Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 14
14 LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 lAGADAGUrinn 2014 Hlutverk verjenda í sakamálum mÁLSTOFAn um HLuTVeRK verjenda í sakamálum fór vel af stað á Lagadaginn 2014 þar sem Sigurður Tómas magnússon prófessor kynnti þátttakendur og varpaði fram þeim spurn ingum sem ætlunin var að ræða. enginn var með framsögu heldur náðust á flug mjög góðar umræður með þátttöku allra, bæði við pallborðið og í salnum. Sigurði Tómasi er einkar lagið að stjórna umræðum sem þessum og „ná með sér salnum“.Honum brást heldur ekki bogalistin í þetta sinn. má verjandi ræða við vitni? Fyrsta spurningin var um hvort verjend um væri heimilt að ræða við vitni áður en kemur að vitnaleiðslum fyrir dómi. Hér er um að ræða raun- hæft álitamál, samanber nýfallinn dóm í svokölluðu Al-Thani máli sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Karl Axelsson hrl. taldi að verjend- um væri beinlínis skylt að afla upp- lýsinga frá vitnum, öðruvísi væri þeim ekki gert kleift að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, en áréttaði að upplýsingasöfnun ætti að vera hlutlæg því auðvitað væri óheimilt að hafa áhrif á vitnið. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var ósammála og taldi að verjendum væri þetta óheimilt enda væri engin „pósitíf“ heimild til að ræða við vitni í lögum um meðferð sakamála. ekki væri hægt að draga aðra ályktun en þá að þar með væri slíkt óheimilt. Sigríður lýsti því jafnframt Velkomin í Háskólann á Bifröst – hvar sem þú ert! Lögfræðingar með nýja sýn BS nám í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst hefur verið í boði við skólann frá 2001 og ML í lögfræði frá 2004. Grunnnámið tekur mið af þróun viðskiptalífsins, samfélagsins og viðfangsefnum líðandi stundar. Meistaranámið er sniðið að þörfum þeirra sem lokið hafa grunnnámi í viðskiptalögfræði en vilja hasla sér völl á hefðbundnum starfsvettvangi lögfræðinga. Það veitir jafnframt rétt til að þreyta próf til lögmannsréttinda. Lögfræðisvið Háskólans á Bifröst tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem nefnist LawWithoutWalls með sumum af virtustu lögfræðideildum heims um nýsköpun á sviði lögfræði. www.nam.bifrost.is F.v. Sandra Baldvinsdóttir, guðrún Sesselja arnardóttir, Sigurður Tómas magnússon, Sigríður Friðjónsdóttir og karl axelsson. að sækjendur ræddu aldrei við vitni fyrir aðalmeðferðir. guðrún Sesselja Arnardóttir hrl. sagðist að jafnaði ekki ræða við vitni fyrir aðalmeðferðir og varpaði fram þeirri spurningu hvort það væri í raun æskilegt, óháð því hvort það væri leyfilegt eða bannað, og tók Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari undir það. Hún taldi þetta á gráu svæði og vissulega vandmeðfarið. Að hennar mati færi betur á því að sönnunarfærslan, þ.e. vitnaleiðslan, færi fram fyrir dóminum en ekki á skrifstofum lögmanna. Karl áréttaði að vel væri hægt að setja ákvæði í siðareglur lögmanna um slík samtöl við vitni að norrænni fyrirmynd. Hann áréttaði jafnframt þá skoðun sína að það væri hluti af grundvallarréttinum sakaðs manns að fá að vita hvað á hann væri borið og það væri ótækt að enginn vissi hvað vitni hefðu fram að færa fyrr en í dómsal væri komið, ekki síst fyrir verjendur. Á þessum tímapunkti kvaddi Jón Steinar gunnlaugsson hrl. og fyrrum hæstaréttardómari sér hljóðs og taldi að hér væri verið að gera einfalt mál flókið. Það væri klárt í hans huga að verjandi mætti alls ekki hafa áhrif á vitni en það væri liður í vörn að tala við vitni til að fá upplýsingar um hvað þau ætluðu sér að segja fyrir dóminum. Þá taldi Jón Steinar að þar sem lög um meðferð sakamála bönnuðu ekki með berum orðum slík samtöl væru þau verjendum heimil. mega verjendur segja sig frá málum? Fleiri spurningum og álitaefnum var varpað fram með þessum hætti af hálfu Sigurðar Tómasar og urðu áhugaverð og skemmtileg skoðanaskipti um þau öll, venjulega með þeim hætti að fyrrnefndur Jón Steinar hafði lokaorðið. Vert er að gera hér skil umræðum um álitaefnið hvort verjendum væri heimilt að segja sig frá málum meðan þau væru undir rekstri héraðsdóms, eins og nýleg dæmi eru um. Þar lýsti Sigríður Friðjónsdóttir m.a. þeirri skoðun sinni að verjendum væri þetta alls óheimilt enda heimiluðu lög um meðferð sakamála það ekki. Það væri dómari sem skipaði verjenda í starf sitt og einungis hann gæti leyst verjanda undan starfinu. Flestir viðstaddir tóku undir það sjónarmið og að ef verjandi óskaði eftir lausn frá starfi þá væri það dómarans að meta hvort málefnalegar ástæður lægju að baki slíkrar beiðni. ef hann hafnaði beiðninni þá yrði verjandinn að halda áfram. öðrum spurningum og álitaefnum var fleygt fram og rædd frá ýmsum hliðum. Sem fyrr segist urðu úr skemmti legar og áhugaverðar um- ræður með þátt töku margra í salnum. Voru allir á einu máli um að vel hefði tekist til þennan lagadaginn. Þyrí Steingrímsdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.