Fréttablaðið - 26.11.2014, Side 50

Fréttablaðið - 26.11.2014, Side 50
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR | SPORT | 30 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins HANDBOLTI Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslensk- um þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í árs- byrjun. Patrekur Jóhannesson bætt- ist í hópinn í júní þegar austur- ríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austur- ríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Nor- egi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landslið- inu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heims- meistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmda- ráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verð- ur þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfara- stöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrir- liði íslenska landsliðsins á Ólymp- íuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmund- ur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasög- una. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal ann- ars jafntefli á móti íslenska lands- liðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálf- arinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrek- ur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslita- leikinn á EM í janúar en þá þjálf- aði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararn- ir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austur- ríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stór- mót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistara- mótið. Íslenskir þjálfarar eru í þrem- ur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guð- mundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik. SPORT Ísland á fl esta þjálfara á HM Eft ir að íslenska handboltalandsliðið fékk sæti á HM í handbolta í Katar í janúar er ljóst að fj órir íslenskir þjálfarar verða í eldlínunni á mótinu. Engin önnur þjóð á svo marga þjálfara á heimsmeistaramótinu í ár. ARON KRISTJÁNSSON þjálfari Íslands 42 ára þjálfar einnig KIF Kolding í Danmörku Hefur þjálfað Ísland frá 2012 Þriðja stórmótið Besti árangur 5. sæti á EM 2014 (með Íslandi) Spilaði á þremur stórmótum með Íslandi GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON þjálfari Danmerkur 54 ára þjálfaði Rhein Neckar Löwen í Þýska- landi þar til í vor Hefur þjálfað Danmörku frá 2014 Tíunda stórmótið Besti árangur 2. sæti á ÓL 2008 (með Íslandi) Spilaði á fj órum stórmótum með Íslandi PATREKUR JÓHANNESSON þjálfari Austurríkis 42 ára þjálfar einnig Hauka á Íslandi Hefur þjálfað Austurríki frá 2011 Þriðja stórmótið Besti árangur 11. sæti á EM 2014 (með Austurríki) Spilaði á níu stórmótum með Íslandi DAGUR SIGURÐSSON þjálfari Þýskalands 41 árs þjálfar einnig Füchse Berlin í Þýska- landi Hefur þjálfað Þýska- land frá 2014 Annað stórmótið Besti árangur 9. sæti á EM 2010 (með Austurríki) Spilaði á níu stórmótum með Íslandi ÍSLAND MEÐ FLESTA ÞJÁLFARA Á HM Í HANDBOLTA Í KATAR 2015 ÍSLAND ÞÝSKALAND DANMÖRK AUSTURRÍKI SPÁNN KRÓATÍA Óskar Ó. Jónsson ooj@frettabladid.is MANOLO CADENAS þjálfari Spánar VALERO RIVERA þjálfari Katar JORDI RIBERA þjálfari Brasilíu SPÆNSKIR þjálfarar á HM KRÓATÍSKIR þjálfarar á HM SLAVKO GOLUZA þjálfari Króatíu NENAD KLJAIĆ þjálfari Sádí-Arabíu SEAD HASANEFENDIC þjálfari Túnis FÓTBOLTI Brynjar Gauti Guðjóns- son samdi við Íslandsmeistara Stjörnunnar til tveggja ára í gær, en miðvörðurinn öflugi úr Ólafsvík hefur spilað með ÍBV undanfarin fjögur tímabil í Pepsi-deildinni. Hann kemur til með að fylla skarð Danans Martins Rauschenberg sem er að reyna fyrir sér á Norðurlöndum. „Þetta er virkilega flottur klúbbur og hér er mikill metnaður. Mér líst bara vel á Rúnar, þjálfarateymið, aðstöðuna og þeirra áætlanir,“ sagði Brynjar Gauti við íþróttadeild 365 eftir undirskriftina í gær. „Ég átti mjög góðan tíma í Eyjum og hef ekkert nema góða hluti um Eyjamenn að segja. En það hefur allt sinn tíma og ég fann það í sumar að það var kominn tími á nýja áskorun,“ bætti hann við. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fagnaði því að fá Brynjar Gauta til liðs við sig. „Við settumst niður með honum fyrir nokkrum vikum og kynntum hann fyrir klúbbnum. Honum hefur litist vel á það,“ sagði Rúnar sem telur Ólsarann greinilega ekki vera neinn meðalmann miðað við orð hans um mögulegan liðsstyrk Stjörnunnar. „Við erum með frábæran hóp eins og staðan er núna og við ætlum ekki að sækja neina meðalmenn heldur góða stráka sem styrkja okkur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. - tom Brynjar Gauti enginn meðalmaður KOMINN Í BLÁTT Brynjar Gauti Guðjónsson í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI FH-ingar festu í gær kaup á varnarmann- inum Þórarni Inga Valdimarssyni frá ÍBV. Kaupverðið fékkst ekki uppgefið en Þórarinn Ingi átti eftir eitt ár af samningi sínum við ÍBV. Hann er annar leikmaðurinn sem FH fær til sín í haust en áður hafði Finnur Ólafsson komið frá Breiðabliki. Þórarinn Ingi er 24 ára gamall og á að baki 133 leiki í deild og bikar fyrir ÍBV en hann hefur skorað í þeim 20 mörk. Hann á þar að auki einn leik að baki með A-lands- liði Íslands en hann var í landsliðshópi Íslands nú síðast í haust. Hann á einnig að baki eitt og hálft tímabil í Noregi þar sem hann lék með Sarpsborg. Eins og fram kemur hér til hliðar á síðunni missti ÍBV annan varnarmann úr sínum röðum í gær er Brynjar Gauti Guðjónsson gekk í raðir Stjörnunnar. - esá Þórarinn Ingi til FH FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Lionel Messi bætti enn einu metinu í safnið er hann skoraði þrennu í leik Barcelona gegn APOEL FC frá Kýpur í Meistara- deild Evrópu í gær. Fyrir leikinn var hann jafn Spánverjanum Raul en báðir höfðu skorað 71 mark í Meist- aradeildinni á ferlinum. En með þrennu sinni á Messi nú metið einn og stendur það nú í 74 mörk- um. Luis Suarez skoraði fyrsta markið í 4-0 sigri Barcelona á Kýpur í gær en það var hans fyrsta fyrir félagið eftir að hann tók út langt leikbann í haust. Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, kemur svo næstur á eftir Raul með 70 mörk og á hann því möguleika að saxa á forystu Messis er lið hans mætir Basel í Sviss í kvöld. Messi var einnig í sviðsljós- inu um helgina en þá varð hann markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildairnnar frá upphafi er hann skoraði þrennu í deildarleik gegn Sevilla. - esá Messi bætti markametið ÓTRÚLEGUR Lionel Messi er nú kominn með 74 mörk í Meistaradeild Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚRSLIT MEISTARADEILD EVRÓPU E-RIÐILL CSKA MOSKVA - ROMA 1-1 BAYERN MÜNCHEN - MAN. CITY 2-3 0-1 Sergio Agüero, víti (21.), 1-1 Xabi Alonso (40.), 1-2 Robert Lewandowski (45.), 2-2 Sergio Agüero (85.), 3-2 Sergio Agüero (90.). Staðan: Bayern 12 stig, Roma 5, CSKA 5, City 5. F-RIÐILL APOEL NICOSIA - BARCELONA 0-4 0-1 Luis Suarez (27.), 0-2 Lionel Messi (38.), 0-3 Lionel Messi (58.), 0-4 Lionel Messi (87.). PSG - AJAX 3-1 1-0 Edinson Cavani (33.), 1-1 Davy Klaassen (67.), 2-1 Zlatan Ibrahimovic (78.), 3-1 Edinson Cavani (83.). Staðan: PSG 13, Barcelona 12, Ajax 2, APOEL 1. G-RIÐILL SCHALKE - CHELSEA 0-5 0-1 John Terry (2.), 0-2 Willian (29.), 0-3 Jan Kirchhoff, sjálfsmark (44.), 0-4 Didier Drogba (76.), 0-5 Ramires (78.). SPORTING - MARIBOR (2-1) Leiknum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. H-RIÐILL BATE BORISOV - FC PORTO 0-3 SHAKHTAR DONETSK - ATL. BILBAO 0-1 Staðan: Porto 13, Shakhtar 8, Athletic 4, BATE 3.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.