Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 18
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JENSÍNA NANNA EIRÍKSDÓTTIR ljósmóðir, lést á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn laugardag. Útför fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 28. nóvember næstkomandi kl. 13.00. Aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORGEIRSSON Hrafnhólum 2, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu, Boðaþingi laugar daginn 22. nóvember. Útförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, föstudaginn 28. nóvember kl. 15. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu, Boðaþingi fyrir góða umönnun og hlýju. Jón Jónsson María Elsa Erlingsdóttir Vilborg Jónsdóttir Ari Þórólfur Jóhannesson Þorsteinn Yngvi Jónsson Virginia G. Isorena barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞORVALDUR HEIÐDAL JÓNSSON fyrrum bóndi á Tréstöðum, Víðilundi 16A, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 24. nóvember. Útförin auglýst síðar. Þórunn Jóhanna Pálmadóttir Gerður G. Þorvaldsdóttir Hermann A. Traustason Rósa K. Þorvaldsdóttir Ólafur Jósefsson Jón Á. Þorvaldsson Gyða H. Sigþórsdóttir Gestheiður B. Þorvaldsdóttir Hermann H. Kristjánsson afabörn, langafabörn og systkini hins látna. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR Selvogsgrunni 14, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 20. nóvember. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 1. desember kl. 13.00. Kristín Ragnarsdóttir Arne Nordeide Þórunn Ragnarsdóttir Snorri Egilson Málfríður Ragnarsdóttir Einar Ragnarsson Claudia Gluck Guðmundur Ragnarsson Þóra Friðriksdóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, HLAÐGERÐUR ODDGEIRSDÓTTIR frá Grenivík og Raufarhöfn, til heimilis að Furugerði 1, Reykjavík, lést mánudaginn 24. nóvember á líknardeild Landspítalans. Útför hennar verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 15.00. Börn Hlaðgerðar og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN GUÐJÓNSSON lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 10. nóvember sl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. nóvember klukkan 13.00. Viktor Jacobsen Guðjón Jónsson Þuríður Erlendsdóttir Sigríður Jónsdóttir Hörður Jónsson Anna María Jónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hofstöðum, lést fimmtudaginn 20. nóvember á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Jarðsungið verður frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Ástkær sambýliskona mín og ættmóðir, STEINUNN ÞORSTEINSDÓTTIR (Nenna) Háaleitisbraut 37, sem lést miðvikudaginn 19. nóvember verður jarðsungin frá Garðakirkju fimmtudaginn 27. nóvember kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð hjartadeildar Landspítalans Geir Ragnar Gíslason Arnlín Þuríður Óladóttir Magnús Rafnsson Óli Jón Ólason Guri Hilstad Ólason Elín Sigríður Óladóttir Heimir Heimisson Guðrún M.Ó. Steinunnardóttir Guðni Kristinsson Þorsteinn Gísli Ólason Halla Björk Magnúsdóttir Ágúst Ólason ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN HALLGRÍMSSON húsasmíðameistari, Útgarði 6, Egilsstöðum, sem lést 17. nóvember, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Björg S. Jónasdóttir Málfríður Þórarinsdóttir Sigurgeir Þorgeirsson Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir Borgþór Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Mikill bruni varð á Húsavík aðfaranótt þessa dags árið 1902. Þar brunnu öll hús verslunar Örums & Wulffs, átta að tölu, en íbúðarhúsi verslunarstjórans tókst þó að bjarga. Miklar verslunarbirgðir urðu þarna eldinum að bráð, þótt vasklega væri gengið fram við björgunarstörf. Alls var 560 tunnum af ýmiss konar matvöru bjargað en næstum annað eins brann. Tjón verslunarinnar og ýmissa annarra var áætlað 90 til120 þúsund krónur. Örum & Wulff var danskt verslunar- fyrirtæki sem hóf verslun á Íslandi árið 1798 í Útkaupstað á Eskifirði. Örum & Wulff var víða með verslanir á landinu, til dæmis á Bakkafirði, Seyðisfirði og Flatey á Skjálfanda. Fréttaritara Suðra á Akureyri blöskraði að ekki skyldi hægt að bjarga húsunum í brunanum. Hann kenndi því um að húsin hefðu staðið allt of þétt saman, „að eigi er líft í sundunum milli þeirra“, sérstaklega með tilliti til þess að tækjakostur til slökkvistarfs væri svo lélegur. „Áhöld eru engin nema vatns- fötur og önnur smáhylki“, segir enn fremur í Suðra. ÞETTA GERÐIST: 26. NÓVEMBER 1902 Gífurlegt tjón í bruna á Húsavík Í haust fór Þekkingarmiðstöð Sjálfs- bjargar af stað með jafningjafræðslu fyrir hreyfihamlaða í formi fyrirlestra á netinu. „Við fórum af stað með þetta verkefni þar sem það hefur frá upphafi verið markmið Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar að standa fyrir öflugri fræðslustarfsemi og jafningjafræðslu, ásamt því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugar- farsbreytingu í samfélaginu,“ segir Rannveig Bjarnadóttir, forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar, en verkefni sem þetta hafði verið í undir- búningi í talsverðan tíma. „Við vorum búin að velta fyrir okkur í hvaða formi væri best að hafa þetta til þess að geta náð til sem flestra og þá líka þeirra sem búa úti á landi líka og í framhaldinu kom þessi hugmynd að birta fyrirlestrana á netinu“ segir Rannveig, en nemendur Kvikmynda- skóla Íslands hafa lagt fram aðstoð sína við að taka upp fyrirlestrana. „Okkur fannst mikilvægt að gefa ein- staklingum færi á að deila sinni pers- ónulegri reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á ein- hvern hátt,“ segir Rannveig, en fyrir- lesararnir eru ekki fagfólk, heldur hreyfihamlaðir einstaklingar sem segja sína sögu. „Með því að hafa fyrirlestrana á net- inu eru þeir aðgengilegir öllum óháð búsetu, en þetta er líka okkar leið til þess að ná til þeirra sem ættu annars erfitt með að koma á fyrirlestur hjá okkur,“ segir hún. Fyrirkomulag sem þetta er nýtt og veit Rannveig ekki til þess að slíkt hafi verið gert hér áður. „Við erum búin að gera tvo fyrirlestra sem hafa fengið gríðarlega góðar við- tökur, og búið er að taka upp tvo til við- bótar. Þetta er verkefni sem er komið til að vera og vonandi getum við haldið áfram að setja inn fyrirlestra,“ segir Rannveig. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir öllum inni á síðu Þekkingarmiðstöðv- ar www.thekkingarmidstod.is. adda@frettabladid.is Rödd hreyfi hamlaðra nýtur sín á netinu Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar fór af stað með jafningjafræðslu í formi fyrirlestra á netinu, en þeir eru öllum aðgengilegir. Tveir fyrirlestrar hafa þegar fengið góð viðbrögð. KOMIÐ TIL AÐ VERA Rannveig vonar að þetta verkefni sé komið til að vera. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.