Fréttablaðið - 17.10.2015, Page 92
Á Vísindavef Háskóla Íslands er
að finna svar við spurningunni „Af
hverju gefur fólk gjafir um jólin?“
Hér er svarið í stuttri útgáfu:
Jólagjafir virðast að sumu leyti
sprottnar frá fornum rómverskum
skammdegishátíðum, en voru í
eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir.
Áramót voru víða á miðöldum
miðuð við fæðingardag Jesú
Krists. Þó sést lengi vel ekki getið
um jólagjafir nema á meðal
evrópskra höfðingja. Oftast er það
húsbóndinn sem færir gestum
sínum og undirsátum gjafir. Þessa
er líka getið í Íslendingasögum,
líka þeim sem eiga að gerast í
heiðni. Talið er að jólagjafir hús-
bænda hafi síður farið eftir efna-
hag þeirra heldur fremur hvort
þeir litu á sig sem sjálfstæða
menn.
Á meðal almennings þekktust
jólagjafir í nútímaskilningi ekki í
neinum mæli fyrr en kom fram á
19. öld. Á Íslandi verður ekki vart
við einstaklingsbundnar jólagjafir
fyrr en seint á 19. öld.
Reyndar er greinilega reiknað
með því að hver
heimilismaður fái
einhverja nýja flík
og nýja skó á jól-
unum. Þetta var þó
ekki nefnt jólagjöf
og virðist frekar
hafa verið litið á
það sem eins konar
„desemberuppbót“.
Netverslun hefur aukist mikið
undanfarin ár. Búast má við að enn
meiri aukning verði í netverslun
fyrir þessi jól en áður hefur þekkst.
Sumum finnst leiðinlegt að rápa á
milli verslana og netverslun er kær-
komin fyrir þann hóp. Í skýrslu Rann-
sóknarseturs verslunarinnar fyrir jólin
í fyrra kemur fram spá um aukna net-
verslun. „Mikil og stöðug aukning er
í pakkasendingum vegna netversl-
unar, þó aðallega frá útlöndum. Þau
fyrirtæki sem sjá um pakkasendingar
merkja stöðugan vöxt og sjá fram á
mikla aukningu í sendingum vegna
netverslunar fyrir þessi jól líkt og í
fyrra,“ segir í skýrslunni. „Í nágranna-
löndum okkar er einnig gert ráð fyrir
mikilli aukningu í jólagjafakaupum
um netið. Samkvæmt könnun í Sví-
þjóð er gert ráð fyrir að minnst fjórði
hver íbúi geri jólainnkaup á netinu
fyrir þessi jól. Sú bandaríska hefð að
hefja jólaverslunina í lok nóvember
á „Black Friday“ og net-jólaverslun á
„Cyber Monday“ hefur einnig verið
að festa sig í sessi í Svíþjóð og að
sögn ætlar fimmta hvert verslunar-
fyrirtæki að efna til einhverra jólatil-
boða á öðrum hvorum þessara daga
eða báðum. Gaman verður að sjá
hver þróunin verður fyrir jólin 2015.
NetversluN
Gjafir skipta máli
Jólabónusar og jólagjafir skipta
flesta starfsmenn miklu máli. Hefð-
bundnar jólagjafir hafa tíðkast hér á
landi en víða erlendis er algengara
að gefa sérstakan jólabónus í formi
peninga. Ein eftirminnilegastar sena
kvikmyndasögunnar sem snertir á
mikilvægi jólabónussins er úr Christmas
Vacation frá árinu 1989. Clark Griswold,
sem leikinn er af Chevy Chase, er búinn
að vinna hjá sama fyrirtækinu í 17 ár
og býst auðvitað við jólabónus eins
og venjulega. Svo öruggur er hann að
hann var búinn að greiða 7.500 dali inn
á nýja útisundlaug fyrir fjölskylduna.
Þegar líður nær jólum og engin
ávísun er komin í hús fer hann að
ókyrrast. Loks á jóladag kemur bréf-
berinn með umslagið sem reynist ekki
innihalda ávísun eins og Clark vonaðist
eftir heldur meðlimakort í Jelly-of-the-
Month Club. Vonbrigðin eru gríðarleg
og Clark missir algjörlega stjórn á skapi
sínu með þeim afleiðingum að frændi
hans keyrir að heimili forstjórans og
rænir honum. Eftir fundarhöld í stofu
Griswald-fjölskyldunnar sér forstjórinn
eftir öllu saman, endurvekur jólabónus-
inn og gefur Clark að auki 20% hækkun
ofan á hann. Allir fallast í faðma og jólin
enduðu vel þetta árið.
Fyrstu jólagjaFirnar
MIKIÐ ÚRVAL
AF VÖRUM Á
ALLT AÐ 50%
AFSLÆTTI
- 20%
ÖLL SÖFNUNAR
STELL - GLÖS -
HNÍFAPÖR
AFSLÁTTARDAGAR
15. OKTÓBER – 22. OKTÓBER
OPNUNARTÍMI
15. – 22. OKTÓBER
MÁN – FÖS KL.11:00 – 18:00
LAUGARDAG KL.11:00 – 16:00
SUNNUDAG KL.12:00 – 16:00
ÞAÐ ER STUTT TIL JÓLA
NÝTTU TÆKIFÆRIÐ
POSTULÍNSLAMPAR -10-20% SWAROVSKI -15% ENJOY HITAFÖT -20% IVV METROPOLIS -15%
TARÍNUR M/HITARA & AUSU
FRÁ KR.11.595
HNÍFAPARATÖSKUR F/12
M/FYLGIH. FRÁ KR.24.995
SÓSUSKÁL M/HITARA &
AUSU KR.7.995
SELTMANN BOLLAR -15%
- 15%
kyNNiNG − auGlýsiNG 17. október 2015 LAUGArDAGUr12 Fyrirtækjagjafir