Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 24
24 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 Aðsent efni HrÓBJArtUr JÓnAtAnsson Hrl. SKiPTiR mÁLi Við úrlausn dómsmáls hver bakgrunnur dómarans er? nýleg greinarskrif lögmanns með áratuga reynslu af verjendastörfum í sakamálum um tiltekið dómsmál, annars vegar, og nýkjörins formanns dómarafélags Íslands, hins vegar, vöktu með mér hugrenningar af þessu tagi. Brynjar níelsson, fyrrverandi for- maður Lögmannafélags Íslands, tjáði sig nýverið í grein sem hann ritaði á Pressan.is um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svonefndu Al Thani máli þar sem fjórir einstaklingar voru dæmdir til áralangrar fangelsisvistar vegna markaðsmisnotkunar og umboðs svika. niðurstaða Brynjars er sú að héraðsdómurinn sé rangur og raunar sé sekt ákærðu langt frá því að vera hafin yfir skynsamlegan vafa. ég ætla ekki að fjalla efnislega um grein Brynjars að öðru leyti hér. Það sem vakti mig til umhugsunar um bakgrunn dómara og skipan dómstóla er hversu ólík nálgun Brynjars og héraðsdóms er varðandi það hvort að sönnunarfærsla ákæruvaldsins um ætlaða refsiverða háttsemi hinna ákærðu teldist hafa fullnægt áskilnaði um fullnægjandi sönnun í refsimáli. Brynjar ritaði ekki greinina sem verjandi tiltekinna sakborninga í málinu, að því er séð verður, heldur tjáði sig úr frá þeirri lögfræðilegu sýn sem hann hafði á málið sem reyndur lögmaður og verjandi í sakamálum til áratuga. Hinir löglærðu héraðsdómarar í fjölskipuðum dómi í málinu hafa á sínum starfsferli að mestu unnið við saksókn og lögreglumál auk dómsstarfa. Annar þeirra stundaði þó lögmannsstörf um skeið fyrir alllöngu síðan. Hin ólíku viðhorf Brynjars og héraðsdómaranna til þess hvort að háttsemi sakborninga í Al Thani málinu teljist refsiverð eður ei veita vísbendingu um að bakgrunnur dómarans kunni að skipta máli um niðurstöðu máls. draga má þá ályktun að það kunni mögulega að skipta verulegu máli fyrir sakborning í sakamáli hvort að dómarinn í málinu hafi langa reynslu sem sækjandi í sakamálum eða hvort hann hafi reynslu af verjendastörfum í sakamálum svo dæmi sé tekið. Ásýnd hlutleysis mikilvæg Skúli magnússon, formaður dómara- félagsins, kastaði því fram í blaðagrein um daginn að veikir dómstólar og illa launaðir dómarar væru í hættu að láta undan þrýstingi frá öflugu ákæruvaldi. Þessi ummæli hans eru athyglisverð. Sjálfsagt er það oftúlkun að skilja þau svo að það sé þekkt að ákæruvaldið sé að beita dómstóla þrýstingi. Hins vegar, bera ummæli hans það með sér að sú hætta sé fyrir hendi að mati formannsins. Sé það raunin er sjálfsagt óheppilegt að einstaklingar með áratuga reynslu sem saksóknarar fái þau verkefni sem nýskipaðir dómarar að dæma í sakamálum, að minnsta kosti, í beinu framhaldi af því að skipta um starfsvettvang. Slíkt kann að rýra þá ásýnd hlutleysis og trúverðugleika sem dómstólar verða að hafa. Í þessu sambandi er vert að benda á að velflestir dómarar hafa starfað lungann úr sinni starfsævi hjá ríkinu. Fæstir dómarar koma úr röðum lög- manna eða úr einkageiranum. Í hópi níu hæstaréttardómara nú eru einvörðungu tveir dómarar sem hafa reynslu af almennum lögmannsstörfum og þá raunar fyrir u.þ.b. 20 árum síðan. er þeir voru skipaðir í réttinn höfðu þeir stundað lagakennslu um árabil. Aðrir núverandi hæstaréttardómarar hafa stærstan hluta síns starfsferils sinnt dómsstörfum eða verið við lagakennslu eða stundað hvort tveggja. Alkunna er að fólk og fyrirtæki eiga í sífelldum útistöðum við hið opinbera sem rata til dómstóla, svo sem vegna skattamála og íþyngjandi ráðstafana af ýmsu tagi sem álitamál kann að vera um hvort brjóti m.a. á stjórnarskrárvörðum réttindum. Spyrja má hvort að öruggt sé að hæstaréttardómarar sem hafa sína starfsreynslu eingöngu úr dómsstörfum eða stjórnsýslu geti leitt fram öll sjónarmið sem skipta máli við úrlausn dómsmáls? ýmsir hafa dregið þær ályktanir af dómsniðurstöðum í skattamálum til dæmis að málstaður ríkisins njóti meiri samúðar en skattgreiðandans. ekki skal fullyrt um það hér. myndi skipta máli við úrlausn skattamála ef nokkur hluti hæstaréttardómara hefði víðtæka reynslu af lögmannsþjónustu við atvinnulífið? Það er ekki útilokað. Við þekkjum einnig nýlega dóma Hæstaréttar þar sem ekki er fallist á að samskipti lögmanns og skjólstæðings hans sé trúnaðarsamband sem njóti verndar. Lögmenn hafa gagnrýnt þær niðurstöður. má ætla að önnur niðurstaða hefði fengist ef hluti dómara í þeim málum hefði víðtæka reynslu af lögmannsstörfum? Það er ekki ólíklegt. nú situr enginn í Hæstarétti með „ferska“ lögmannsreynslu. Jón Steinar gunnlaugsson var lögmaður til áratuga áður hann settist í Hæstarétt. Hann Hvaðan kemur dómarinn?

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.