Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 22

Fréttablaðið - 26.11.2014, Page 22
 | 4 26. nóvember 2014 | miðvikudagur Íslensk heimili og fyrirtæki greiða á ári 200 milljarða aukalega vegna „gífurlegs vaxta- kostnaðar sem skerðir lífskjör og þrengir að atvinnulífi nu“ benda Samtök atvinnulífsins á í nýrri samantekt. Samtökin vekja þó í umfjöllun sinni athygli á því að hlutir hafi færst til betri vegar í efnahagslífi nu og því ætti að vera rúm fyrir frekari vaxtalækkanir hér á landi verði haldið áfram á sömu braut. Bent er á að stýrivextir hér á landi séu nærri fjörutíu sinnum hærri en í Evrópu. Á fundi Viðskiptaráðs Íslands um pen- ingamál fyrr í þessum mánuði fjallaði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sér- staklega um hvað til þyrfti að koma ætti að draga hér úr vaxtamun við útlönd. Til að gera það þyrfti að ná niður verðbólgu og halda jafnvægi í efnahagslíf- inu yfi r mjög langan tíma. Þar væri okkur hins vegar ákveðinn vandi á höndum. Gjaldmiðillinn væri mjög lítill og gengisbreyting- ar kæmu mjög hratt fram í verðlagi. Laun sem hækkuðu hratt með verðlagi aðlöguðust ekki endilega jafn hratt niður á við þegar gengið styrktist. Því væri ákveðin verðbólgubjögun innbyggð í lítinn gjaldmiðil og ekki önnur leið til að draga úr henni en reka efnahagsmál landsins jafn vel og jafnvel betur en önnur lönd, eigi vaxta- stig hér að verða eitthvað svipað og þar. Þá sagði Arnór á fundinum að saga krón- unnar hjálpaði ekki til í þessum efnum. „Gildi krónunnar hefur rýrnað um nálægt 99,9 prósent gagnvart þeim gjaldmiðli sem við vorum upphafl ega tengd við þegar krón- an var sett á fl ot á sínum tíma. Gjaldmiðill með slíka sögu þarf að búa við hærri vexti til þess að fjárfestar vilji eiga skuldbinding- ar í honum,“ benti hann á. Samtök atvinnulífsins benda í umfjöll- un sinni á að viðbótarútgjöld landsmanna vegna hærri vaxta hér en annars staðar jafngildi öllum útgjöldum ríkisins til heil- brigðis og menntamála. Bent er á að lækki vextir verði meira eftir af launum fólks, atvinnulíf efl ist og lífskjör batni. - óká ARNÓR SIGHVATSSON BIRTIR TIL? Samtök atvinnulífsins vekja á því athygli í umfjöllun og auglýsingum þessa dagana að síðustu tólf mánuði hafi náðst jákvæður árangur á vinnumarkaði og í efnahagslífi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Efnahagsbati býr til rúm fyrir vaxtalækkanir, að mati SA. Háir vextir eiga rætur í óstöðugum gjaldmiðli, sagði aðstoðarseðlabankastjóri nýverið: Vaxtakostnaðurinn skerðir hér lífskjörin Dráttur sem verður á innleiðingu fríverslunarsamnings EFTA við Persafl óaríkin er bagalegur fyrir fyrirtæki sem höfðu gert ráð fyrir að hann tæki gildi um mitt þetta ár. Að því er fram kemur í áliti Félags atvinnurekenda (FA) höfðu þau lagt í öfl un viðskiptasambanda vegna frí- verslunarinnar. Í tilkynningu sem utanríkisráðu- neytið birti, eftir ábendingu FA, segir að samningurinn sé á milli EFTA og Samstarfsráðs arabaríkj- anna við Persafl óa (GCC), en því til- heyra Sádi-Arabía, Sameinuðu arab- ísku furstadæmin, Barein, Óman, Katar og Kúveit. Samningurinn kveði á um lækkun eða niðurfell- ingu tolla á iðnaðarvörur, sjávaraf- urðir og unnar landbúnaðarvörur. „Að auki gerðu Ísland og aðildarríki GCC með sér tvíhliða samkomulag um viðskipti með óunnar landbún- aðarvörur,“ segir ráðuneytið. Samningurinn gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, en fram kemur að aðildarríki GCC hafi nýlega upp- lýst EFTA-ríkin um að dráttur hafi orðið og muni áfram verða á fram- kvæmd hans. Fram kemur að samn- ingur komist jafnvel ekki til fram- kvæmda fyrr en um mitt næsta ár. FA kveðst vita um fyrirtæki sem lent hafi í vandræðum af þessum sökum, bæði vegna útfl utnings til Persafl óaríkjanna og innfl utnings til Íslands. „Fyrirtæki hafa lagt í vinnu og fyrirhöfn til að afl a sér viðskipta- sambanda á grundvelli samningsins og það er afar bagalegt þegar í ljós kemur að hann virkar ekki,“ segir í umfjöllun FA, sem hvatt hefur utanríkisráðuneytið til að beita sér í málinu og reyna að stuðla að því að fríverslunarsamningurinn verði virkur sem fyrst. - óká Viðskiptasambanda aflað á brostnum forsendum segir FA: Seinkunin bagaleg GÁMASTÆÐA Fríverslun við arabaríki við Persaflóa seinkar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í næsta mánuði stendur til að skandinavíska húsgagna- og hönn- unarfyrirtækið NORR11 opni sýn- ingarsal og verslun við Hverfi s- götu 18a í Reykjavík. Fram kemur í tilkynningu NORR11 að fyrirtækið reki sýningarsali í Kaupmannahöfn, Berlín, London, Árósum, Lyngby og Tallinn. Reykjavík verði því sjöunda borgin þar sem opnaður verður sýningarsalur. Framkvæmdir standa yfi r í sýn- ingarhúsnæðinu, sem er í portinu beint á móti Þjóðleikhúsinu. Sýn- ingarsalurinn verður á tveimur hæðum í um 260 fermetrum. Auk salarins stendur til að starfrækja íslenska vefverslun NORR11 og senda út um land allt. - óká Opnarsal á tveimur hæðum: NORR11 til landsins Í SAL NORR11 Opna á sýningarsal og verslun við Hverfisgötu. MYND/NORR11 Setning Steinþór Pálsson, formaður SFF Efnahagssvið SA: Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA Oliver Wyman: Financial Market Competitiveness Carl Raining, partner at Oliver Wyman Deutsche Bank: The Competitiveness of the Icelandic Financial Sector Jan Olsson, CEO Nordic Region Stephen Westgate, Managing Director, Head of Nordic Financial Institutions Group Tommy Paxeus, Director, Head of Nordic Capital Markets & Treasury Solutions Pallborðsumræður um samkeppnishæfni fjármálageirans Þátttakendur Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarmaður í atvinnulífinu Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA stjórnar pallborðsumræðum Fundarstjóri Margrét Sanders, formaður stjórnar Samtaka verslunar og þjónustu SFF DAGURINN 27. NÓVEMBER 2014 Hvað getur fjármálageirinn gert til þess að efla samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins? 14:00-16:15 Í STÓRA SAL ARION BANKA, BORGARTÚNI 19 Vinsamlega skráið ykkur með því að senda póst á sff@sff.is Hagfræðideild Landsbankans spáir rúmlega fjögurra prósenta hag- vexti á næsta ári en ekki 5,5 pró- senta vexti eins og gert var ráð fyrir í spá deildarinnar í maí síð- astliðnum. Horfurnar fyrir næsta ár séu því heldur lakari sem skýrist að miklu leyti af mun verri horfum fyrir loðnuveiðar en deildin reiknaði áður með. Þetta kemur fram í nýrri þjóð- hagsspá bankans fyrir næstu þrjú árin sem kynnt verður í dag. „Samkvæmt spánni verður meðal- hagvöxtur á spátímabilinu tæp 3,5 prósent samanborið við 3,9 prósent í maíspánni. Að sama skapi eru verð- bólguhorfurnar ágætar, að minnsta kosti framan af, þó hagvöxturinn verði nokkuð kröftugur allan tím- ann,“ segir í þjóðhagsspánni. Þar er því gert ráð fyrir að hag- vöxtur verði heldur meiri á tíma- bilinu en þau 2,9 prósent sem Seðla- bankinn og Hagstofan gera ráð fyrir. Spárnar eru þó í meginatriðum svip- aðar en Landsbankinn er bjartsýnni á þróun útfl utnings á komandi árum. „Á næsta ári er útlit fyrir að enn bæti í og vöxtur einkaneyslu verði fjögur prósent. Þessi aukning verð- ur meðal annars knúin af hækkun ráðstöfunartekna og auknu veð- rými vegna aðgerða ríkisstjórnar til skuldalækkunar hjá lántakend- um verðtryggðra húsnæðislána, auknum kaupmætti launa, minnk- andi atvinnuleysi og breytingum á skattkerfi nu.“ Starfsmenn hagfræðideildarinnar búast einnig við því að kaupmáttur launa aukist í heild um 8,7 prósent og að fasteignaverð haldi áfram að hækka. Verðið hefur hækkað um rúm sex prósent að nafnvirði frá upphafi ársins en í spá bankans er gert ráð fyrir að hækkunin nemi 8,5 prósentum við næstu áramót. Verðið eigi svo eftir að hækka um 9,5 pró- sent á árinu 2015, 6,5 prósent á árinu 2016 og 6,2 prósent á árinu 2017. Í spánni er einnig gert ráð fyrir að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir fram á mitt næsta ár og að ólíklegt sé að aðstæður skapist fyrir frekari lækkun vaxtanna. „Þess vegna spáum við því að stýrivextir hækki um 0,75 prósentu- stig á spátímabilinu og verði 6,5 pró- sent í lok árs 2016.“ Verri horfur um loðnuveiðar lækka hagvaxtarspá bankans Ný þjóðhagsspá Landsbankans gerir ráð fyrir rúmlega fjögurra prósenta hagvexti á næsta ári. Kaupmáttur launa aukist um 8,7% á næstu þremur árum. Spáir hækkun stýrivaxta. BANKINN Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir fram á mitt næsta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL EFNAHAGSMÁL Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.