Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 28
28 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 Á léttUM nÓtUM Seiðmagnaður Snæfellsjökull Á HeiðSKÍRum dögum dást íbúar höfuðborgarsvæðisins að fegurð og formi Snæfellsjökuls sem blasir tignar legur við í fjarska. Á björtum vordegi þann 10. maí síðastliðinn lagði hópur lögmanna, ásamt vinum og vandamönnum, af stað úr Reykja- vík til að njóta dásemda fjallsins í návígi. Fararstjórn var í höndum Helga Jóhannessonar hrl. og þriggja leið- sögumanna frá Íslenskum fjalla leið- sögumönnum, þeim Helga, Rúnu og Sólveigu. Við hófum gönguna frá Jökulhálsi klukkan tíu um morguninn, vopnuð ísöxum, broddum og beltum til að takast á við sprungur og aðrar hættur jökulsins. Heilmikil umferð var á Jökulhálsinum, sem er ca 380 metra yfir sjávarmáli enda nokkrir hópar á uppleið. Te og flatkökur á fjöllum Það var léttskýjað í byrjun svo miðþúfa blasti við en brátt lagðist þoka yfir og skyggni varð lítið. Þá var best að halda sig við spor næsta manns á undan og spjalla við ferðafélagana. ósköp er þetta langt, er ekkert að fara að gerast? Jú, það kom að nestisstoppi í um 1100 metra hæð. Te og flatkökur smakkast ótrúlega vel á fjöllum. Að loknu stuttu stoppi fórum við í línurnar, það voru hnýttir hnútar og krækt í króka, einn leiðsögumaður fremst í hverri línu. Og nú þýddi hvorki að stoppa til að snýta eða að taka af sér föt, áfram skyldi haldið. Á toppnum eða hvað? Þegar við áttum um það bil hálftíma eftir á toppinn tók þokunni að létta og miðþúfa blasti við á nýjan leik. Við sáum hana nálgast í hverju spori og viti menn, fyrr en varði var fjögurra tíma uppgöngu lokið. Á toppnum var margt um manninn, hálfómerkilegt fannst okkur nú að sjá snjóbílinn og vélsleðana og bensínfnykurinn spillti fjallaloftinu. Til að klífa miðþúfu (1446 m) er nauðsynlegt að nota klifurbúnað en við fengum fyrirmæli um að reyna ekki við hana, til þess var hópurinn of stór. Sumir settu á sig broddana, munduðu ísöxina og lögðu til atlögu við norðurþúfu sem ekki var ýkja erfið viðureignar. Aðrir nutu útsýnisins yfir hluta af Snæfellsnesfjallgarði og létu

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.