Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 4
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Winston Royale úr 21.990.- KJARAMÁL Kennsla í tónlistarskólum hófst að nýju í gær eftir um fimm vikna verk- fall tónlistarskólakennara. Samningarnir, sem undirritaðir voru klukkan hálfsex í gærmorgun eftir um 16 klukkustunda lang- an samningafund hjá Ríkissáttasemjara, eru sambærilegir við aðra samninga sem gerðir hafa verið við kennara, að því er Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninga- nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, greinir frá. Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitar- félaga var greint frá því fyrir helgi að tón- listarskólakennarar hefðu krafist hærri launa en leik- og grunn- skólakennarar eða launa- hækkana sem næmu um 21 prósenti. Slíkt væri óásættan- legt. Tónlistarskólakenn- arar lögðu til nýja nálgun í fyrradag, að því er segir á heimasíðu Kennarasam- bands Íslands. Inga Rún vill ekki greina frá efnisatriðum nýja samningsins þar sem hann hafi ekki verið kynntur tónlistar- skólakennurum. Nýi kjarasamningurinn gildir frá 1. nóvember til loka október á næsta ári. Þar sem atkvæðagreiðsla um leiðarvísi um vinnumat og breytingar á kjarasamn- ingi grunnskólakennara verður í febrúar á næsta ári var ákveðið að gera kjarasamn- ing við tónlistarskólakennara til skamms tíma. „Við erum ekki að fara með aðra kenn- arasamninga lengra fyrr en það kemur í ljós hvort framhald verður á samningum við grunnskólakennara. Þetta hangir allt saman,“ segir Inga Rún. - ibs Verkfalli tónlistarskólakennara aflýst eftir undirritun kjarasamninga að loknum maraþonfundi: Svipaður samningi grunnskólakennara INGA RÚN ÓLAFSDÓTTIR LEIÐRÉTT Röng frétt Lesendur Fréttablaðsins eru beðnir vel- virðingar á að í gær var birt frétt, með fyrirsögninni: „Pabbinn samdi Rocky Horror“. Fréttin var röng. - ritstj. 493,8 stig mældist launavísitalan hér á landi í síðasta mánuði. Hún mældist 463,1 stig á sama tíma á síðasta ári. STJÓRNSÝSLA Gísli Freyr Valdórs- son, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn- anríkisráðherra, þarf ekki að greiða ríkinu til baka laun sem hann fékk eftir að hann var ákærður fyrir að leka trúnað- argögnum úr ráðuneytinu. Þetta kom fram hjá RÚV. Gísli var ákærður 15. ágúst síðastliðinn en játaði ekki fyrr en 11. nóvember. Þá var hann sendur í tímabundið leyfi en hélt launum allan þann tíma. Í svari við fyrir- spurn fréttastofu RÚV til innan- ríkisráðuneytisins segir að opin- berir starfsmenn séu ekki krafðir um endurgreiðslu launa nema í þeim tilvikum þar sem laun hafa verið ofgreidd vegna mistaka, þeir hafi svikið út laun eða dregið sér fé. - ak Gísli Freyr heldur laununum: Þarf ekki að greiða til baka VELFERÐARMÁL Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðing- arorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæð- ingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 pró- sent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof. „Við höfum verið að sjá breyt- ingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahags- hruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá grein- ingu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinning- ur sem náðist með fæðingarorlof- inu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.” Eygló Harðardóttir félagsmála- ráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækk- að og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðar- ins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumark- aðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumað- ur fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðing- arorlofssjóðslögunum vera meg- inskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingaror- lof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“ sveinn@frettabladid.is Færri feður í fæðingarorlof Hlutfall feðra sem fara í fæðingarorlof hefur minnkað eftir hrun. Tekjulágir feður eru líklegri en feður með háar tekjur til að sleppa fæðingarorlofi. Félagsmálaráðherra vill fæðingarorlof inn í kjaraviðræður launþega. KJARAMÁL Boðuðu verkfalli Félags prófessora við ríkishá- skóla, sem standa átti dagana 1.-15. desember, hefur verið frest- að. Gengið var frá kjarasamn- ingi við samninganefnd ríkisins í gærkvöldi. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og síðan haldin atkvæða- greiðsla í framhaldinu. Þetta þýðir að jólaprófin við Háskóla Íslands, sem hefjast í næstu viku, fara fram með eðlilegum hætti. - bá Jólapróf með óbreyttu sniði: Verkfalli frestað FEÐUR FARA SÍÐUR Í ORLOF Félagsmálaráðherra vill fæðingarorlof inn í kjaravið-ræður launþega. NORDICPHOTOS/GETTY KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HÁLKA gæti orðið á landinu í dag og á morgun þar sem hitastigið er heldur að falla og verður nálægt frostmarki víða um land. Nokkur úrkoma er í kortunum fyrir helgina og má þá búast við rigningu eða slyddu. 1° 5 m/s 3° 7 m/s 3° 4 m/s 5° 8 m/s Strekkingur með SA- og S-strönd annars hægari vindur. Vaxandi vindur, strekkingur eða hvassviðri. Gildistími korta er um hádegi 9° 22° 2° 14° 17° 3° 12° 7° 7° 23° 10° 19° 21° 12° 11° 5° 7° 5° 1° 3 m/s 4° 5 m/s 1° 4 m/s 1° 6 m/s 1° 6 m/s 2° 8 m/s -3° 9 m/s 3° 6° 2° 4° 4° 7° 1° 4° -1° 3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN 100% 80% 60% 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 87,65% 87,17% 87,68% 88,52% 90,97% 85,83% 83,63% 80,67% 80,39% 77,77% ➜ Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.