Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 32
1953
Mohammed
Mossadeq forsætis-
ráðherra steypt af
stóli í byltingu sem
bandaríska leyni-
þjónustan CIA hefur
viðurkennt að hafa
átt hlutdeild að.
1979
Mohammed Reza
Pahlevi keisara, sem
naut stuðnings Banda-
ríkjanna, steypt af stóli
í byltingu. Nokkrum
vikum síðar sneri Aja-
tollah Khomeini erki-
klerkur heim úr útlegð.
1979-1981
Tugum Bandaríkja-
manna haldið í
gíslingu í bandaríska
sendiráðinu í Teheran.
Þeim síðustu var
sleppt eftir 444 daga í
gíslingu.
1985
Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseti selur
Írönum vopn með
leynd og notar and-
virðið til að styrkja
Contra-skæruliða í
Níkaragva.
1988
Bandaríska herskip-
ið USS Vincennes
skýtur niður íranska
farþegaþotu með
290 manns innan-
borðs. Allir
fórust.
2002
George Bush Banda-
ríkjaforseti segir Íran
eitt af „öxulveldum hins
illa“. Sama ár upphefst
djúpstæður ágreiningur
um kjarnorkuáætlun
Írans þegar ljóstrað er
upp um hana.
2005-2013
Mahmúd Ahmad-
ínedjad er forseti
Írans. Hann þykir
kjaftfor og óhrædd-
ur við að gagnrýna
Bandaríkin.
2006-2012
Sameinuðu þjóð-
irnar, Bandaríkin og
Evrópusambandið
samþykkja hverjar
refsiaðgerðirnar á
fætur öðrum gegn
Íran. Fleiri lönd gera
slíkt hið sama.
Íran og
Bandaríkin
Hvorki ráðamönn-um né almenn-ingi í Íran er bein-línis tamt að líta á Bandaríkin sem nána bandamenn
sína.
Þeir hafa ekki gleymt því að árið
1953 stóð bandaríska leyniþjón-
ustan CIA að baki byltingu gegn
forseta Írans. CIA hefur fyrir löngu
viðurkennd aðild sína að þessari
byltingu.
Íranar hafa heldur ekki gleymt
því að bandaríski herinn skaut
niður íranska farþegaþotu árið
1988.
Þá hafa Íranar áratugum saman
búið við efnahagslegar refsiaðgerðir
af ýmsu tagi, og líta svo á að þær séu
flestar runnar undan rifjum Bandaríkj-
anna, þótt vissulega hafi bæði Evrópu-
sambandið og Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna verið með refsiaðgerðir í
gildi gegn Íran nú í bráðum áratug.
Íranar hafa þó óneitanlega gert
sitthvað sjálfir til þess að kalla yfir
sig þessar refsiaðgerðir. Þannig voru
fyrstu refsiaðgerðirnar á Íran settar á
árið 1979 eftir að byltingarmenn þar í
landi höfðu tekið starfsmenn banda-
ríska sendiráðsins í Teheran í gíslingu.
Undanfarin tíu ár eða svo hafa
fjölmargar nýjar refsiaðgerðir verið
samþykktar gegn Íran vegna kjarn-
orkuáætlunar landsins. Mahmúd
Ahmadínedjad, sem var forseti á
undan Hassan Rúhani, sýndi lítinn
áhuga á að semja við Sameinuðu þjóð-
irnar og Vesturlönd um eftirlit með
kjarnorkuáætluninni.
Þetta breyttist eftir að nýr forseti
komst til valda í Íran, Hassan Rúhani,
sem hefur lagt áherslu á að bæta sam-
skiptin við Vesturlönd og ekki síst við
Bandaríkin, þrátt fyrir djúpstæða tor-
tryggni á báða bóga.
Í sumar var undirritaður samn-
ingur við Bandaríkin, Rússland,
Kína, Bretland, Frakkland og Þýska-
land. Samningurinn felur það í sér
að refsiaðgerðum Bandaríkjanna,
Evrópusambandsins og Sameinuðu
þjóðanna verður að mestu létt af
Írönum, standi þeir við loforð sín
um að takmarka kjarnorkustarfsemi
sína og heimila alþjóðlegt eftirlit með
framkvæmdinni.
Síðastliðinn þriðjudag samþykkti
íranska þjóðþingið svo með yfirgnæf-
andi meirihluta samninginn. Íranska
stjórnlagaráðið, sem fer með neit-
unarvald, gaf svo sitt samþykki strax
daginn eftir.
Evrópusambandið samþykkti
þennan samning fyrir sitt leyti strax
þann 20. júlí og Bandaríkjaþing
afgreiddi hann um miðjan septem-
ber. Þar með stendur ekkert í vegi fyrir
því að samningurinn taki gildi, og það
verður á morgun, 18. október.
Bandaríkin telja að það geti tekið
allt að níu mánuði að ganga úr skugga
um að Íranar standi í raun við sinn
hluta samningsins.
Refsiaðgerðirnar hafa haft veruleg
áhrif á íranskt efnahagslíf. Almenn-
ingur þar í landi hefur fundið fyrir
afleiðingunum. Íranar gera sér því
vonir um að aflétting refsiaðgerð-
anna opni margvíslega möguleika á
auknum viðskiptum víða um heim.
Samningurinn hefur mætt mikilli
tortryggni í Bandaríkjunum af hálfu
andstæðinga Baracks Obama for-
seta. Hann segist þó sannfærður um
að andstaðan muni minnka.
„Þegar framkvæmd samningsins
er orðin að veruleika og við verð-
um með eftirlitsfólk í Íran og það
verður ljóst að Íran er í raun að
standa við þetta samkomulag, þá
mun þessi afstaða breytast,“ sagði
Obama í sjónvarpsviðtali fyrr á
árinu.
Umdeildur samningur tekur gildi
Kjarnorkusamningur Írans tekur gildi á morgun. Á næstu mánuðum munu því Bandaríkin, Evrópusambandið
og fleiri ríki að mestu aflétta refsiaðgerðum gegn Íran, svo fremi sem talið sé að Íranar standi við sinn hluta.
Íranska þingið samþykkti á þriðjudaginn kjarnorkusamninginn sem gerður var í sumar við Bandaríkin og fimm önnur lönd. Nordicphotos/AFp
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is
1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r32 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð