Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 56
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 BÆKUR ★★★★ ★ Þrír sneru aftur Guðbergur Bergsson JPV Titill þessarar nýjustu skáld- sögu Guðbergs Bergssonar vísar í að minnsta kosti tvær áttir – kannski þrjár. Í sögunni birtast þrír útlending- ar, tveir Bret- ar og Þjóðverji, allir koma þeir í hei ms ók n á sög usvið - ið, afskekkt- a n í s lensk- an sveitabæ, og allir snúa þeir aftur sem gamlir menn. Titillinn vísar líka til dular- fullrar skáld- s ö g u s e m ekki finnst í n e i n u m spjaldskrám bókasafna en er lesin upp til agna í sögu Guð- bergs. Bókin sú heit i r Þrír sneru aftur og fjallar um hrakninga skipbrotsmanna. En þar með eru möguleikar titils- ins ekki tæmdir. Lesandi gæti alveg skilið sumar persónur sög- unnar þannig að þær snúi aftur (eða gangi aftur) persónur úr fyrri bókum Guðbergs. Líkt og í mörgum öðrum bókum sínum er hann meðal annars að skrifast á við sjálfan sig, skrifa sig og verk sín inn í nýjan tíma og tengja hann við eldri verk. Hlandblautur afinn í sögunni sem eyðir stærst- um hluta ævinnar á dívan minnir t.d. meira en lítið á karlfauskinn Tómas Jónsson. Sögusviðið er líka kunnuglegt. Bærinn sem er í sögumiðju stend- ur við sjó, stutt frá litlu þorpi. Þar hefst sagan í kreppunni miklu og við fylgjum fjölskyld- unni á bænum allt til samtímans þegar allur búskapur er fyrir bí annar en túr- istaútgerð. Umfram allt er það þó aðferð bókar- innar sem ber sterk einkenni höfundarins. Mörg merk- ust u verk a Guðbergs eru táknsögur, allegóríur, þar sem afmark- aður og inni- lokaður heimur er látinn endur- spegla stærra samhengi. Svo er einnig í þess- ari sögu. Hér er sögð saga aldar eða tæp- lega það þar sem fjölskyldan á bænum stendur sem hluti fyrir heild íslensku þjóðarinnar. Við fylgjumst með því hvernig fjöl- skyldan stækkar en klofnar jafn- óðum, börn fæðast föðurlaus og eru yfirgefin af mæðrum sínum, og ekki síst fylgjumst við með því hvernig umheimurinn mótar þetta örsamfélag, allar breyting- ar koma að utan, frá erlendum gestum, hermönnum, túristum. Saman við þessa stóru sögu fléttast þroskasaga þriggja barna, fyrst tveggja stúlkna, systradætra sem alast upp á bænum og svo stráksins sem kemur fyrst sem gestur en verð- ur hluti af fjölskyldunni. Lýsing- in á þroska þeirra og menntun er merkileg og margræð. Gamla konan á bænum kennir þeim undir próf upp úr kennslubókum frá Ríkisútgáfu námsbóka sem fá í sögunni sess menningar sem ekki verður metin til fjár, á for- síðu þeirra stendur: „Bók þessa má ekki selja“. Þessar bækur og úrvinnsla Guðbergs á sagna- minninu um hina fróðu gömlu konu eru meðal þess áhugaverð- asta í bókinni og ekki einfalt að skera úr um hvort þar sé bullandi írónía eða bláeygasta einlægni á ferð. Þrír sneru aftur hefur marga af stærstu kostum Guðbergs sem skáldsagnahöfundar, en líka suma af göllunum. Tákn- sagan eða allegórían býður heim þeirri hættu að persónurnar í henni verði einhliða og sögumað- ur sýnir þeim kulda sem stundum jaðrar við fyrirlitningu. Hann á það líka til að þusa, þus og nöldur getur verið skemmtilegt og Guð- bergur hefur fyrir löngu gert það að listgrein en það virkar ekki alltaf. Það breytir hins vegar ekki því að þetta er sterkasta og merkileg- asta bók Guðbergs í langan tíma, bók sem kallar á mann aftur til frekari umhugsunar, íhugunar og greiningar. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Táknsaga um íslenska þjóð á tuttugustu öld sem ber mörg bestu einkenni höfundarins. „Þessa bók má ekki selja“ GUÐBERGUR BERGSSON „Sterkasta og merkilegasta bók Guðbergs í langan tíma, bók sem kallar á mann aftur til frekari umhugs- unar, íhugunar og greiningar,“ segir Jón Yngvi um bókina Þrír sneru aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gerðu sjónvarpið snjallara Xtreamer Wonder Verð: 24.990 kr. Fartölva Dell Inspiron 3531 Verð: 54.990 kr. Merktu hluti - Finndu þá Chipolo - Margir litir 1 stk - verð: 3.990 kr. 3 stk - verð: 8.990 kr. Hörðustu pakkarnir fást hjá Advania Guðrúnartúni 10, Reykjavík Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Tryggvabraut 10, Akureyri Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 advania.is/jol Kíktu til okkar í kaffi – við tökum vel á móti þér í verslunum okkar Far- og spjaldtölva Dell Inspiron 7347 Verð: 179.990 kr. Fartölvutaska Bogart 13V Verð: 8.990 kr. Leðurtaska Tiding Vintage Verð: 26.990 kr. Heyrnartól - þrír litir Jabra Revo Stereo Verð: 29.990 kr. Heyrnartól Urbanears Pla an - margir litir Verð: 10.490 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.