Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 6
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað hefur ríkissjóður greitt í laun fi skvinnslufólks frá 2011? 2. Hvað eru margir á Íslandi með skotvopnaleyfi ? 3. Hver fengu afhenta gullskó sem markakóngur og markadrottning? SVÖR: 1. 1,2 milljarða. 2. 31.322. 3. Gary Martin og Harpa Þorsteinsdóttir. STJÓRNSÝSLA Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkis- ráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu. Trausti Fannar Valsson, lekt- or við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglu- stjórinn hafi mátt senda aðstoð- armanni ráðherrans greinar- gerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjal- inu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðu- neytis og lögreglustjóraembætt- is og ákvæði í stjórnarráðslög- unum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heim- ildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónu- verndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upp- lýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra. „Aðstoðarmenn koma að póli- tískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlut- anna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimild- ir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofn- unum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheim- ilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoð- armanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesj- um“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinar- gerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einn- ig hefur Persónuvernd óskað upp- lýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólaf- ur Helgi Kjartansson lögreglu- stjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innan- ríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðing- um hjá lögreglunni á Suðurnesj- um. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra. gar@frettabladid.is Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands. Ekki fæst staðfest að skjalið sé til hjá embættinu. LÖGREGLUSTJÓRINN Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki gert neitt rangt er hún afhenti greinargerð um hælisleitanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðar- mann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. SJÁVARÚTVEGUR Fiskvinnslufyrir- tækið Brimberg á Seyðis- firði hefur síðastliðin tvö ár greitt með atvinnuleysis- tryggingum þegar hráefnis- skortur er annars vegar og þannig tryggt starfsmönn- um sínum full laun á meðan. Þetta gerir fyrirtækið til að tryggja starfsöryggi verkafólks. Fréttablaðið sagði frá því í gær að atvinnuleysistryggingasjóð- ur hafi greitt á síðustu fjórum árum rúman milljarð í laun fisk- vinnslufólks þegar hráefnis- skortur er annars vegar. Fisk- vinnslufyrirtækin þurfa hins vegar að taka á sig fyrstu tíu dagana á hverju ári, fimm á hvorum helmingi til að eiga kost á útgreiðslu úr sjóðnum. Adolf Guðmundsson, stjórnar- formaður Brimbergs, segir þetta hluta af kjörum starfsfólks til að tryggja öryggi þess. „Við höfum á síðustu tveimur árum sett um það bil 15 milljónir árlega til viðbótar við atvinnuleysis- tryggingar þannig að starfsfólk okkar haldi fullum launum þrátt fyrir hráefnisskort. Öryggi fólks skiptir okkur miklu máli og ef fólk finnur fyrir óöryggi missum við starfsmenn frá okkur.“ Hann segir fyrirtækið ekki hafa þurft að segja upp fólki. „Á móti kemur að við segjum ekki fólki upp þrátt fyrir hráefnis- leysi og höfum ekki verið að segja upp fólki yfir jól og áramót þegar hráefnisskortur er oft við- varandi.“ - sa Brimberg greiðir full laun þótt skortur sé á hráefni til vinnslu til að tryggja hag starfsfólks: Greiða full laun þrátt fyrir hráefnisskort FRÁ SEYÐISFIRÐI Brimberg borgar úr eigin vasa þegar hráefnisskortur er annars vegar. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.