Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 13
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 13 lAGADAGUrinn 2014 og utanhússlögmanna sem gegndu ráðgjafarhlutverki. Þeir þátttakendur sem gegnt höfðu störfum innanhússlögfræðinga voru einhuga um að starfið væri skemmtilegt og krefjandi. Aðeins einum umbjóðanda væri sinnt í stað margra og því væru verkefnin oft á tíðum mjög fjölbreytt. utanhúss- lögmenn sérhæfðu sig hins vegar gjarnan í ákveðnum verkefnum en veittu þá í staðinn mörgum umbjóð- endum ráðgjöf á því sviði. Sóknarfæri stéttar Í lok málstofunnar kom fram að á tímum aukins atvinnuleysis meðal lögfræðinga væri eflaust helstu sóknarfæri stéttarinnar fólgin í því að auka þekkingu stjórn enda fyrir- tækja á mikilvægi þess að ráða innanhússlögfræðinga til starfa. Vissul ega skipti þá máli að hægt væri að sýna fram á að ráðning innan hússlögfræðings leiddi til lægri lögfræði kostnaðar fyrir fyrirtækið. málið væri hins vegar ekki svo einfalt. Ráðning innanhússlögfræðings ætti jafnframt að leiða til aukinnar skilvirkni innan fyrirtækis, eins og raunar ætti við um ráðningu allra góðra starfsmanna, en á þessu áttuðu stjórnendur sig síður. Þekking á verkefnum og rekstri fyrirtækisins héldist innanhúss en mikil verðmæti væru fólgin í því. Ólafur Freyr Frímannsson hdl. | Internet á Íslandi hf. | s. 578 2030 | www.isnic.is skráðu þitt .is lén www.isnic.is .is aþenuferð í haust ALLS HAFA 26 manns skráð sig til þátttöku í námsferð félagsdeildar LmFÍ dagana 22.-28. september næstkomandi. Auk þess að kynna sér réttarkerfi landsins hyggst hópurinn skoða Aþenu ásamt því að fara til delfi þar sem véfréttin spáði fyrir gestum og grikkir til forna töldu vera nafla heimsins. Þóra Valsteinsdóttir safnfræðingur mun verða fararstjóri en hún hefur búið í Aþenu um áratuga skeið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.