Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 32
FÓLK|FERÐIR
Skemmtileg hefð hefur myndast á Laugarvatni undanfarna áratugi en þá hittast íbúar bæjarins og
nærsveitungar á fyrsta sunnudegi í
aðventu og fleyta friðarkertum út á
Laugarvatn. Þessi athöfn er hluti af
dagskrá sem kvenfélagið og Lionsfélag-
ið skipuleggja í sameiningu og er fyrir
löngu orðinn fastur liður í jólahaldinu
þar um slóðir. Kvenfélagið er með ár-
legan jólabasar og vöfflukaffi þennan
dag þar sem íbúar geta leigt borð og
selt eigin vörur að sögn Hilmars Ein-
arssonar, fyrrverandi byggingafulltrúa
uppsveita Árnessýslu, auk þess sem
Lionsklúbburinn selur friðarkerti fyrir
athöfnina síðar um daginn. „Seinni part
dags er farið í Bjarnaskóg og kveikt á
jólatré. Að því loknu, yfirleitt um kl.
17, röltir hópurinn niður að vatni með
kertin sem keypt voru af Lionsklúbbn-
um fyrr um daginn, kveikt er á þeim og
þau látin fljóta út á vatnið. Í góðu veðri
er þetta virkilega falleg sjón og ekki
skemmir fyrir að á sama tíma er spiluð
falleg jólatónlist við bakka Laugarvatns
sem eykur enn frekar áhrifin.“
Fjöldi friðarkerta er mismikill milli
ára en Hilmar segir að alla jafna séu
keypt um 110-120 kerti hjá Lions-
klúbbnum ár hvert sem fleytt er út á
vatnið. „Einstaka sinnum er vindáttin
þannig að þau sigla í rólegheitunum
frá bakkanum út á vatnið. Svo hefur
að minnsta kosti einu sinni verið svo
brjálað veður að það var ekki nokkur
leið að láta loga á kertunum. Það er
ekkert öruggt á þessu landi þegar
veðurfarið er annars vegar. Stemningin
er þó alltaf góð þrátt fyrir misjafnt
veður og falleg jólatónlistin skipar þar
líka stóran sess. Okkur heimamönnum
þykir þessi kertafleyting náttúrlega
eðlilegasti hlutur í heimi en mörgum
aðkomumönnum þykir þetta afar til-
komumikil sjón.“
Aðspurður segist hann ekki vita um
sambærilega hefð hérlendis á þessum
tíma árs. „Það eru svo mörg ár síðan
þetta byrjaði að uppruninn er óljós. Mig
minnir þó að upphaflega hafi hugmynd-
in kviknað þegar friðarkertum var fleytt
út á Tjörnina í Reykjavík fyrir löngu síð-
an. Þá kom þessi hugmynd upp hér, að
gera eitthvað sambærilegt og úr varð
þessi skemmtilegi og fallegi siður okkar.
Um tíma settum við líka marglitar jóla-
ljósaslöngur utan á Héraðsskólann sem
ljómaði upp þegar hópurinn gekk niður
að vatninu. Það var virkilega falleg sjón
í skammdegisrökkrinu.“
Um 100 erlendir gestir munu heim-
sækja gufubaðið á Laugarvatni þennan
daginn að sögn Hilmars. „Það verður
gaman að sjá hvernig þeir upplifa
kertafleytinguna okkar. Vonandi fá þeir
gott veður og ekki verður verra ef hóp-
urinn kaupir líka kerti með okkur. Þá
gæti þetta orðið ansi eftirminnileg sjón
fyrir okkur og ekki síður ferðalangana.“
■ starri@365.is
HÁTÍÐLEG STUND
VIÐ LAUGARVATN
FALLEGT Á LAUGARVATNI Friðarkerti fljóta út á Laugarvatn fyrsta sunnudag
í aðventu hvert ár. Þessi fallegi siður laðar til sín fjölda fólks og margir líta á
hann sem upphaf jólaundirbúnings á þessum slóðum.
FEGURÐ Í fallegu veðri er útsýnið og stemningin engu lík. MYND/PÁLMI HILMARSSON
Hilmar Einarsson, fyrr-
verandi byggingafulltrúi
uppsveita Árnessýslu.
GAMAN Kertafleytingin er alltaf stór stund hjá yngstu kynslóðinni.
MYND/PÁLMI HILMARSSON
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is