Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 42
Þessi keppni er líka frábær leið til að kynna fyrirtækið Átakið Geðveik jól hóf göngu sína árið 2011 og hefur frá upphafi sett skemmtilegan svip á jólaundir­ búning landsmanna. Þar keppa fyrirtæki sín á milli um „geð­ veikasta jólalagið“ sem ýmist er samið af starfsmönnum sjálfum eða saminn er nýr texti við eldra útgefið lag. Um leið er mark­ mið átaksins að næra geðheilsu starfsmanna, hressa upp á mór­ alinn og að leyfa starfsmönnum að láta ljós sitt skína um leið og þeir láta gott af sér leiða. Upphafsmaður Geðveikra jóla er Bjarney Lúðvíksdóttir sem jafnframt hefur stýrt verk­ efninu frá upphafi. Þá sat hún í stjórn Geðhjálpar og segist hafa viljað finna nýja og skemmti­ lega leið til þess að styðja við félagið. „Ég nýtti reynslu mína sem framleiðandi til þess að hanna verkefnið sem fékk nafn­ ið Geðveik jól. Orðið „geðveik“ til að minna okkur á mikilvægi góðrar geðheilsu og „jól“ vegna þess að desember er sá mánuð­ ur sem fólk fer oft á yfirsnúning og gleymir að hlúa að geðheils­ unni.“ Keppnin sjálf gengur út á að safna áheitum en hvert fyrir­ tæki safnar til stuðnings góðu málefni. Fyrirtækið sem safnar hæstu upphæðinni vinnur sér inn þrjú stig en sérstök dóm­ nefnd, skipuð tónlistarfólki með ólíkan bakgrunn, gefur einnig stig. „Lögin mega ekki vera lengri en þrjár mínútur og starfsmenn eiga að vera í aðal­ hlutverki þótt aðstoð fjölskyldu­ meðlima, vina og viðskiptavina sé leyfð.“ Hæfileikar eru víða Sjónvarpsþættir um Geðveik jól hafa verið sýndir á RÚV undan­ farin ár og er þátturinn einn sá vinsælasti á sjónvarpsstöðinni í desembermánuði. „Um þess­ ar mundir hef ég í samstarfi við Sagafilm Nordic unnið að því að koma verkefninu á dag­ skrá hjá Norðurlandaþjóðun­ um. Það verður spennandi að sjá hvort þær komi til með að halda Geðveik jól eins og við í náinni framtíð.“ Framleiðsla jólalaganna og myndbandanna hefst í nóvem­ ber og segir Bjarney magnað að fylgjast með metnaði þátttak­ enda undanfarin ár. „Það er öllu tjaldað til og keppnisandinn er mikill, ekkert ósvipað og í Euro­ vision. Það ætla allir að vinna! Það hefur sýnt sig að tónlistar­ hæfileikar leynast alls staðar, á færiböndum og í fundarher­ bergjum. Geðveik jól hefur verið frábær vettvangur fyrir óslípaða tónlistarsnillinga til að láta ljós sitt skína.“ Hún segir löngu ljóst að verk­ efnið hafi jákvæð áhrif á vinnu­ staði og fólkið sem vinnur þar. „Þessi keppni er líka frábær leið til þess að kynna fyrirtækið, rekstur þess og ímynd í gegnum söng, gleði og mannauð.“ Áætlað er að fyrsti sjónvarps­ þáttur um Geðveik jól 2015 fari í loftið 3. desember og verða þá öll lögin frumsýnd og fyrirtæk­ in kynnt til leiks. Þátttakendur í ár eru Virtus, Bestseller, Toy­ ota, Hamborgarabúllan, Löður, LS Retail, DoHop og Kjarnafæði. „Átta geðveik fyrirtæki sem eru nú þegar byrjuð að undirbúa, semja og útsetja lögin sín.“ Hægt er að fylgjast með fram- vindu átaksins inn á facebook. com/www.gedveikjol.is Öllu því besta tjaldað til fyrir jólin Óslípaðir tónlistarsnillingar í bland við þá reynslumeiri láta ljós sitt skína í átakinu Geðveik jól sem haldið verður í fimmta sinn fyrir jólin. Keppt er um besta jólalagið og áheitum safnað um leið fyrir góðum málstað. Þættirnir um Geðveik jól hafa verið sýndir RÚV og notið mikilla vinsælda síðustu ár. N1 lagði mikinn metnað í bæði lag, búninga og sviðsframkomu árið 2013. MYND/ÚR EINKASAFNI ,,Það er öllu til tjaldað og keppnisandinn er mikill, ekkert ósvipað og í Eurovision,” segir Bjarney Lúðvíksdóttir sem stýrir átakinu. Geð- veik jól í fimmta sinn. MYND/GVA Það er sniðugt fyrir þjón- ustufyrirtæki sem eru í daglegum samskiptum við viðskiptavini sína að gefa þeim gjafir við hátíðleg tilefni. Bæði bætir það orðspor fyrirtækisins og fær viðskiptavinina til að halda tryggð við það. Þó þarf að velja þessar gjafir af kostgæfni til að þær henti sem flestum. Best væri að gjöfin sé eitthvað sem allir þurfa að nota í sínu daglega lífi. Hér eru nokkur dæmi um gjafir sem væru tilvaldar í jólapakka við- skiptavina (það má þó taka það fram að gjafirnar eru ekki endi- lega valdar út frá kostnaði). Hnífasett Það þurfa allir hnífa í eldhúsið, hvort sem þeir eru stjörnu- kokkar eða bara alls ekki. Skurðarbretti Sama ástæða og með hnífana. Það væri gaman að láta osta og kex fylgja með brettinu. Teppi Það finnst öllum gott að hjúfra sig undir fallegu teppi uppi í sófa á köldu vetrarkvöldi. Ekki skemmir fyrir ef teppið er fallegt og hægt að nota það sem stofustáss. Sælgætiskarfa Flestum finnst gott að gæða sér á smá sætindum á góðri stund. Íþróttaálfarnir sem ekki borða sælgæti sjálfir geta gefið það áfram því allir þekkja að minnsta kosti einn nammi grís. Gjafir sem henta flestum  Kynning − auglýsing 17. októBEr 2015 LAUGArDAGUr6 Fyrirtækjagjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.