Fréttablaðið - 26.11.2014, Blaðsíða 27
KAFFI&HEITIR DRYKKIR
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Kynningarblað
Döðlur með beikoni
Döðlur sem vafðar eru með
beikoni er einfaldur forrétt-
ur sem bragðast vel.
Það sem þarf:
230 g döðlur
100 g möndlur
450 g beikonsneiðar
Takið steininn úr döðlunum og
setjið möndlu í staðinn. Vefj-
ið beikoni yfir döðluna og sting-
ið tannstöngli í gegn. Setjið í heit-
an ofn og bakið í nokkrar mín-
útur eða þar til beikonið fer að
dökkna. Í staðinn fyrir möndlu
má fylla döðluna með osti, til
dæmis gráðaosti.
New York-steik með kaffi
Góð steik er alltaf vinsæl.
Hér er uppskrift að New
York-steik með kaffi sem
Ina Garten var með í þætti
sínum á stöðinni Food Net-
work. Hún hefur fengið
mikið lof í kommentakerfi
heimasíðunnar fyrir þessa
uppskrift og margir sem
gefa henni fimm stjörnur.
Uppskriftin miðast við
tvo og hana er einfalt að
gera. Uppskriftina má síðan
stækka eftir þörfum.
Það sem þarf:
1 msk. ólífuolía
350 g góð nautasteik
Kryddblanda
½ msk. púðursykur
½ msk. nýmalaður pipar
½ msk. salt
½ msk. chili-flögur
½ msk. kaffiduft
½ msk. hvítlauksduft
½ msk. reykt paprika (duft)
Nuddið ólífuolíunni í kjötið.
Blandið saman öllu sem á að
fara í kryddblönduna og hjúpið
kjötið með henni. Látið standa í
tvær klukkustundir.
Best er að steikja kjötið á útigrilli
en auðvitað er líka hægt að nota
grillpönnu. Hitið grillið og steik-
ið kjötið í um það bil tvær mín-
útur á hvorri hlið. Færið kjötið þá
á kaldari part á grillinu og látið
standa í 20 mínútur.
Látið kjötið síðan standa í 10
mínútur áður en það er skorið.
Berið fram með frönskum kart-
öflum og grænmeti.
Tiramisu
Tiramisu er ítalskur eftir-
réttur sem flestum þykir af-
skaplega góður. Hér er góð
uppskrift af þessum ljúf-
fenga eftirrétti.
Það sem þarf:
6 eggjarauður
¾ bolli sykur
2/3 bolli mjólk
1 ¼ bolli rjómi
½ tsk. vanilludropar
1 box mascarpone-ostur
¼ bolli sterkt kaffi, aðeins
kælt
2 msk. romm
2 pakkar Lady fingers
1 msk. kakó
Hrærið eggjarauðu og sykur þar
til blandan verður létt og ljós í
potti. Bætið þá mjólkinni saman
við og sjóðið við miðlungshita
þar til suðan byrjar að koma upp.
Hrærið allan tímann. Takið af hit-
anum og kælið í klukkustund.
Þeytið rjóma og bætið vanillu-
dropum í hann. Hrærið mascarp-
one saman við eggjablönduna
þar til allt er mjúkt og fínt.
Blandið kaffi og rommi saman.
Dýfið kökunum í blönduna og
raðið í fallegt glas eða ferkant-
aða skál. Ostablandan er sett yfir,
síðan rjóminn, síðan annað lag
af kökum og svo framvegis þar
til allt er búið. Dreifið kakói yfir.
Kælið í ísskáp í 4-6 klukkustundir.
Piparmintukaffi
½ bolli sterkt kaffi
1 msk. súkkulaðisíróp
2 msk. piparmintusíróp
þeyttur rjómi
súkkulaði til skrauts
Setjið síróp og kaffi í bolla eða
könnu. Setjið þeyttan rjóma á
toppinn og skreytið með súkkulaði.
Veisla með ljúffengu kaffibragði
Í skammdeginu er nauðsynlegt að gera eitthvað sér til ánægju og gleði. Það er til dæmis skemmtilegt að bjóða gestum í mat,
leggja fallega á borð og kveikja á kertum. Hér er uppástunga að veislu sem gestir munu falla fyrir og hrósa gestgjafanum.
Í forrétt eru döðlur vafðar með beikoni, í aðal- og eftirrétt er notað kaffi. Síðan er gott piparmintukaffi með rjóma á eftir.
Piparmintukaffi. MYNDIR/GETTY
Tiramisu í glösum.
Steik með frönskum og grænmeti.Döðlur með beikoni og möndlu.