Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 26.11.2014, Qupperneq 44
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 Árni Freyr Gunnarsson píanó- leikari og Nína Hjördís Þorkels- dóttir flautuleikari koma fram á Háskólatónleikum í hádeginu í dag. Flutt verða verk eftir Inga Garð- ar Erlendsson, Atla Ingólfsson, Salvatore Sciarrino og Árna Frey Gunnarsson en verk hans, Veisla í farángrinum, verður frumflutt á tónleikunum. Árni Freyr og Nína Hjördís eru nýflutt heim til Íslands eftir langa dvöl á Ítalíu. Því þykir þeim tilvalið að setja saman blandaða efnisskrá sem annars vegar er byggð á nýlegri ítalskri tónlist og hins vegar enn yngri íslenskri tónlist. Öll verkin eru samin eftir 1980 og endurspegla afar ólíka strauma síðustu 35 ára. Tónleikarnir fara fram í Hátíða- sal Háskóla Íslands og hefjast klukkan 12.30. Enginn aðgangseyr- ir er að tónleikunum og allir eru vel- komnir. fridrika@frettabladid.is Ítölsk og íslensk tónlist Hádegistónleikar verða í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Þar verður meðal annars frumfl utt nýtt íslenskt verk eft ir Árna Frey Gunnarsson. NÝKOMIN Árni Freyr og Nína Hjördís eru nýflutt heim til Íslands eftir langa dvöl á Ítalíu. MYND/ÚR EINKASAFNI ➜ Verk eftir Inga Garðar Erlendsson, Atla Ingólfsson, Salvatore Sciarrino og Árna Frey Gunnarsson. Sjöunda Höfundakvöld Gunnarshúss verður haldið annað kvöld klukk- an 20. Þá mæta þau Bryndís Björgvinsdóttir og Sigurður Pálsson, lesa upp og svara spurningum Kristínar Svövu Tómasdóttur um nýút- komnar bækur sínar, Hafnfirðingabrandarann og Táningabók. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa. Bryndís og Sigurður á höfundakvöldi í Gunnarshúsi TÁNINGA- BÓK Sig- urður Páls- son er annar höfundanna í Gunnars- húsi annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ HARI FYRIR AÐSTOÐ INNANLANDS gjofsemgefur.is 9O7 2OO2 „Ég vinn mikið með hár, manns- hár og gervihár. Áður reyndi ég að temja það, til dæmis með fléttum, en nú geri ég það villtara!“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlist- arkona. Hún er í óða önn að setja saman listaverkin sín eftir flutning á þeim til Íslands frá New York því sýning er fram undan í Hverfisgall- eríi á Hverfisgötu 4. „Þau hárverk sem ég er með hér eru gerð undir sterkum áhrif- um frá skandinavískum rýjavegg- verkum. Ég klippi niður marglitt gervihár og plokka það í gegnum net með mjög fínni heklunál, svo- lítið eins og þegar strípur eru settar í hár. Það er fyndið hvernig hlutir síast inn og dúkka svo upp í alveg nýju samhengi. Útkoman er eins og pönkgærur eða mosa- og gróð- urstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“ Efnisleikur Hrafnhildur er líka með skúlptúra sem hún setur á standa og býr til karaktera úr. Samheitið yfir þá er Tilfelli. „Þeir eru búnir til úr því sem til fellur eða einhverju sem kveikir í mér, þar sem ég rekst á það,“ útskýrir hún. Lavalíki nefn- ir hún einn flokk listaverkanna, veggverk sem líta út eins og hellu- hraun en eru í raun ruslapokar sem hún hefur hitað, brætt og spreyjað. „Það er gaman að nota ómerkileg- an efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efn- isleikur. Við erum öll að reyna að losna við þetta fjöldaframleidda, endalausa dót.“ Hrafnhildur hefur búið í New York í tuttugu ár. Af hverju kýs hún það? „Ég fór til New York 1994 til að fara í framhaldsnám í mynd- list í School of Visual Arts. Þar var ég í tvö ár og hafði rétt á dval- arleyfi í ár í viðbót svo ég fór að vinna á veitingahúsi í Soho. Það var eiginlega enskuskóli fyrir mig. Svo kynntist ég manninum mínum sem er Pólverji en er búinn að dvelja lengi í New York og nú hef ég búið þar hálfa ævina. Þótt ég sé með brjálæðislega sterkar rætur hér þá er ég líka búin að skjóta rótum þar. Hef líka alltaf haft gaman af öfgum, eins og sést í mínum verk- um, þar sem bæði er áhersla á feg- urð og ljótleika. Kannski má segja að New York og Ísland passi vel inn í þær öfgar; poppmenningin í Ameríku og norræn handverkshefð að heiman. Þannig verður til eitt- hvað nýtt.“ Býr í eldgamalli kirkju Hrafnhildur er móðir tveggja barna, sjö og tíu ára. Fjölskyld- an býr í 150 ára gamalli kirkju í Greenpoint sem var afhelguð fyrir löngu og fyrst gerð að smíðaverk- stæði. „Þetta er nánast eins og að búa í hlöðu úti í sveit en samt erum við í miðju Brooklyn,“ segir Hrafn- hildur sem kveðst vera líka með gott stúdíó í gömlu kirkjunni. Hún kveðst koma með alla fjölskylduna til Íslands árlega en vera ein á ferð núna. „Ég fer út aftur 3. desember. Bý bara hjá mömmu og pabba núna og leik gráhærðan ungling,“ segir hún hlæjandi. „Svo er ég svo hepp- in að Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona lánaði mér vinnu- stofuna sína til að undirbúa sýn- inguna. Þetta er örugglega besta vinnustofa á Íslandi, með útsýni til Esjunnar og hér geng ég í allt. Mér finnst líka gaman að vinna með þessu nýja galleríi, Hverfis- galleríi.“ Sýningin verður opnuð á laug- ardaginn, 29. nóvember, milli klukkan 16 og 18 og á sunnudaginn klukkan 14 ætlar Hrafnhildur að hefja spjall við gesti en sýningin stendur út janúar 2015. Gráhærður unglingur í foreldrahúsum Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona opnar sýninguna Tilfelli og Ný loðverk í Hverfi sgalleríi á laugardag. Þar takast á fegurð og ljótleiki með léttum undirtóni. Hrafnhildur hefur sýnt reglulega á Íslandi og í söfnum og galleríum víðs- vegar um heim, meðal annars í MoMA í New York, Museum für Ange- wandte Kunst í Frankfurt í Þýskalandi og á Liverpool-tvíæringnum í Englandi. Árið 2011 hlaut hún Norrænu textílverðlaunin og sama ár veitti Svíakonungur henni orðu Prins Eugen fyrir framlag hennar til myndlistar. SÝNIR HINGAÐ OG ÞANGAÐ LISTAKONAN „Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur,“ segir Hrafnhildur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EITT VERK- ANNA „Mosa- og gróðurstemn- ing þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.