Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 29
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 29
Á léttUM nÓtUM
nægja að mynda sig með norðurþúfu
í baksýn í dásemdar veðri á toppi
veraldarinnar. enn aðrir önduðu að
sér orkunni sem á að vera á jöklinum,
leituðu örlítið að leiðinni að miðju
jarðar og litu grunsemdaraugum í
kringum sig í leit að geimverum. Svo
var um að gera að næra sig aðeins fyrir
niðurleiðina.
Sjálfræðissvipting
niðurgangan hófst í línunni sem fyrr
og það var ekki laust við að það
kæmi smá fiðringur í mann að horfa á
skíðamennina sem brunuðu fram hjá.
einhver galsi hljóp í leiðsögumennina
sem lá skyndilega lífið á, slíkur var
hraðinn. Línurnar voru strekktar til
hins ítrasta og það var ekki fyrr en
þeir er aftar voru höfðu ítrekað beðist
vægðar með að þenja sig verulega að
færi gafst á smá pústi. Þegar við vorum
laus úr prísundinni hafði einhver á
orði að þessi meðferð jaðraði við
sjálfræðissviptingu.
Sólin skein glatt og afleiðingar þess
létu ekki á sér standa, færið þyngdist
og skrefadýptin jókst. einhvern veginn
fann maður aldrei mátuleg spor til að
stíga í. nú var líka þreytan farin að
segja til sín. en allt hafðist þetta og
allir skiluðu sér í bílana. Sumir gengu
lengra en aðrir, langleiðina niður að
Arnarstapa.
pollapönk og pottur
Hluti hópsins ók heimleiðis strax að
lokinni hressandi göngu en aðrir héldu
í Amtsmannshúsið á Arnarstapa, þar
sem Lára V. Júlíusdóttir og Þorsteinn
Haraldsson ráða ríkjum. Það var ekki
amalegt að láta líða úr sér í heita
pottinum meðan húsbóndinn og
einar Karl Hallvarðsson sáu um að
grilla dýrindis lambakjöt. maturinn
smakkaðist með eindæmum vel, svo
var horft á Polla pönkara flytja framlag
Íslands á loka kvöldi eurovision, og
spjallað fram eftir kvöldi.
Ferðin var einstaklega vel heppnuð
í alla staði. Það er alltaf ánægjulegt að
hitta kollegana í afslöppuðu umhverfi,
sjá ný andlit og kynnast þeim er ekki
hafa orðið á vegi manns áður.
Erla S. Árnadóttir
Þrír lögmenn lögðust í snjóinn á toppi Snæfellsjökuls með von um að verða numdir á
brott af geimverum.
þetta því miður til þess að bæði fram-
kvæmd síma hlustunar og eftirlit með
henni sé ófull nægjandi.
Leiðir til úrbóta
Að því er framkvæmdina varðar, hefur
áður á þessum vettvangi verið fjallað
um að ýmsar leiðir væru til úrbóta
(sjá 1. tbl. 2013, bls. 22-23). Til dæmis
að hlutlaus aðili eyði upptökum með
símtölum verjanda og sakbornings áður
en rannsakandi fer yfir upptökur. Þá
hlýtur að vera hægt að stöðva upptöku
þegar hringt er úr hinum hlustaða síma
í tiltekin símanúmer. Þar virðist vera um
tæknilegt úrlausnarefni að ræða. Loks
kemur til greina að við uppkvaðningu
úrskurðar um símahlustun skipi dómari
sakborningi sérstakan lögmann sem
hefði það hlutverk við framkvæmd
hlustunar að gæta hagsmuna sakborn-
ings og þeirra sem hann talar við, án
vitundar þeirra og vilja.
Að því er eftirlitið snertir, hefur ríkis sak-
sóknari sjálfur bent á að embættið hafi
vart haft burði vegna fjárskorts til að
sinna því, að minnsta kosti svo vel sé.
Verði ekki gerðar úrbætur á bæði
framkvæmd símahlustunar og eftirliti
með henni, blasir við að eina raunhæfa
aðhaldið felst í því að dómstólar ónýti
málatilbúnað ákæruvaldsins þar sem
í ljós kemur að símtöl sakbornings
og verjanda hafa verið hlustuð. Komi
aðhaldið ekki frá dómstólunum sjálfum,
er óhjákvæmilegt að breyta lögum.
Símahlustun og lögbrot - frh. af bls 23