Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 21
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 21 lAGADAGUrinn 2014 málum sem varða brot á almennum hegningarlöglum. Leiðbeiningahlutverk stjórnvalda nokkur umræða átti sér stað í pallborði um leiðbeiningarhlutverk stjórnvalda. Fulltrúar lögmanna lögðu áherslu á hve mikilvægt það væri fyrir fólk og fyrirtæki að geta fengið leiðbeiningar frá stjórnvöldum um það hvernig á að hegða sér við tilteknar aðstæður og tryggja þannig fyrirfram að fyrirtækin starfi í samræmi við lög og reglur. Páll gunnar benti á að í um 80% tilvika þar sem upp hefur komist um brotlega háttsemi þá hafi fyrirtæki áður fengið leiðbeiningu frá Samkeppniseftirlitinu. Þá nefndi Páll að á síðasta ári hefði eftirlitið átt um 800 fundi með fólki og fyrirtækjum þar sem veittar voru leiðbeiningar. unnur nefndi einnig að mikil orka færi í það hjá Fjármálaeftirilitinu að veita leiðbeiningar en að stjórnvöld yrðu að vera mjög meðvituð um að ganga ekki of langt í því hlutverki sínu. Stjórnvöld megi þannig alls ekki verða einhvers konar meðákvörðunaraðili fyrirtækja á viðkomandi markaði, sem gæti orðið mjög hættulegt samspil. í lokin Af umræðum mátti helst ráða að lögmenn teldu að mikið skorti upp á að stjórnvöld hefðu beitt valdheimildum sínum á forsvaranlegan og vandaðan hátt í kjölfar hrunsins og að of langt hefði verið gengið í að fá stjórnvöldum valdheimildir sem ekki voru til staðar áður. eins og gefur að skilja voru fulltrúar stjórnvalda ekki sammála þessari túlkun og lögðu áherslu á að stjórnvöld væru varfærin í beitingu valdheimilda og að engar ákvarðanir væru teknar nema að mjög vel ígrunduðu máli. Katrín Helga Hallgrímsdóttir hdl. Skemmuvegi 4 // Sími 540 1800 // www.prent.is Hafsteinn dan kristjánsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.