Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 8
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is tré - sem endist ár eftir ár!Gæðajóla latré eru í hæsta gæðaflokki auk Þessi jó vera mjög falleg og líkjast þannigþess að legum trjám. Einföld samsetning.raunveru Fæst einnig í Hagkaupi Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré Jeppadekk Jeppinn stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja dekk við hæfi. Þjónustusími: 561 4200Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Landsvirkjun gerir ráð fyrir að auka arðgreiðslur innan fárra ára. Á fjórum árum hefur verið fjárfest í nýjum orkumannvirkj- um fyrir 50 milljarða króna og skuldir verið greiddar niður um annað eins á sama tíma. Þetta var meðal þess sem kom fram á haustfundi Landsvirkjun- ar í gær. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að fundi lokn- um að Landsvirkjun nýti sitt svigrúm í dag til að greiða niður skuldir eins og staða fyrirtækis- ins gerir kröfu um. „Við verðum að gera það áfram. En hversu mikið þarf að greiða skuldir niður áður en raunhæfur möguleiki er að auka arðgreiðslur ræðst af markaðs- aðstæðum; við sjáum ekki fyrir hvernig gengur að auka tekjurn- ar. Þetta snýst um samspil tekna á móti skuldum og við þurfum að ná þeim stað að Landsvirkjun verði sjálfbær í endurfjármögn- un, án ríkisábyrgðar. Þá, þegar því er náð, eykst arðgreiðsluget- an,“ segir Hörður en í erindi sínu sagði hann enn fremur að tölurn- ar sýni að rekstur raforkukerf- isins er í dag að skila verulegri verðmætasköpun. „Ef við horfum síðan til langs líftíma orkumannvirkjanna, auk- innar eftirspurnar, hækkandi raforkuverðs og lækkandi skuld- setningar þá er ljóst að allar for- sendur eru fyrir verulega aukna fjármunamyndun.“ Spurður hvenær þessum áfanga verði náð, segir Hörð- ur vonast til að það verði innan þriggja til fjögurra ára. Spurður um hversu háar arðgreiðslurn- ar verða, og eðlilegt geti talist að Landsvirkjun greiði eiganda sínum – þjóðinni – mikinn arð á ári, segir Hörður. „Við notum fjármunamyndun til að greiða skuldir, fjárfesta og greiða arð. Miklar fjárfesting- ar draga úr arðgreiðslugetunni en ef við þyrftum ekki að greiða niður lánin eins og undanfarin ár, en viðhaldið þeim, þá hefði arð- greiðslugetan verið 50 milljarðar. Svo ræðst þetta á endanum á vilja eigandans til að byggja upp fyr- irtækið – hvort uppbygging eða arðgreiðslur eru forgangsatriði,“ segir Hörður. Hörður sagði í erindi sínu að meðalverð Landsvirkjun- ar til viðskiptavina sinna væri 20 dollarar, en viðmiðunarverð nýrra samninga sé 43 dollarar. „Það er veruleg hækkun sem er að nást. Afsláttur er gefinn á fyrstu árum samninga, og einnig ef magnið er mikið og mótaðilinn er mjög sterkur,“ segir Hörður og bætti við að nú banki fyrirtæki á dyrnar og biðji um orku í stað þess þegar uppbygging orkukerf- isins var háð stórum notendum og takmarkaðir möguleikar til að fá hærra verð. Ávinningur samfélagsins með hækkandi orkuverði kom skýrt fram í máli Harðar. Hver dollari í verðhækkun eykur arðgreiðslugetu Lands- virkjunar um 1,5 milljarða á ári. Það myndi skiptast þannig á milli kaupenda orkunnar að 1,3 millj- arðar kæmu frá alþjóðlegum iðnaði, 150 milljónir frá almenn- um atvinnurekstri og 50 millj- óna króna hækkun fyrir íslensk heimili. Svigrúm til arðgreiðslna að myndast Landsvirkjun greiddi skuldir og fjárfesti í orkumannvirkjum fyrir 100 milljarða árin 2010 til 2013. Forgangsatriði er að greiða niður skuldir sem er forsenda þess að auka arðgreiðslur. Niðurgreiðsla skulda um 50 milljarða á fjórum árum gefur hugmynd um mögulegar arðgreiðslur. HÖRÐUR ARNARSON Spurður um upphæð arðgreiðslna bendir hann á 50 millj- arða skuldaniðurgreiðslur til viðmiðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Áliðnaðurinn er og verður kjölfestan í orkufrek- um iðnaði á Íslandi, sagði forstjóri Landsvirkjunar í gær. Álfyrirtækin séu traust fyrirtæki sem horfi til langs tíma og hafi gert Íslendingum kleift að byggja upp öflugt raforkukerfi hér á landi. Hörður sagði að ef Landsvirkjun væri í dag að hefja uppbyggingu raforkukerfisins þá yrði aftur fyrst leitað eftir því að fá álfyrirtæki til að hefja starfsemi hér á landi. Um kísilmálmframleiðslu kom fram að vöxtur greinarinnar sé m.a. drifinn áfram af miklum vexti í framleiðslu á raforku með sólarorku. Hörður sagði í dag vera vitað um tólf verkefni í undirbúningi í heiminum og af þeim þrjú á Íslandi. Gagnaver er þriðja greinin sem horfir í dag til Íslands, sagði Hörður. Hag- stætt rekstrarumhverfi, svalt loftslag sem dregur úr kostnaði við kælingu og staðsetning landsins styður við þá þróun. Landsvirkjun er í viðræðum við nokkurn fjölda fyrirtækja sem sýna því áhuga á að hefja slíkan rekstur á Íslandi. Athyglisvert er að umtalsverð samkeppni er á milli landa að fá til sín gagnaver, m.a. eru allar Norðurlandaþjóðirnar að vinna hörðum höndum að því að fá þennan rekstur til sín, og með góðum árangri þar sem Facebook reisir nú gagnaver í Svíþjóð og Google í Finnlandi. EFTIRSPURN VEX FRÁ TRAUSTUM IÐNGREINUM Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerði tækifæri orku- iðnaðarins að umtalsefni í erindi sínu. Sagði að erlendir fjárfestar, sem koma að máli við hana, spyrðu ítrekað hversu mikil raforka muni verða til staðar og aðgengileg á næstu árum á Íslandi. Þessu segist hún ekki getað svarað og óvissan sé ekki til að hvetja fyrir- tæki til fjárfestinga, sagði Ragnheiður og bætti við: „Rammaáætlun átti að veita okkur svörin við þessum spurningum, en því miður hefur hún ekki gert það,“ sagði ráðherra. „Ég segi það hreint út. Ég tel vera fulla þörf á því að við förum út í nýja orku- vinnslukosti, til viðbótar við núverandi raforkuframleiðslu, hvort sem er í vatnsafli, jarðvarma eða vindi. Ég tel að röksemdir séu til staðar til að færa fleiri virkjunarkosti úr biðflokki í orkunýtingarflokk, á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir úr fyrsta, öðrum og þriðja áfanga Rammaáætlunar. Og ég tel í þriðja lagi brýnt að hafist verði handa við undirbúning þeirra virkjunarkosta sem eru í orkunýtingarflokki, í samræmi við lög og reglur.“ VILL UPPBYGGINGU ÁN FREKARI TAFA í verðhækkun eykur arðgreiðslugetu Landsvirkjunar um 1,5 milljarða króna. $1 EFNAHAGSMÁL „Hvað þetta frum- varp varðar þá sé ég ekki neina efn- isbreytingu sem kemur til móts við þá gagnrýni að það stendur áfram til að hækka verð á öllum matvæl- um,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, um fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar að hækka neðra þrep virðisaukaskatts í ellefu prósent en ekki tólf prósent. „Það að fara í ellefu prósent en ekki tólf sé ég ekki sem neina efnis- breytingu. Það er enn þá gert ráð fyrir að tekjuöflun vegna niðurfell- ingar vörugjalda verði með hækkun matarskatts,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Bjarni Bene- diktsson hafi kynnt þær fyrirætlan- ir að fara með virðisaukaskattsþrep- ið fljótlega upp í fjórtán prósent í áföngum. Gylfi vill vita hvort þau áform að fara í ellefu prósent en ekki tólf feli í sér að menn séu núna að falla frá því lokatakmarki að fara í fjórtán prósent. Bjarni Benediktsson sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, að með því að fara í ellefu prósent en ekki tólf prósent sé verið að gefa eftir rétt rúmlega tvo milljarða af skatttekjum. „Við erum að halda okkur við þá stóru kerfisbreytingu sem er að draga úr muninum milli þrepanna, draga úr þessari gjá sem er á milli þrepanna,“ segir Bjarni. Þá verði vörugjöldin felld niður og það hafi enn jákvæðari áhrif á kaup- mátt, ráðstöfunartekjur og verðlag í landinu. - jhh Forseti ASÍ vill svör um framtíðaráhorf stjórnvalda varðandi virðisaukaskatt: Engin efnisbreyting verið gerð KREFST SVARA Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýnir skattabreytingar stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.