Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 7
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 7 lAGADAGUrinn 2014 lagadeilda eða takmörkun á inngöngu laganema sé ekki svarið við auknu atvinnuleysi, heldur þurfi að auka víðsýni svo lögfræðingar missi ekki af störfum vegna of þröngrar túlkunar laganáms. ef háskólarnir myndu takmarka fjölda nemenda í lögfræði þá myndi fjölga í öðrum deildum á félagsvísindasviði því þeir nemendur sem ekki kæmust að í laganámi færu ekki í tækni- eða raungreinar. Háskólarnir yrðu að breikka laganámið og gæta þess að steypa ekki alla í sama mótið. Háskólinn í Reykjavík hefur lagt sitt af mörkum með því að bjóða uppá þverfaglegt laganám og geta nemendur þannig tekið BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Laganám góður grunnur Ágúst Þór Árnason taldi að lögfræðingar myndu starfa við mun fjölbreyttari störf í framtíðinni. Þegar hann var fréttamaður hjá RÚV fyrir löngu hefði hann fjallað um atvinnumöguleika lögfræðinga og komist að því að fjöldi starfandi lögmanna á Íslandi væri með því mesta á Vesturlöndum miðað við höfðatölu. Ágúst sagði nám Háskólans á Akureyri vera byggt á Bologna yfirlýsingunni sem leggur áherslu á að nemendur lokist ekki inni í ógagnsæju og óskilvirku kerfi námsleiða. Þegar lagadeildin var stofnuð var markmið hennar að laganemar gætu aflað sér menntunar til þess að gegna fjölbreyttum störfum, m.a. lögmennsku, bæði hér heima og erlendis. Ágúst telur að vel hugsað og útfært nám í lögfræði muni í framtíðinni vera góður kostur fyrir fólk sem vill láta til sín taka í samfélaginu. Laganám sé góður grunnur fyrir æsku hverrar þjóðar til að leita hamingju á sínum eigin forsendum án inngripa frá ríkisvaldi eða hagsmunasamtökum. Lögfræðingar vilja starfa sem lögfræðingar eyvindur g. gunnarsson sagði blikur vera á lofti í atvinnumálum lögfræð inga, en afleiðing þess að fjöldi útskrif aðra hefði margfaldast væri aukið atvinnuleysi. nú væri svo komið að 100-130 manns sæktu um einfalda fulltrúastöðu hjá ríkinu. eyvindur sagði ekkert óeðlilegt við að lögfræðingar sinntu öðrum störfum en hefðbundnum lögfræðistörfum. Þeir sem færu í gegnum fimm ára laganám væru hins vegar flestir að stefna á að starfa sem lögfræðingar. Hann sagðist hafa áhyggjur af nýútskrifuðum og taldi það ekki lausn að segja þeim að fara starfa við annað en lögfræði. markmiðið ætti að vera að útskrifa færri nemendur og sinna þeim betur en ekki að kenna stórum hópum með sem minnstum tilkostnaði. Háskóli Íslands mun nú í haust setja á fót inntökupróf í lagadeild í fyrsta sinn en með því verður reynt að tryggja að þeir sem hefja nám við deildina séu vel undir það búnir. Að lokum sagði eyvindur mikilvægt að hafa í huga að hagsmunir háskólanna færu ekki endilega saman við hagsmuni stéttarinnar, atvinnulífsins og réttar ríkisins. nýtist laganámið á öðrum sviðum? Fanney Birna Jónsdóttir og Bergur ebbi Benediktsson völdu sér ólíkan starfsvettvang að loknu laganámi, hún sem blaðamaður og hann sem uppistandari. Fanney Birna fór í lögmennsku að loknu námi en áttaði sig fljótlega á að hún átti ekki við hana. Fanneyju fannst erfitt að segja upp starfi sínu og fara að gera annað en hún var búin að mennta sig til. Laganámið nýtist henni þó afar vel í núverandi starfi sem blaðamaður. Bergur er uppistandari og sagði námið ekki nýtast mikið í þeim störfum. Hann sagðist ekki geta svarað yfirskrift málstofunnar í fljótu bragði, því fyrst yrði að svara stærri spurningu; af hverju færu svona margir í lögfræði? Hann taldi ástæðuna meðal annars vera þá að lögfræði væri samfélagsgrein og fólk vildi vera undirbúið í lífinu og geta tekist á við áföll, s.s. gjaldþrot, skilnað og fráfall ástvina; „Að loknu laganámi ertu kominn með sverð og skjöld,“ sagði hann. að lokum Tilgangur þessarar málstofu var að vekja lögfræðinga til umhugsunar um breytt starfsumhverfi innan stéttarinnar og reyna svara því hvaða störfum þeir munu gegna í framtíðinni. niðurstöður fyrirlesara voru helst þær að lögfræðinga bíða mörg störf. Þeir verða hins vegar að aðlagast breyttum tímum, leita nýrra leiða og stíga út fyrir boxið. geri þeir það ekki er hætta á því að stéttin dragist aftur úr og missi af störfum. málstofan tókst vel í alla staði og umræður voru bæði skemmtilegar og fræðandi. Anna Lilja Hallgrímsdóttir. F.v. eyvindur g. gunnarsson, Ágúst Þór Árnason, guðmundur Sigurðsson, Helga kristín auðunsdóttir og Finnur Beck.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.