Fréttablaðið - 26.11.2014, Síða 10

Fréttablaðið - 26.11.2014, Síða 10
26. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SJÁVARÚTVEGUR Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, furðar sig á því að forystumenn Sjómanna- sambands Íslands ákváðu að taka ekki þátt í að reikna hlut sjó- manna sem hlutfall af söluverði afurðar. Reynt var að byggja á samvinnu við Sjómannasamband- ið án árangurs. „Við höfðum verið í allmörg ár með fyrirkomulag þar sem fisk- verð til uppsjávarskipa var hlut- fall af söluverði afurðar. Þar var allt uppi á borðum og full- trúar sjómanna og forsvarsmenn þeirra gátu komið hvenær sem var og skoðað sölur og sannreynt útreikninga okkar. Forystumönn- um sjómanna var boðið að koma, en þeir mættu aldrei. Í tvígang skoðaði Verðlagsstofa skipta- verðs útreikninga okkar og fann að allt var gert rétt,” segir Sigur- geir Brynjar. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bands Íslands, segir rétt að þeim hafi boðist að koma og skoða gögn. „Við fórum ekki til Vest- mannaeyja, það er alveg rétt. Við áttum með þeim fund hins vegar á skrifstofum LÍÚ einu sinni. Hins vegar var aldrei á hreinu hversu djúpt við mættum kafa í bókhald- ið og því ákváðum við að taka ekki þessu tilboði þeirra.“ Fréttablaðið sagði frá því í gær að úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hafi úrskurðað að verð sem Vinnslustöðin greiddi fyrir síld til tveggja skipa sinna hafi verið of lágt. Skipin sem um ræðir er Kap VE 5 og Sighvatur Bjarnason VE 81. Telur Sigur- geir Brynjar úrskurðinn illa rök- studdan og vill fá ítarlegri svör frá úrskurðarnefndinni. Einn- ig bendir hann á að í haust hafi Vinnslustöðinni verið vísað til úrskurðarnefndar af hálfu sjó- mannaforystunnar en var vísað frá dómi. Hann telur Verðlags- stofu skiptaverðs ekki sjá málin í réttu samhengi. „Þegar kaup- endur kaupa bestu síldina, sem er norsk-íslensk síld, kaupa þeir hana á hæsta verðinu. Íslensk síld er ekki eins góð, hún hefur ekki sama fituinnihald, ekki sama þétt- leika holds og nýtist ekki með sama hætti. Nefndin er eina stofn- unin í heiminum sem er þeirrar skoðunar að íslensk síld sé verð- mætari en norsk-íslensk síld, án rökstuðnings,” segir Sigurgeir Brynjar. sveinn@frettabladid.is Vinnslustöðin bauð sjómönnum samráð Framkvæmdastjóri VSV gagnrýnir Sjómannasambandið fyrir að hafa ekki viljað samvinnu. Bauð forystu sambandsins að skoða bækur fyrirtækisins. Því tilboði var ekki tekið. „Rétt að við mættum ekki til Eyja,“ segir Sjómannasamband Íslands. VINNSLUSTÖÐIN Bauð Sjómannasambandinu að skoða öll sín gögn. Sjómannasambandið mætti ekki til Eyja. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Eina stofnunin í heiminum sem er þeirrar skoðunar að íslensk síld sé verðmætari en norsk-íslensk síld. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri SVS. VIÐSKIPTI Engar eignir fundust upp í rúmlega 188,3 milljóna króna kröf- ur í þrotabú hönnunarfyrirtækisins ELM ehf. Fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaskipta í aprílbyrjun 2012 og lauk skiptum 10. þessa mánaðar. ELM var stofnað árið 1999 og voru vörur hönnuðanna sem að fyrirtækinu stóðu seldar í um 140 verslunum víða um heim, en fyrir- tækið rak einnig tvær verslanir, aðra í Reykjavík og hina í Ósló. Auk hönnuðanna þriggja sem stofnuðu fyrirtækið átti fjárfestingarsjóður Auðar Capital hlut í fyrirtækinu. - óká 188 milljóna gjaldþrot ELM: Ekkert fékkst upp í kröfur SÝNING 2006 Hönnun ELM vakti um árabil athygli víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Mikið úrval frábært verð! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Verðdæmi 125 mm hjól f / 90 kg 670 kr. vrnr: J71125 NISSAN NV200 SENDIBÍLL Nýskr. 01/14, ekinn 25 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.790 þús. Rnr. 282223. RENAULT MEGANE SP. TOURER Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142531. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI SANTA FE III Nýskr. 11/12, ekinn 48 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 120526. SUZUKI SWIFT 4WD Nýskr. 06/13, ekinn 39 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr. 142447. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 36 þús km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.130 þús. Rnr. 142545. HYUNDAI i20 Nýskr. 09/13, ekinn 39 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.990 þús. Rnr. 120479. DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.960 þús. Rnr. 142534. Frábært verð! 5.890 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.