Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 17
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 17 lAGADAGUrinn 2014 atviksins og niðurstaða hans var að lagaumhverfið hér á landi væri býsna gott í samanburði við nágrannalöndin en framkvæmd laganna mætti hins vegar bæta. Póst- og fjarskiptastofnun hefði verið fengið tvíþætt hlutverk með vistun netöryggissveitarinnar sem gæti leitt til hagsmunaárekstra. Annars vegar með því að gegna leiðbeinandi þjónustuhlutverki og hins vegar almennu eftirlitshlutverki. Lagði hann meðal annars til að netöryggissveitin yrði færð til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum þar sem sú breyting er lögð til. einnig kom fram í úttekt Páls að rétt væri að auka umfang og starfsemi sveitarinnar þannig að hún taki einnig til net- og upplýsingaöryggis stjórnvalda sérstaklega. Hættur sem steðja að upplýsingaöryggi Þorvarður Kári kom með sýn tækni- mannsins á umræðuna og rakti þær ógnir sem steðja að upplýsingaöryggi og hvernig hægt sé að bregðast við þeim. Þorvarður Kári fór yfir þau svið sem upplýsingaöryggi er ætlað að vernda, þ.e. fjármuni, friðhelgi einkalífs, hugverkaréttindi, líf og heilsa manna o.s.frv. Helstu ógnirnar sem steðja að eru óhöpp, náttúruvá, fjársvik, persónunjósnir, hleranir, hugverkastuldur, skemmdarverk, valdarán, hryðjuverk og netárásir. Þorvarður Kári lýsti meðal annars nýlegum dæmum um hvernig einkagögnum hafi verið læst á tölvum fólks með spillihugbúnaði og þau ekki gerð aðgengileg fyrr en lausnargjald hafi verið greitt.einnig lýsti hann tilvikum um njósnir um fréttamenn til að nálgast upplýsingar sem þeir hafa undir höndum og njósnahugbúnaði sem var komið fyrir í tölvum til að stela auðkennislyknum. Bent var á að heildarsýn skorti oft hjá fyrirtækjum þegar netöryggismál væru annars vegar og iðulega væri verið að tryggja varnir á mjög afmörkuðum sviðum. nefndi hann mikilvægi þess að fræða og mennta almenning til að hann væri betur í stakk búinn til að verjast þeim ógnum sem steðja að. Hvað ber framtíðin í skauti sér? nokkur umræða skapaðist í lok málstofunnar þar sem velt var upp álitaefnum um hvernig rétt væri að skipa þessum málum til framtíðar. meðal annars var spurt hvort heildrænan lagabálk um upplýsingaöryggi skorti.Í svörum þátttakenda kom fram að til staðar væri löggjöf um persónuvernd sem væri ætlað að taka heildrænt á þessum málaflokki en einnig væri að finna kafla um persónuvernd í öðrum lögum, s.s. fjarskiptalögum og því ljóst að nokkur skörun er á starfsemi eftirlitsstofnana. Spurning væri því hvort rétt sé að samræma betur starfsemi eftirlitsstofnana eða færa allt eftirlit undir eina stofnun. einnig var bent á galla á refsilöggjöfinni hvað snertir refsiverð brot á þessu sviði, s.s. tölvuinnbrot þar sem komist er í einkamál manna, enda þarf þá viðkomandi að höfða einkarefsimál til að ná fram refsingu. Að síðustu var stuttlega fjallað um rafeyri eða dulmálsmyntir og því velt upp hvernig slíkur eyrir eða myntir yrðu skilgreindar í fræðikerfi lögfræðinnar, s.s. hvort um eignarréttindi væri að ræða eða hvort um væri að ræða gjaldmiðil. nefnt var að fyrri leiðin ylli vanda í tengslum við skattskyldu en seinni leiðin færi ekki saman við núgildandi lög um Seðlabanka Íslands og lög um gjaldmiðil Íslands þar sem íslenska krónan er nefnd sem eini lögeyrir landsins og útgáfa í höndum Seðlabankans. Ingvi Snær Einarsson hdl. góð aðsókn að námskeiðum félagsdeildar ALLS 234 ÞÁTTTAKenduR voru á námskeiðum vorannar 2014 og hafa aldrei fleiri sótt námskeið á einni önn. mest sótta námskeiðið að þessu sinni var um ógildingarfræði stjórnsýsluréttarins með Páli Hreinssyni dómara við eFTA dómstólinn. Að jafnaði stendur félagsdeild fyrir 20-25 námskeiðum fyrir lögmenn á hverju ári sem eru flest á bilinu 2-4 tímar að lengd. Að þessu sinni var brugðið út frá venju og fenginn lögfræðingur frá danmörku sem var með tveggja daga námskeið í „drafting and negotiating international Contracts.“

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.