Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 18
18 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 lAGADAGUrinn 2014 en orðstír deyr aldregi Á VeL HePPnuðum Lagadegi 2014 sótti undirrituð rökstóla um þá fornu íþrótt Íslendinga að standa í meiðyrðamálum. Þátttakendur voru elfa ýr gylfadóttir, fram kvæmda- stjóri fjölmiðlanefndar, hæsta réttar- lögmennirnir gunnar ingi Jóhannsson og Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson og blaðamaðurinn Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Stjórnandi var Ása ólafsdóttir, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Æskilegt að „af­refsivæða“ ærumeiðingalöggjöfina gunnar ingi lýsti með greinargóðum hætti af hverju lagabreytinga væri þörf á þessu sviði sem og viðhorfsbreytinga hjá dómstólum landsins. Æskilegt væri að færa ærumeiðingalöggjöfina úr hegningarlögum yfir í einkamála- löggjöfina enda væri engin ástæða til að beita refsingum við brotum sem þessum. Í því sambandi benti hann á að önnur ríki heims væru ýmist búin að „af-refsivæða“ málaflokkinn eða beittu ekki refsingum þrátt fyrir heimildir. Þá taldi hann engin rök fyrir því að málaflokkurinn væri undanþeginn dómstólagjöldum. gunnar ingi gagnrýndi að stefn- endur þyrftu almennt ekki að sýna fram á að þeir hafi orðið fyrir tjóni því þeir krefðust almennt miskabóta vegna meintra ærumeiðingabrota án þess að styðja það gögnum. eðlilegra væri að gera þá kröfu til stefnenda að þeir geri miska sinn sennilegan. Þá fallist dómstólar almennt, sé stefndi sakfelldur, á kröfu stefnanda um bætur vegna birtingar dóms í fjölmiðli en gunnar ingi vissi ekki nein dæmi þess að slíkur dæmdur kostnaður hafi verið nýttur í raun til greiðslu við birtingu dómsniðurstöðu og velti af þeim sökum upp hver raunverulegur tilgangur slíks tildæmds kostnaðar úr hendi stefnda væri. Þá taldi hann að rökstuðningur í ærumeiðingamálum væri almennt ekki nógu greinargóður þar sem oftar en ekki væri eini rökstuðningurinn að með vísan til málsatvika ,,yrði að telja hin umstefndu ummæli ærumeiðandi“. Það væri ólíkt dómum mannréttindadómstóls evrópu þar sem sakfelling væri rökstudd með mjög ítarlegum hætti. gunnar ingi gagnrýndi að máls- kostnaður sé almennt látinn niður falla í ærumeiðingamálum ef stefndi er sýknaður sérstaklega ef stefndi er fjölmiðill eða starfsmaður fjölmiðils. Að lokum sagði hann gagnrýnisvert hve erfitt væri að fá áfrýjunarleyfi í þessum málaflokki og undraðist mjög að blaðamenn fengju ekki að áfrýja á þeim grunni að úrslit málsins varðaði mikilvæga hagsmuni þeirra. gagnrýni á refsileysi Vilhjálmur Hans velti upp þeirri spurningu af hverju dómarar dæmdu almennt ekki refsingu þegar um æru meið ingabrot væri að ræða og taldi að þeim bæri skylda til þess á meðan löggjöfin væri með þeim hætti sem hún er. Varðandi miskabætur sagði hann löglíkur fyrir að þolandi ærumeiðinga hafi orðið fyrir ólögmætri meingerð svo ekki væri unnt að gera ríkari kröfur til sönnunar þar um, ekki frekar en til miskabótakrafna í öðrum málaflokkum. Þá ræddi hann um ábyrgð fjölmiðla hvað ærumeiðingabrot varðar. meiðyrði notuð til þöggunar Þórður Snær ræddi um áhrif æru- meið ingamála á rekstrarumhverfi fjölmiðla og möguleg skaðleg áhrif þeirra á þjóðfélagsumræðu. Fjölmiðlar, líkt og sá sem hann ritstýrir, séu mjög viðkvæmir fyrir óvæntum kostnaðarliðum og þrátt fyrir að ærumeiðingamál vinnist sitji fjölmiðillinn uppi með mikinn kostnað sem ekki fæst bættur. Þannig væri í raun unnt að keyra fjölmiðil í gjaldþrot með því að höfða ítrekað tilhæfulausa málsókn gegn honum með tilheyrandi kostnaði fyrir fjölmiðilinn þrátt fyrir fullnaðarsigur í málinu. Þetta geti því

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.