannahagsmunir og að stjórnvöld væru mjög meðvituð um að gæta að meginreglum stjórnsýsluréttarins við beitingu valdheimilda. Páll gunnar tók sérstaklega fram að umræðan hjá lögmönnum og atvinnulífinu væri gjarnan út frá hagsmunum viðkomandi fyrirtækis, þ.e. að vernda þyrfti fyrir- tækin gegn ágangi eftirlitsaðila. Þessi orðræða fór að hans mati hátt fyrir hrun og hún væri að fara á stjá aftur. Hann taldi lögmenn horfa alltof lítið til meginhlutverks eftirlitsaðila – þ.e. almannahagsmunanna sem þeim er falið að efla. Of langt gengið? Þetta viðhorf Páls endurspeglaðist í umræðum lögmannanna tveggja í pallborðinu, þeirra garðars og gunnars, þar sem þeir gerðu báðir að umtalsefni að of langt hefði verið gengið í beitingu valdheimilda í kjölfar hrunsins. gunnar lagið áherslu á að við rannsóknir, s.s. húsleitir, hefði í mörgum tilvikum verið gengið miklu lengra en meðalhófið leyfir. Til dæmis virtust engin takmörk á því hvaða gögn stjórnvöld leyfðu sér að leggja hald á við húsleitir algjörlega óháð því hvort þau tengdust rannsókninni eða ekki. garðar leiddi umræðuna að því hvernig valdheimildum hefði eftir hrun verið „dreift eins og karmellum“. Bæði hefðu nýjar valdheimildir verið fengnar stjórnvöldum eins og Seðlabanka Íslands, og vísaði þar til gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, en svo einnig að eldri stjórnvöld hefðu fengið mjög auknar valdheimildir. Beiting þessara nýju valdheimilda hefðu að hans mati ekki verið með nægilega góðum hætti. gunnar benti á að það væri engan veginn eðlilegt að stjórnvöld væru með sömu rannsóknarheimildir og lögregla í F.v. unnur gunnarsdóttir, Bryndís kristjánsdóttir og páll gunnar pálsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.