Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 2
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Þorgils, er sveitarstjórinn úti að aka? „Og ekki er hann bara staur/hann fer oft fram og til baka/ og fær þess vegna aur.“ Minnihlutinn í hreppsnefnds Rangárþings ytra vildi fella út 2,8 milljóna króna greiðslu sem sveitarstjórinn fær árlega fyrir akstur en meirihlutinn hafnaði því. Þorgils Torfi Jónsson er oddviti. ÍSRAEL, AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist enn staðráðinn í að fá þingið til að samþykkja hið umdeilda frumvarp um að ísrael verði skilgreint ríki gyðinga. Tsipi Livni, dómsmálaráðherra, segir að það gæti orðið stjórninni að falli. Hún tók jafnframt fram, að ætli Netanjahú sér að refsa henni fyrir að vera andvíg frum- varpinu, þá geti það einnig kostað stjórnina þingmeirihluta. Arabískir íbúar Ísraels hafa andmælt þessum áformum harð- lega, og margir ísraelskir gyðingar sömuleiðis. - gb Stjórnaslit yfirvofandi: Netanjahú hvikar hvergi SPURNING DAGSINS Komdu inn úr kuldanum www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af öruggri vetrarumferð HEILBRIGÐISMÁL Kristján Þór Júlí- usson heilbrigðisráðherra skipaði í gær Birgi Jakobsson í embætti landlæknis til fimm ára, frá ára- mótum. Birgir var sjö ár sjúkrahús- stjóri á Karólínska sjúkrahús- inu í Svíþjóð og var læknir þar í tuttugu ár. Hann hefur búið í Sví- þjóð í næstum fjóra áratugi og er spenntur að koma heim. „Mér finnst mjög spennandi að koma eftir 36 ára veru erlendis. Ég hef fylgst mjög vel með málum hér heima og hef haldið kunnings- skap við alla mína gömlu vini,“ segir Birgir. Það verði spennandi að takast á við þau verkefni sem liggja fyrir hér. „Íslenskt heilbrigðiskerfi stend- ur sig mjög vel. Það eru vafalaust tímabundnir erfiðleikar núna. En íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alltaf verið mjög gott miðað við önnur heilbrigðiskerfi,“ segir Birgir. Það standi sig jafnvel í samanburði við það sænska. „Það er ekki mjög ósvipað. Maður hugs- ar svipað í þessum tveimur lönd- um, merkilegt nokk. Það er gífur- lega mikil kunnátta hér, fjölhæft starfsfólk og Íslendingar hafa notið góðs af því að geta sent sitt fólk til annarra landa,“ segir Birgir. Það séu gífurlegir mögu- leikar á að hafa toppþjónustu hér. Geir Gunnlaugsson hefur gegnt embætti landlæknis í fimm ár og sóttist eftir skipun í embætt- ið að nýju. Nefnd sem mat hæfi umsækjenda komst að þeirri nið- urstöðu að af fimm umsækjend- um væru Birgir og Geir hæf- astir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ákvað síðan að skipa Birgi í embættið. „Þetta var niðurstaða mín eftir viðtöl við umsækjendur. Birgir er yfir- burðamaður og hefur gríðarmikla og farsæla stjórnunarreynslu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Krist- ján. Kristján segir að það muni koma í ljós hvaða breytingar verði á embættinu. „Við ætlum að hitt- ast fljótlega og fara yfir áherslur í starfinu. Það er bara óumflýjan- legt að það fylgja breytingar nýju fólki,“ segir Kristján. Kristján segist meta öll verk Geirs Gunnlaugssonar á þeim umbrotatímum sem ríktu þegar hann var landlæknir. Hann hafi sinnt þessum verkefnum mjög vel. „Það er ekkert einföld ákvörðun að gera upp á milli tveggja ein- staklinga sem eru metnir hæfir,“ segir hann. Kristján segir að reynsla Birg- is af stjórnun hafi vegið þungt. „Ég gerði mjög stífar kröfur um reynslu af stjórnun og það koma alltaf upp þær aðstæður að það kann að vera rétt að skipta um og gefa færi á nýjum áherslum. Þann- ig háttar til í þessu tilviki,“ segir Kristján. jonhakon@frettabladid.is Snýr heim til Íslands eftir 36 ára fjarveru Birgir Jakobsson, verðandi landlæknir, segir íslenska heilbrigðiskerfið standast samanburð við það sænska. Hann hefur starfað á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi í 20 ár. Birgir hlakkar mikið til að fást við verkefni landlæknis hér heima NÆSTI LANDLÆKNIR Birgir Jakobsson hefur búið í Svíþjóð í 36 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er ekkert einföld ákvörðun að gera upp á milli tveggja einstaklinga sem eru metnir hæfir. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. HONG KONG, AFP Lögreglan í Hong Kong þurfti að hafa sig alla við til að halda mótmælendum í skefjum í gær í hverfinu Mongkok. Mót- mælin hafa nú staðið í um það bil tvo mánuði, eða síðan í lok septem- bermánaðar. Mikill órói var í Hong Kong í gær og voru um áttatíu manns hand- teknir. Lögreglan beitti meðal annars piparúða til þess að reyna að ná tökum á þessum mikla óróa sem skapaðist. Girðingar sem notaðar eru til þess að halda mótmælendum í skefj- um tókust á loft og má segja að ástandið sé mjög slæmt. - glp Mótmælin í Hong Kong hafa staðið í um tvo mánuði: Piparúða beitt til að ná tökum PIPARÚÐI NOTAÐUR Mótmælin í Hong Kong standa enn og þurfti lögreglan meðal annars að nota piparúða til að hafa tök á aðstæðum. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Almenn útlán Íbúða- lánasjóðs í október voru 273 millj- ónir króna, en uppgreiðslur eldri lána hins vegar 2,3 milljarðar króna í sama mánuði. Í október í fyrra námu ný útlán 900 milljón- um króna. Útlán Íbúðalánasjóðs hafa dreg- ist saman um nokkurra mánaða skeið. Sigurður Erlingsson, for- stjóri sjóðsins, segir að samdrátt- urinn í október sé hluti af því. En fleira komi til. „Þessi umræða um framtíðarskipan húsnæðismála hefur klárlega áhrif. Menn hugsa kannski með sér að ef það eigi að fara að breyta íbúðalánum þá vita þeir ekkert hvaða þjónustustig verður í framtíðinni,“ segir Sig- urður. Fólk viti ekkert hvort lánið þeirra verði selt og hvert það verði þá selt. Þá vilji menn hugsanlega fara þangað sem meiri vissa er um framtíðina. „Varan er óbreytt, vaxtakjörin hafa verið óbreytt í nokkuð langan tíma. Vextir ann- arra hafa verið að hækka á mark- aðnum og færast nær okkar vöxt- um þannig að í raun og veru getum við sagt að við séum samkeppnis- hæfari,“ segir Sigurður. Skýringuna sé því líklegast að finna í ytra umhverfi og óvissu með sjóðinn. „Þetta getur verið ein birtingarmynd þess,“ segir Sigurð- ur. - jhh Uppgreiðslur á lánum Íbúðalánasjóðs eru tífalt hærri en ný fasteignalán: Óvissan eykur vanda sjóðsins HÚSNÆÐI Þeim fækkar sem taka lán hjá Íbúðalánasjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR „Það var gert samkomulag um starfslok. Það er trúnaðarbrestur og það er hægt að miklu leyti að rekja til þessara mála sem hafa verið í umræðu í fjölmiðlum,“ segir Bryndís Har- aldsdóttir, formaður stjórnar Strætó bs., um starfslok Reyn- is Jónssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Samkomulag stjórnar við Reyni felur í sér að hann fær níu mán- aða uppsagnarfrest borgaðan eða um tíu milljónir króna. Frá þeirri upphæð dregst tjón upp á um milljón sem Reynir olli á bíl sem hann hafði til umráða en var í eigu fyrirtækisins. Bryn- dís segir trúnaðarbrest hafa orðið milli framkvæmdastjóra og stjórnar en lögfræðingar hafi ráðlagt stjórninni að ljúka mál- inu á þennan hátt þar sem ólík- legt teljist að Reynir hafi sam- kvæmt lögum gerst brotlegur í starfi sínu. „Stjórnin er búin að sitja yfir þessu og leita sér ráð- gjafar hjá lögfræðingum og við erum búin að fara yfir þetta mál. Þetta eru þær ráðleggingar sem við fáum og sú leið sem við telj- um besta fyrir Strætó til fram- tíðar,“ segir hún. „Það er uppi mjög mikil lagaleg óvissa um þessi atriði. Lagalega óvissan er það mikil að þeir ráðleggja okkur að ljúka þessu með þess- um hætti,“ segir hún. Bryndís telur stjórnina ekki hafa brugðist. „Það er frekar að við séum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Þetta eru mál sem gerðust á síðustu mán- uðum og eru að komast upp núna. Við teljum að með þess- ari leið sem við erum að fara sé hagsmunum Strætó best borg- ið. Við erum fyrst og fremst að hugsa um það að stjórnin sé hafin yfir allan vafa.“ Nú verður farið í rekstrarúttekt á starfsemi Strætó. „Við erum að fara í það að ráða inn innri endur skoðanda. Erum að fara yfir starfsreglur, siðareglur og sjá til þess að þess- ir hlutir sem gerðust, gerist ekki aftur.“ - vh Segir lagalega óvissu um það hvort Reynir hafi gerst brotlegur í starfi: Stjórnin hafi ekki brugðist BRYNDÍS HARALDSDÓTTIR REYNIR JÓNSSON VIÐSKIPTI Hagnaður N1 á þriðja ársfjórðungi jókst um 35% miðað við sama tímabil í fyrra, fór úr 690 milljónum króna í 932 millj- ónir. Í uppgjöri sem félagið birti í gær kemur jafnframt fram að hagnaður fyrstu níu mánuði árs- ins hafi aukist á milli ára, var 794 milljónir króna í fyrra en er 1.329 milljónir á þessu ári. Aukning- in nemur 67,4%. Rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1.252 milljónir króna á þriðja fjórðungi í ár. Var 1.161 milljón í fyrra. - óká 67,4% sveifla frá 2013: Hagnaður N1 eykst milli ára ➜ Umræða um framtíðar- skipan húsnæðismála fækkar útlánum Íbúðalánasjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.