Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 34
| 8 26. nóvember 2014 | miðvikudagur
„Ég ætlaði svo sem aldrei að ráða
mig í vinnu hér en svo sá ég þessa
spennandi hluti sem eru í gangi
og hitti þetta skemmtilega fólk
og langaði þá að vera með,“ segir
Birgir Jónsson, aðstoðarforstjóri
Wow air.
Birgir tók við starfi nu í síðustu
viku en hann hafði þá unnið hjá
Wow sem ráðgjafi í tvo mánuði og
sinnt verkefnum við endurskipu-
lagningu og stefnumótun fyrir-
tækisins.
„Í kjölfarið fór Skúli Mogensen
að orða þetta starf við mig og ég
hafði þá þann lúxus að ég þekkti
innviði fyrirtækisins áður en ég
tók ákvörðunina,“ segir Birgir.
Hann hefur í nógu að snúast
þessa dagana. Fyrir utan að sjá nú
um daglegan rekstur fl ugfélags-
ins er Birgir trommari þunga-
rokkshljómsveitarinnar Dimmu
og fjögurra barna faðir.
„Dimma er að spila á Græna
hattinum á Akureyri um næstu
helgi og helgina eftir það eigum
við að hita upp fyrir Slash í Laug-
ardalshöllinni. Það er draum-
ur að fá að hitta átrúnaðargoðið
sem hefur verið í uppáhaldi síðan
maður var lítill pjakkur.“
Birgir er með sveinspróf í
prentun, háskólagráðu í rekstr-
arhagfræði og MBA-gráðu frá
University of Westminster í Bret-
landi sem hann lauk árið 2000.
Það ár var Birgir ráðinn forstöðu-
maður netþróunar Íslandsbanka
og árið 2001 tók hann við starfi
svæðisstjóra Össurar hf. í Asíu.
„Ég ferðaðist alveg svakalega
mikið í því starfi og þetta voru
mjög spennandi tímar hjá Öss-
uri. Svo kom ég hingað til lands
árið 2004 þegar ég var ráðinn for-
stjóri Iceland Express. Þar var ég
í rúm tvö ár en fl utti svo til Rúm-
eníu árið 2006 þegar ég varð for-
stjóri Infopress Group sem er ein
stærsta prentsmiðja Austur-Evr-
ópu með 1.300 starfsmenn og var
í eigu Kvosar, móðurfélags Prent-
smiðjunnar Odda,“ segir Birgir.
Hann er giftur Lísu Ólafsdóttur,
eiganda verslunarinnar Madison
Ilmhús í Aðalstræti, en fjölskyldan
var með annan fótinn í Rúmeníu
í þau fjögur ár sem hann starfaði
fyrir Kvos.
„Síðan þá hef ég starfað sjálf-
stætt og meðal annars sinnt verk-
efnum fyrir Prentsmiðjuna Odda.
Svo er alltaf nóg að gera í tónlist-
inni en hún er stór hluti af mínu
lífi og frítíminn fer nánast allur í
hana. Við í Dimmu höfum verið að
spila nánast hverja einustu helgi,
í á þriðja ár, og hljómsveitin hefur
gefi ð út tvær stórar plötur, dvd-
diska og fl eira. Þetta er því lífsstíll
fyrir mig og þar af leiðandi einnig
fyrir fjölskylduna.“
Hittir átrúnaðargoðið Slash í Höllinni
Birgir Jónsson tók við starfi aðstoðarforstjóra Wow air í síðustu viku. Hann er með MBA-gráðu frá University of
Westminster í London og er trommari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu. Stýrði prentsmiðju í Austur-Evrópu.
LEMUR HÚÐIRNAR Birgir Jónsson hefur einnig spilað með hljómsveitunum Stafrænn Hákon og XIII. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hr. Már Guðmundsson,
seðlabankastjóri Seðlabanka Íslands
Árið 2006 fjárfestum við fyrir
umtalsverða upphæð á Íslandi með
kaupum á hlut í Marel hf., matvæla-
vinnslufyrirtæki skráðu í Reykjavík. Í
gegn um fjárfestingafélag okkar höfum
við tekið virkan þátt í stjórnun félags-
ins þar sem ég tók sæti í stjórn og hef
lagt vexti þess lið sem forystufyrirtæki
í matvælavinnslugeiranum í heiminum.
Fjárfestingar af þessum toga eru ein-
mitt þær sem Evrópureglum um fjár-
málamarkaði var ætlað að auðvelda.
Þegar hagkerfi Íslands hrundi árið
2008 var komið á fjármagnshöftum til
þess að vernda og endurreisa hagkerfi
landsins. Við höfum skilning á að hag-
kerfi Íslands hafi verið ógnað og að það
hafi réttlætt takmarkanir á einni af
helgustu reglum Evrópu: frjálsu fl æði
fjármagns.
Þegar frá líður, með hverju farsælu
skrefi sem tekið hefur verið í átt að
efnahagsbata á Íslandi, hefur reynt á
þolrif þessa skilnings. Ég trúi því nú
fastlega að viðvarandi notkun gjaldeyr-
ishafta geti valdið óafturkræfum skaða
á framtíðarefnahagshorfum Íslands.
Þótt færa megi fyrir því rök að íslenskt
efnahagslíf sé enn að ná sér, þá á hið
sama við um mörg önnur Evrópulönd.
Þau lönd, Kýpur þar á meðal, geta hins
vegar ekki reitt sig á gjaldeyrishöft og
torvelt að sjá af hverju Ísland ætti að
geta það. Á meðan íslenskt efnahags-
líf hefur styrkst hröðum skrefum hefur
greining mín á stöðunni breyst í for-
undran á því hvernig íslenskir stjórn-
málamenn hafa í raun tekið forráð yfi r
eignum sjálfstæðs erlends fjárfestis í
landinu. Sama fjárfestis og hefur tekið
virkan þátt í að leggja efnahagslífi nu
lið. Staðan er um margt tekin að minna
á þjófnað.
Ný erfðalög breyttu stöðunni
Eins og þú veist vel gerði, árið 2012,
grundvallarbreyting á því hvernig
erfðalög í Danmörku meðhöndla skráð
hlutabréf það að verkum að fyrirtæki
mitt er í hættu statt, komi til þess að
ég fái ekki komið fjárfestingu minni
aftur til föðurlandsins áður en ég fell
frá. Ég er nú 73 ára og sú stund nálg-
ast óðum að fyrirtæki mitt gengur að
erfðum. Þessar aðstæður liggja að baki
umsókn okkar til Seðlabanka Íslands
í ágúst 2013 um undanþágu frá fjár-
magnshöftum.
Í ljósi áhyggna af því að vandinn sem
hér er lýst gæti leitt til þess að mörg
störf glötuðust í Danmörku, funduðu
sendiherra Danmerkur og konsúll með
þér 20. september 2013. Á þeim fundi
sagði samstarfskona þín, Ingibjörg Guð-
bjartsdóttir, að umsókn okkar virtist
uppfylla skilyrði undanþágu, en ákveðn-
ar ótilteknar upplýsingar vantaði. Seðla-
banki Íslands ynni að því að fá þessar
upplýsingar frá Brussel. Ekki liggur
fyrir hverjar þessar upplýsingar sem
upp á vantaði gætu hafa verið.
Niðurstaðan er að þrátt fyrir mikil
skrifl eg samskipti milli mín og skrif-
stofa þinna og þrátt fyrir
fjögurra vikna innri
afgreiðslufrest Seðlabank-
ans til vinnslu umsókna,
þá hefur tekið yfi r þrett-
án mánuði að fá stuttlega
höfnun. Í höfnunarbréfi
þínu segir að hagsmun-
ir mínir séu ekki nægi-
lega áríðandi til að
„réttlæta undanþágu
fram yfi r aðra í sömu
stöðu“. Sem er tölu-
verð yfi rlýsing, svona
með það í huga að þú
hefur nú haft fjár-
muni okkar í haldi
í meira en sex ár.
Raunar má
segja að sá, sem
er í sömu stöðu og ég – stöðu
sem gæti haft jafn skaðlegar afl eiðingar
– uppfyllir ekki kröfu um undanþágu,
liggur í augum uppi að undanþágurnar
eru sjónarspil.
Stjórnvöld í rússneskri rúllettu
Að það hafi tekið þrettán mánuði, fjölda
slælegra afsakana, þar með taldar end-
urteknar spurningar og lítilfjörlegar
skýringar, áður en þú sagðir okkur á
endanum það sem þú hefur allan tímann
vitað, endurspeglar að fullu þá slæmu
meðferð sem ég og aðrir fjárfestar
hafa orðið fyrir. Meðferð sem er orðin
almennt kunn meðal hugsanlegra fjár-
festa í öðrum löndum. Með slíkri fram-
komu við fjárfesta gerir þú þá fráhverfa
Íslandi og gref-
ur undan mörg-
um framtíðar-
möguleikum
Íslands á umtals-
verðri erlendri
fjárfestingu.
Með því að gefa
út undanþáguna
sem við uppfyllum
skilyrðin fyrir væri
tekið gott skref í átt
til efl ingar trausts og
endurbyggingar brúa
sem brenndar hafa
verið. Aðgerða er hins
vegar þörf nú þegar.
Fjármagnshöftin eru
enn við lýði á sínu sjö-
unda ári og í ljósi nýlegr-
ar skoðunar yfi rvalda í
Evrópu, sem nú gera sér
stöðuna ljósa, þá vinnur
tíminn ekki með Íslendingum.
Íslensk stjórnvöld leika rússneska-
rúllettu með aðgang Íslands að fjár-
magnsmörkuðum Evrópu og að því
líður að aðildarríki Evrópusambands-
ins og stjórnmálamenn þeirra taka að
spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heim-
ill aðgangur að innri markaði Evrópu á
meðan landið hunsar eina af helgustu
greinum Samningsins um evrópska
efnahagssvæðið (bann við fjármagns-
höftum).
Yðar einlægur,
Lars Grundtvig
Skilið okkur peningunum!
Opið bréf
Lars Grundtvig
Með slíkri
framkomu
við fjárfesta
gerir þú þá
fráhverfa
Íslandi og
grefur undan
mörgum
framtíðar-
möguleikum
Íslands á
umtalsverðri
erlendri fjár-
festingu.
BRÉFIÐ SEM LARS GRUNDTVIG SENDIR MÁ
GUÐMUNDSSYNI.
Það er draum-
ur að fá að
hitta átrúnaðargoðið
sem hefur verið í
uppá haldi síðan
maður var lítill
pjakkur.
„Biggi er snill-
ingur og gleði-
maður og við
höfum brallað
margt síðan við
vorum samtíða í
London fyrir um
20 árum. Hann
er einstaklega
vel giftur og við hjónin skemmtum
okkur alltaf konunglega með þeim
Lísu, gjarnan yfir góðum mat og
drykk. Biggi er farsæll í því sem
hann tekur sér fyrir hendur hvort
sem það er uppgangur íslenskra
fyrirtækja í Asíu og Austur-Evrópu
eða að spila á trommur. Hann hefur
lag á að ná til fólks og vinnur það á
sitt band með einlægni og áhuga.
Wow hefði ekki getað fengið betri
mann til liðs við sig.“
Arnar Þór Másson, skrifstofu-
stjóri í forsætisráðuneytinu
„Birgir er kraft-
mikill karakter
með leiftrandi
svartan húmor
fyrir sjálfum
sér og lífinu.
Þessi húmor
getur verið
torskilinn fyrir
styttra komna og ég hef oft séð
Birgi beinlínis engjast af hlátri inni
í sér meðan aðrir viðstaddir eru
eitt stórt spurningarmerki. Undir
kæruleysislegu og svölu yfirborðinu
er Birgir skarpgreindur og hefur
einstakan hæfileika til að lesa í
fólk og aðstæður. Hann hefur opið
hugarfar og víðsýni þess er víða
hefur ratað og er fljótur að sjá stóru
myndina þar sem aðrir sjá aðeins
smáatriðin. Hann er ekkert að eyða
of miklum tíma í hluti sem honum
finnast ekki áhugaverðir en í þeim
verkefnum sem hann hefur ástríðu
fyrir er nákvæmlega ekkert sem
stöðvar hann.“
Jón Ómar Erlingsson,
framkvæmdastjóri
Prentsmiðjunnar Odda.
KRAFTMIKILL KARAKTERSVIPMYND
Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is