Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 48
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 28
BAKÞANKAR
Jóns Sigurðar
Eyjólfssonar
Öllu verður tjaldað til á tónleikum
Ásgeirs Trausta í Sheperd’s Bush
Empire í London í kvöld. Lúðra-
hljómsveit frá Íslandi fór með
flugi út til að spila á tónleikunum,
auk ljósamanns. Þegar mest lætur
verða 25 manns á sviðinu en stað-
urinn tekur um tvö þúsund manns.
Stephan Stephensen úr GusGus
verður einnig á svæðinu sem sér-
legur ráðgjafi enda hefur hann
mikla reynslu af stórum tónleikum
sem þessum. Uppselt er á tónleika
Ásgeirs í óperuhúsinu í Sydney og
í Liquid Room í Tókýó í janúar og
hefur aukatónleikum verið bætt
við á báðum stöðum.
25 manns á
sviði í London
Sá yðar sem syndlaus er
Það er ekki upp á þjóð mína logið þegar hún finnur lykt af pólitísku blóði. Þessi
kalda upplifun mín hreiðrar um sig í hjarta
mínu, meðan ég fylgist með umfjöllun um
lekamálið svokallaða. Vissulega er ég kátur
yfir því að málið skuli til lykta leitt. Að
sannleikurinn hafi litið dagsins ljós. En það
eru viðbrögðin við þessum mannlega harm-
leik, sem þarna átti sér stað, sem hrella mig.
BÚIÐ er að koma fórnarlömbum í hringinn
eins og syndugu konunni forðum. Þótt Gísli
Freyr hafi gengist við mistökum sínum og
Hanna Birna hafi sagt af sér, þá er kastað
og kastað. Stærstu hnullungarnir koma á
kommentakerfum. En mér finnst eins og
völur fljúgi úr höndum fjölmiðlamanna.
Við erum ekki aðeins að tala um pólitískt
skítkast sem búið er að finna bólusetn-
ingu við fyrir löngu heldur stendur nú
einnig lítt reynt fólk í skotlínunni.
ÞEIR sem hafa efni á því að kasta,
hljóta að vera menn sem aldrei hafa
gert mistök, sem sá fékk að gjalda
fyrir sem síst skyldi. Þeir hafa því
aldrei og myndu væntanlega aldrei
láta sér til hugar koma að reyna að
hylma yfir slík mistök.
ÞETTA hlýtur að vera fólk sem kann að
gefast upp í fullkominni auðmýkt. Kann
að gera andstæðingi sínum til geðs,
þegar það játar sig sigrað.
ÞETTA hlýtur að vera fólk sem ekki
hefði dottið í hug að veita aðstoðar-
manni ráðherra þessar margumræddu
upplýsingar. Það hefði stoppað aðstoðar-
manninn af, sagt honum að koma með
skriflega beiðni frá ráðherranum sjálf-
um.
ÞETTA hlýtur að vera fólk, sem aldrei
hefur sagt neitt, sem í fyllingu tímans
virtist svo kannski rangt eða óþægi-
legt. Það getur því sveiflað gömlu tíma-
riti eins og snöru um höfuð þess sem
breyskari er í þessum efnum.
ÞETTA hlýtur að vera fólk sem lætur
ekki breyskleikann afvegaleiða sig. Það
sér alla hluti fyrir.
EN það sem ég skil ekki er af hverju
þetta flekklausa fólk, sem svona kastar,
þessir sem eru fullnuma í stjórnsýslu
og mannlegum samskiptum, skuli eiga
svona hræðilega erfitt með að fyrirgefa.
TÓNLIST ★★★★★
Rökrétt framhald
Grísalappalísa
12 TÓNAR
Rökrétt framhald er önnur
breiðskífa Grísalappalísu en
fyrsta skífan, Ali, féll nokk-
uð í skugga framúrskarandi
frammistöðu hljómsveitar-
innar á fjölmörgum tón-
leikum undanfarin miss-
eri, sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Var
sveitin til að mynda mesta uppáhald David
Fricke, ritstjóra Rolling Stone-tímaritsins, á
nýafstaðinni Airwaves-hátíð, sem kemur ef til
vill ekki á óvart ef tekið er tillit til standpín-
unnar sem Hr. Fricke hefur haft yfir Gunn-
ari Ragnarssyni söngvara, allt frá tímum
Jakobínarínu. En hei, það er ekkert nema
skiljanlegt. Tónlist, og sérstaklega tónleikar,
Grísalappalísu er hlaðin óútskýranlegri orku,
mystískri og kynferðislegri.
Fyrsta lagið á plötunni er einmitt stútfullt
af hómó erótískri ást í samfaratakti, „Sam-
býlismannablús“. Grátbroslegur textinn segir
frá brothættu en jafnframt fallegu sambandi
tveggja karlmanna sem gefur tóninn fyrir
skífuna alla, sem er glettinn óður til djamms-
ins og Reykjavíkurborgar – sem allir vilja
flýja að lokum, þótt flóttinn geti verið fullur
af ævintýrum.
„Allt má (má út) II: Íslands er lag“ er af
sama meiði, inniheldur línurnar „ég dreg
létt andann / drekk landann / sef út og snúsa
vandann“. Yndislegt! Það má einnig sérstak-
lega minnast á trommur og slagverk í laginu.
Greinilegum áhrifum þýsku krautrokksveit-
innar Can er vel komið til skila og engu lík-
ara en Jaki Liebezeit sé sjálfur að (mjúklega)
lemja húðirnar.
Lagið „ABC“ sýnir breidd
sveitarinnar þegar hún bregð-
ur sér í ska-gír; partíið er að
byrja, ástin liggur í loftinu og
þér er boðið að vera með, því
allt getur skeð. Hér með er
mælt með því að sem flestir
þekkist boðið, ekki síst þar sem
næsta lag, „Flýja“, er hreint út
sagt meistaraverk.
Flótti frá Reykjavík og gljá-
lífi hennar er uppistaða textans
en galdurinn er hvernig flótt-
inn dansar við taktinn, við mel-
ódíuna, einhvers konar Neu!-leg
Hallagallo-veisla. Það er eins og setið sé í bíl
sem er á leið út í buskann á þýskri hraðbraut;
Bílferðin endalaus, taktföst, fábreytt og stór-
brotin á sama tíma, hæg jafnt sem hröð. Þá
eru ónefndar strengjaútsetningarnar í seinni
hluta lagsins sem eru á við frambærileg-
ustu spretti L’histoire de Melody Nelson eftir
Gainsbourg. Þetta er lag sem menntaskóla-
nemendur framtíðarinnar eiga eftir að „upp-
götva“ kynslóð eftir kynslóð. Bravó!
Í næstu lögum kemur þriðja þemað nánar
í ljós, sem er ástin. Póstmódernísk, brotin
frá upphafi, lituð af tilfinningum sem gátu
ekki enst, minningum sem hurfu, eða aldrei
urðu. Þetta er sérstaklega áberandi í laginu
„Vonin blíð“ sem er melódískt og fallegt en
það er texti Baldurs Baldurssonar sem grípur
hlustandann. Nú hefur flóttinn frá Reykjavík
verið fullkomnaður, sólarströndin blasir við:
„Campari sólsetur / við völdum okkur leið –
áfram / en drógumst aftur úr,“ einlægar línur
um ást sem er að renna úr greipum elskend-
anna.
Rökrétt framhald er rökrétt framhald.
Grísalappalísa sýnir meiri breidd en á fyrri
plötu og vopnabúr sveitarinnar er spikfeitt.
Krafturinn sem einkennir sveitina á tón-
leikum kemst vel til skila án þess að dregið
sé úr mikilvægi þess fyrir tónlistarperra að
berja hana augum. Skífan er ekki gallalaus
en hæstu punktar hennar eru á við það besta í
íslenskri tónlistarsögu. Björn Teitsson
NIÐURSTAÐA: Rökrétt framhald er rökrétt fram-
hald. Hæstu punktar skífunnar eru með því besta í
íslenskri tónlistarsögu.
Viltu ekki vera með?
GRÍSALAPPALÍSA Gunnar Ragnarsson og Baldur
Baldursson eru meðlimir hljómsveitarinnar.
Almenningur er hvattur til að taka
þátt í örmyndahátíð sem stendur
yfir á netinu þangað til um miðjan
desember. Um er að ræða mynd-
bönd sem eru fimm mínútna löng
eða styttri.
Halldóra Baldursdóttir og
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir eru
umsjónar menn keppninnar. „Það
eru allir að taka upp örmyndir á
símana sína í dag. Tæknin er orðin
þannig að það geta í raun allir tekið
upp sínar hugmyndir,“ segir Hall-
dóra en hægt er fylgjast með henni
á Facebook-síðu keppninnar og á
vefsíðu RÚV.
Hátíðin var í fyrsta sinn haldin
í fyrra og þá bar Heimir Gestsson
sigur úr býtum fyrir myndina Kjöt.
„Í fyrra voru send 72 myndbönd í
heildina og ég held að það sé verið
að slá það met núna,“ segir hún. - fb
Örmyndir á símana
Almenningur er hvattur til að senda inn myndbönd.
HALLDÓRA
OG HARPA
FÖNN
Umsjónar-
menn
örmynda-
hátíðar sem
er haldin í
annað sinn
í ár.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
ÁSGEIR TRAUSTI Tónlistarmaðurinn
spilar í London í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
THE MATCH FACTORY presents a PROTON CINEMA production
IN CO-PRODUCTION WITH POLA PANDORA, CHIMNEY, FILMPARTNERS, ZDF/ARTE, FILM I VAST
Cast ZSÓFIA PSOTTA, LUKE AND BODY, SÁNDOR ZSÓTÉR, SZABOLCS THURÓCZY, LILI MONORI, LÁSZLÓ GÁLFFI
Director KORNÉL MUNDRUCZÓ ∙ Screenplay KATA WÉBER, KORNÉL MUNDRUCZÓ, VIKTÓRIA PETRÁNYI ∙ Cinematographer MARCELL RÉV ∙ Music ASHER GOLDSCHMIDT
Production Designer MÁRTON ÁGH ∙ Costume Designer SABINE GREUNIG ∙ Hair/Make Up OLIVER ZIEM-SCHWERDT ∙ Sound THOMAS HUHN, GÁBOR BALÁZS
Editor DÁVID JANCSÓ ∙ Animal coordinator TERESA ANN MILLER ∙ Hungarian lead trainer ÁRPÁD HALÁSZ ∙ Producer VIKTÓRIA PETRÁNYI ∙ Co-producers KARL BAUMGARTNER, MICHAEL WEBER,
VIOLA FÜGEN, FREDRIK ZANDER, GÁBOR KOVÁCS, JESSICA ASK ∙ Executive Producer ESZTER GYÁRFÁS ∙ Associate Producer MALTE FORSSELL, ALEXANDER BOHR ∙ Line Producer JUDIT SÓS
Supported by the HUNGARIAN NATIONAL FILM FUND, EURIMAGES, MEDIENBOARD BERLIN-BRANDENBURG, SWEDISH FILM INSTITUTE
2014 © Proton Cinema, Pola Pandora, Chimney
a film by KORNÉL MUNDRUCZÓ
W HI T E G ODL’ELISER D’AMORE KL. 19.15
MOCKINGJAY PART1 KL. 5.15 - 8 - 10
DUMB AND DUMBER KL 5.15 - 8 - 10.45
ST. VINCENT KL. 10.30
NIGHTCRAWLER KL. 5.15 - 8
GRAFIR OG BEIN KL. 10.30
MOCKINGJAY KL. 5.15 - 5.45 - 7 - 8 - 8.30 - 10.40 - 23.10
MOCKINGJAY LÚXUS KL. 5.15 - 8 - 10.40
DUMB AND DUMBER KL.4.30 - 5.30 - 8 - 10.20
GONE GIRL KL.10
KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL. 3.30
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
EMPIRE NEW YORK POST
T.V. SÉÐ & HEYRT TIME OUT LONDON
5:30, 8, 10:30(P)
5:40, 8, 10:20
8, 10:30
5:50