Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 8
Nánari upplýsingar um opnunartíma á vinbudin.is Allar Vínbúðir eru opnar í dag Náist samningar ekki verða Vínbúðirnar lokaðar mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Í dag eru allar Vínbúðir opnar. Opnunartímar eru sem hér segir: Höfuðborgarsvæðið ásamt Akureyri kl. 11-18 Selfoss, Hveragerði og Reykjanesbær kl. 11-16 Grundarfjörður, Búðardalur, Hólmavík, Hvammstangi, Kópasker, Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Klaustur, Vík og Þorlákshöfn kl. 12-14 Flúðir kl. 12-16 Aðrar Vínbúðir kl. 11-14 Umhverfismál „Hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir og við verð­ um að bregðast við því. Við verðum öll að hafa það að markmiði að hnattræn hlýnun muni ekki verða meiri en tvær gráður fram að næstu aldamótum. Ef viljinn er fyrir hendi þá tekst okkur það öllum saman,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, í stefnuræðu sinni á allsherjarfundi þings Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, sem sett var í Hörpu í gær. Hann er einn aðalgesta á ráðstefnunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er einn helsti hvatamaður Hringborðs norðurslóða og setti ráðstefnuna í gær. Samkoman, sem fjallar um málefni og framtíð norðurslóða, er nú orðin sú stærsta og fjölþættasta sinnar tegundar. Hollande fór fyrir ráðstefnuna í gær á Sólheimajökul ásamt Ólafi Ragnari, frönskum embættismönn­ um, vísindamönnum og sérfræð­ ingum þar sem hann kynnti sér áhrif hlýnandi loftslags á bráðnum jökulsins. „Nú hef ég séð með eigin augum áhrif hlýnandi loftslags á bráðnun jökla á Íslandi. Forseti Íslands sýndi mér hvað jökullinn hefur hopað mikið og mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Hollande. Ólafur Ragnar sagði í ræðu sinni í gær að stuðningur helstu leiðtoga heims skipti verulega miklu máli fyrir hringborðið og fyrir Ísland og þakkaði Hollande kærlega fyrir þátttöku sína. Í stefnuræðu sinni fjallaði Holl­ ande um tengsl norðurslóða við alþjóðlegu loftslagsráðstefnuna sem fer fram í París í nóvember. Hann lagði áherslu á að frönsk stjórnvöld legðu nú kapp á að ná árangri á þeim fundum. „Ég er bjartsýnn á að það náist árangur á ráðstefnunni í París sem er eftir fimmtíu daga. Sú ráðstefna er lykil­ atriði í þessari baráttu og ég bind miklar vonir við hana,“ sagði Hol­ lande og bætti við að markmiðið væri að búa til nýjan samning allra þjóða heims um verndun loftslags jarðar. Þá sagðist Hollande hafa ferðast víða og heimsótt fleiri staði en Ísland þar sem loftslagsbreytingar væru farnar að hafa sjáanleg áhrif. „Ég fór til Filippseyja þar sem flóð­ bylgjur hafa valdið mikilli eyðilegg­ ingu og svo var ég í Afríku þar sem þurrkar eru að aukast,“ og hann bætti við að ef ekkert yrði gert myndu komandi kynslóðir ekki upplifa mörg undur veraldar. „Við verðum að ná árangri, ekki bara fyrir þessa kynslóð heldur fyrir komandi kynslóðir.“ Að sögn Hollande þurfa ríki heimsins að efla forvarnir og vinna að tækniframförum til þess að ná því markmiði að hlýnun jarðar verði ekki meiri en tvær gráður fram að næstu aldamótum. Með Hollande í för á Hringborði norðurslóða er fjölmenn sendi­ nefnd franskra embættismanna, vísindamanna og sérfræðinga auk Ségolène Royal, umhverfis­ og orku­ málaráðherra Frakklands, og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráð­ herra Frakklands, sem er sérstakur sendimaður forsetans í málefnum norðurslóða. nadine@frettabladid.is Sá áhrif loftslagsbreytinga berum augum Hringborð norðurslóða var sett í gær. Einn aðalgesta er François Hollande, forseti Frakklands. Hann segir hlýnun jarðar vera stórt vandamál sem verði að bregðast við. Forsetinn fór á Sólheimajökul í gær og kynnti sér áhrif hlýnandi loftslags á bráðnun jökulsins. François Hollande, forseti Frakklands, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddu við blaðamenn í gær. FRéttablaðið/VilHelm Koma frá 50 löndum Hátt á annað þúsund þátttak- endur frá 50 löndum sækja þriðja þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, sem fer fram um helgina í Hörpu. Þingið sækja fulltrúar frá fjölda landa í Evrópu og Asíu sem og frá öllum ríkjum norðurslóða. Þeirra á meðal eru þjóðhöfðingjar, ráð- herrar, embættismenn, vísinda- menn, sérfræðingar, umhverfis- sinnar, athafnamenn, stjórnendur fyrirtækja, fjölmiðlafólk ásamt forystumönnum. Fjölmargar alþjóðlegar vísinda- stofnanir, háskólar og náttúru- verndarsamtök senda fulltrúa á þingið og munu þeir taka þátt í umræðum og málstofum um fjöl- mörg efni norðurslóða. 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l A U G A r D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.