Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 9
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 9 lAGADAGUrinn 2014 tvennu, og að hve miklu leyti á túlkun stjórnarskrár. Hvenær verða árekstrar á milli laga og fjárlaga? Að sögn fyrirlesara verður árekstur laga og fjárlaga aðallega í þremur tilvikum. Í fyrsta lagi er ekki hægt að áætla allar fjárveitingar nákvæmlega. Í öðru lagi getur orðið árekstur þegar sett eru ný lög sem fela í sér útgjöld, án þess að fjárveiting fylgi. Í þriðja lagi skapast vandi þegar ekki er sett fé – eða allt of lítið – í lögbundna starfsemi, t.d. rekstur úrskurðarnefnda, sem geta þá ekki staðið við lögmæltan málsmeðferðartíma. Lykilatriði hvort lög komist til framkvæmda Huga þarf að réttaröryggi ef staðan er sú að lög komast ekki til framkvæmda vegna fjárskorts. Það er slæmt þegar lög eru sett en eru að hluta eða öllu leyti óvirk í reynd. Ragnhildur sagði erfitt að átta sig á raunverulegri réttarstöðu ef ekki er hægt að sjá hvort birt lög í lagasafni séu í raun virk. Huga þarf að verkaskiptingu Alþingis og stjórnsýslu. Það er tví- skinn ungur af hálfu þingsins að leggja fyrir samtímis tvö verkefni sem ekki eru samrýmanleg, s.s. rekstur stofnana en án nægilegra fjár- veitinga. „Hver á að ákveða hvar á að skera niður, þingið eða viðkomandi forstöðumaður?“ spurði hún. Loks þarf að huga að því að raunveruleg forgangsröðun Alþingis þurfi að vera skýr fyrir kjósendum. Það sé ótækt að þingið samþykki lög en standi ekki með ákvörðun sinni um mikilvægi málsins þegar kemur að fjárveitingum. Ragnhildur lagði áherslu á lokaorð sín: „nema það sé gætt þeim mun betur að því að lög og fjárlög stangist ekki á, er það ekki bara tækniatriði hvernig lög og fjárlög spila saman. Það hefur áhrif á það hvaða lög eru aðgengileg og á að okkur kjósendum sé ljóst hvernig kjörnu fulltrúarnir forgangsraða í raun. Hvort tveggja er stórmál.“ er verið að setja lög umfram tilefni? Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri lög- gjafar mála í forsætisráðuneytinu, hélt síðari framsögu málstofunnar. Hann velti upp þeim álitamálum hvort verið sé að setja lög umfram tilefni og hvort við höfum efni á þeim lögum og reglum sem verið er að setja. Hann greindi frá áhyggjum á alþjóðavettvangi af sívaxandi reglu- væðingu. Flóknar reglur leiði til þess að sífellt erfiðara verði að átta sig á réttarstöðu og auk þess leiði af regluvæðingunni beinn og óbeinn kostnaður. Vænleg leið til að örva hagvöxt sé að draga úr kostnaði regluverks að því marki sem hægt er. Þá velti Páll upp þeirri spurningu hvers vegna regluverkið vaxi. Sam- félagið verði sífellt flóknara og átt hafi sér stað ákveðið brotthvarf frá meginreglum, þar sem meginreglurnar týnast í orðaflóði. Í samfélaginu sé uppi krafa um að framleiða nýja löggjöf, óháð greiningu á þörf. Lagasetning er talin mælikvarði á árangur ríkisstjórnar og atorku þingmanna. Hin nýju kjörorð: „Smarter regulation, evidence based policy making“ Páll rakti það sem efst er á baugi í þessum efnum í ríkjum sem standa framarlega á þessu sviði; Banda- ríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Lögð er rík áhersla á greiningu, stefnumörkun og mark_miðssetningu, auk mats á valkostum og áhrifum þeirra. Sýna þarf fram á að ávinningur af reglusetningu sé meiri en kostnaður. Kastljósinu er beint að endurmati og einföldun; einnig samráði og langtímaáætlunum um fyrirhugaða löggjöf og heildstæða reglustefnu. Lærdómur Að mati Páls má draga margvíslegan lærdóm af nágrönnum okkar. má þar nefna að mæla ekki einungis skrif- finnskukostnað atvinnulífsins heldur einnig allan annan kostnað. einnig beri að hafa í huga að kostnaður atvinnulífsins af nýjum reglum getur verið meiri en kostnaður ríkisins. Tilhneigingin er sú að reglubyrði heldur áfram að vaxa en um helm- ing ur af nýrri reglubyrði stafar frá evrópu samband inu. Að sögn Páls eru ofarlega á baugi umræður um hvort ekki eigi, auk mats á kostnaði, að meta einnig skipulegan ávinning af reglusetningu svo skapa megi meira jafnvægi í mati á áhrifum. er lagasetning leiðin að ríkiskassanum? Páll fór nokkrum orðum um stöðuna hér á landi. Við stöndum okkur að mörgu leyti ágætlega og ýmsar framfarir hafa orðið en betur má ef duga skal. undirbúningur löggjafar í ráðuneytum hefur tekið töluverðum breytingum og er vandaðri. Tíma- pressa o.fl. veldur því hins vegar að stefnumótun í aðdraganda löggjafar og greining valkosta er oft vanrækt. Páll lagði sérstaka áherslu á að vanda þyrfti enn betur til mats á áhrifum lagafrumvarpa og varpaði upp þeirri spurningu hvort núverandi kerfi kostnaðarmats feli í sér hvata til lagasetningar. „er lagasetning leiðin að ríkiskassanum?“ Vitnaði hann í ummæli starfssystkina úr ráðuneytum sem segðu að þörf verkefni fengju ekki fjárveitingar nema lagt væri fram lagafrumvarp sem fengi kostnaðarmat fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Áskoranir Að mati Páls stöndum við frammi fyrir ýmsum áskorunum eins og að halda uppi nútímalegu regluverki með jafn fámenna stjórnsýslu og raun ber vitni. Samræma þurfi betur væntingar til löggjafar og möguleika

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.