Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 69
Gagnaveita Reykjavíkur óskar eftir þjónustulunduðum tæknifulltrúa
til að veita viðskiptavinum okkar þjónustu tengda Ljósleiðaranum.
Þetta hlutverk tilheyrir þjónustudeild okkar, sem aðstoðar bæði heimili
og fyrirtæki.
Hvert væri þitt hlutverk?
Þú verður hluti af þjónustuteymi sem ber ábyrgð á tækniþjónustu við
viðskiptavini Ljósleiðarans ásamt samskiptum við verktaka og fjar-
skiptafélög. Þú þarft að hafa áhuga á tækni, vilja til að veita góða
þjónustu, vera fær í samskiptum, þekkja netbúnað og tölvur og geta
unnið í teymi.
Gagnaveita Reykjavíkur leitar að sérfræðingi fyrir afhendingar, til
uppbyggingar á Ljósleiðaranum. Ljósleiðarinn er dreifikerfi fjarskipta
fyrir heimili og fyrirtæki sem veitir gæðasamband sem styður við
nútímakröfur.
Hvert væri þitt hlutverk?
Sérfræðingur mun starfa náið með afhendingarstjórum okkar við
áætlanir og framkvæmdir. Helsta ábyrgð er þróun ferla og vinnuaðferða
að aðstoð viðskiptavini Ljósleiðarans, hönnun teikninga, korta og fleiri
gagna fyrir framkvæmdir auk reksturs og náins samstarfs með verk-
tökum Ljósleiðarans.
Þú þarft helst að vera með iðn- eða háskólamenntun sem nýtist í starfi,
hafa reynslu af teymisvinnu, geta skipulagt þig, unnið faglega að mál-
um og verið snögg/ur að læra.
Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur
hefur sameiginlega starfsmannastefnu og býður upp á fjölbreyttan vinnustað fólks
með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað varðar öryggi,
vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Fyrirtækið
hlaut Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2011 og 2013, sem og Hvatningarverðlaun
jafnréttismála árið 2015.
Störfin bjóða upp á fín laun, þægilega vinnuaðstöðu, gott mötuneyti, skemmtilega
og hæfa samstarfsfélaga sem og stjórnendur.
Við erum með vel mótaða jafnréttisstefnu og tökum vel á móti bæði konum og körlum.
Sótt er um störfin á ráðningarsíðu Gagnaveitu Reykjavíkur: starf.or.is/gagnaveitan/.
Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2015.
Ef þú vilt aðeins forvitnast um störfin sendu þá endilega póst á Bryndísi Ernstsdóttur
mannauðsráðgjafa á netfangið starf@gagnaveita.is.