Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGKaffi og heitir drykkir MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 20142 Flóuð mjólk er kjörinn drykkur til að slá botninn í góðan dag. Mjólk inniheldur kalk sem svefnspekúlantar vilja meina að hjálpi okkur að slaka á. Þá inniheldur mjólk tryptophan sem lík- aminn umbreytir í melatonín, hormón sem gerir okkur syfjuð. Bjóddu upp á ilmandi heita vanillumjólk að kvöldi og værð fær- ist strax yfir mannskapinn. Tryptophan finnst líka í hunangi. Heit vanillumjólk með kanil 4 bollar mjólk ¼ bolli sykur 1 ½ tsk. vanilludropar Malaður kanill til að strá yfir 1 tsk. hunang ef vill Hellið mjólkinni í pott og sykrinum út í. Látið suðuna koma upp við meðalhita og hrærið stöðugt í eða þar til sykurinn leysist upp. Hrærið þá vanilludropunum út í. Hellið heitum drykknum í fjórar fallegar könnur eða glös og stráið kanil yfir. uppskriftin er fengin af www.marthastewart.com. www.dailymail.co.uk Sjóðheit vanillumjólk Vissir þú til dæmis: … að koffínlaust kaffi inniheldur jafn mikið af andoxunarefnum og hefð- bundið kaffi. … að nær engar kaloríur finnast í kaffi. Í einum bolla af uppáhelltu svörtu kaffi eru þær tvær. Það sem er sett út í kaffið inniheldur hins vegar gjarnan margar kaloríur. Má þar nefna mjólk, sykur og síróp. … að kaffi hefur verið þekkt í yfir ellefu aldir en það voru eþíópískir geitahirðar sem uppgötvuðu það fyrst. Þeir tóku eftir því að geiturnar þeirra urðu hressar og tóku jafnvel til við að dansa eftir að hafa japlað á rauðum berjum sem innihéldu kaffibaunir. … að kaffibaunin er í raun fræ inni í stóru rauðu beri. … að Finnar, Svíar, Norðmenn og Danir drekka mest kaffi per íbúa í heimi. Finnar tróna þar á toppnum. … að sala á koffínlausu kaffi er mest í janúar. Það er rakið til nýársheita. … að tón- skáldið Johan Se- basti- an Bach samdi grínóperu um konu sem var háð kaffi í kringum 1730. … að New York-búar drekka um það bil sjö sinnum meira kaffi en íbúar annarra borga í Bandaríkjunum … að kaffi er önnur algengasta söluvara í heimi á eftir olíu. … að yfir 40 prósent af öllu kaffi í heiminum kemur frá Afríku, Brasilíu og Kólumbíu. … að kaffiberin eru tínd, þurrkuð og skræld. Það sem eftir stendur er græn baun. Baunin er svo ristuð við 260 gráðu hita. Þá poppar hún og stækkar um helming. Nokkrum mínútum síðar poppar hún á ný og þá er baunin tilbúin. … að kaffibaunir eru tvenns konar; Arabica og Robusta. 70% kaffi- unnenda drekka Arabica-kaffi sem er milt. Restin drekkur Robusta sem er bitrara á bragðið. Robusta inniheldur tvöfalt meira koffín. … að kaffiberin voru upp- haflega borðuð. Síðar voru þau marin og þeim blandað saman við fitu og búnar til litlar orkukúlur. Eins eru heimildir um að búið hafi verið til eins konar vín úr berjunum. Það var ekki fyrr en á 13. öld sem farið var að rista kaffibaunirnar inni í berjunum.. … að hinn almenni kaffiunnandi drekkur 3,1 kaffibolla á dag. … að Creme Puffe, elsti köttur veraldar sem náði 38 ára aldri, var alinn á kaffi. Hann fæddist 1967 og dó 2005. Eigandi hans, Jake Perry frá Texas, gaf honum kaffi daglega. Hann átti fyrir köttinn Grandpa Rex Allen. Sá varð 34 ára. Hann var líka alinn á kaffi. … að banvænn skammtur af kaffi er áætlaður um það bil 100 bollar í einu. Kaffi var upphaflega borðað Kaffi er önnur algengasta söluvara í heimi. Það hefur fylgt mannkyninu um aldir. Því tengjast ýmsar skondnar staðreyndir. Grýla, Leppalúði og Leiðindaskjóða Ljúfari en þig grunar Grýla Leppalúði Leiðindaskjóða PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 4 41 93 Það eru nær engar kaloríur í svörtu kaffi. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.