Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 25
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 25 aðsent efni HrÓBJArtUr JÓnAtAnsson Hrl. AÐ HVERJU ÞARF ÉG AÐ HUGA? Almenni lífeyrissjóðurinn veitir faglega og persónulega ráðgjöf og fer vel yfir þín mál. Hafðu samband við okkur og við finnum hentuga leið fyrir þig og þína • lífeyrissjóði og eftirlaunum • vörn gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa • skipulegum sparnaði • uppbyggingu eigna Borgartúni 25 • sími 510 2500 • www.almenni.is A N TO N & B ER G U R skar sig úr öðrum dómurum réttarins með sínum fjölmörgu sératkvæðum, ekki síst í ákveðnum tegundum sakamála. ekki er ólíklegt að sú sýn hans á mál sem sératkvæði hans bera vott um eigi sér rætur í þeirri reynslu sem fylgdi honum úr lögmennskunni inn í réttinn. dómarar í nágrannalöndunum Sé litið til danmerkur til dæmis, þá sýnir lausleg skoðun á bakgrunni dómara við Hæstarétt danmerkur að af 17 dómurum hafi sjö reynslu af almennum lögmannsstörfum. Samsvarandi skoðun á hæstaréttar- dómurum í noregi sýnir að af 21 dómara við réttinn eru átta með reynslu af almennum lögmannstörfum. Af þessu má álykta að danir og norð- menn leggi áherslu á að menn með lögmannsreynslu skipi dóminn að stórum hluta. Í Bretlandi eru flestir dómarar við æðri dómstóla fyrrum málflytjendur (Barristers) sem hafa flutt með sér reynsluna af því að þjóna fólki og fyrirtækjum inn í dómstólana. Það viðhorf Breta, að dómarinn hafi í senn góða lagaþekkingu og víðtæka starfsreynslu og þekkingu á þjóðlífinu, endurspeglast í orðum Lord igor Judge, dómsforseta æðsta dómstóls Bretlands, þegar hann sagði árið 2008; „ many qualities are required of a judge… He or she must of course know the law, and know how to apply it, but the judge must also be wise to the ways of the world.“ Þessi orð hans eru algild að mínu mati. með hliðsjón af framangreindu má velta upp þeirri spurningu hvort að bakgrunnur núverandi dómara í Hæstarétti sé nægjanlega fjölbreytilegur, hvort að val á dómurum til setu í Hæstarétti sé háttað þannig að tryggt sé að dómstóllinn í heild teljist með öruggum hætti endurspegla þá víðtæku þekkingu á þjóðlífinu sem æðsti dómstóll landsins verður að hafa og hvort e.t.v. sé tilefni til að breyta reglunum um skipan hæstaréttardómara til að fjölga dómurum sem hafa fyrst og fremst lögmannsreynslu. Forvitnilegt væri að bera Ísland saman við helstu nágrannaþjóðir okkar að þessu leyti og ræða hvort að fjölgun hæstaréttardómara með víðtæka lögmannsreynslu sé æskileg.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.