Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 90
Samkvæmt könnun sem gerð var í Noregi eyða Norðmenn tvöfalt
meira í jólagjafir en nágrannar þeirra, Svíar og Finnar. Ísland var
ekki með í þessari könnun. Norðmenn eyða um 90 þúsund krón-
um en Finnar eyða um 40 þúsundum, Svíar rúmum 43 þúsundum
og Danir 67 þúsund krónum. Norðmenn eru ónískir þegar kemur að
jólagjöfum og duglegir að opna budduna, segir Elin Reitan, hagfræð-
ingur hjá Nordea í Noregi, í samtali við Aftenposten. „Tölurnar sýna
að Norðmönnum finnst mikilvægt að gefa góðar gjafir en það getur
farið út í öfgar fjárhagslega fyrir marga,“ segir hún. „Í Svíþjóð er ekki
lögð svona mikil áhersla á dýrar jólagjafir. Í þessari könnun sem gerð
var fyrir jólin í fyrra kom fram að Norðmenn ætluðu að eyða 11 pró-
sentum meira í jólagjafir 2014 en þeir gerðu árið áður.
Þeir sem eyða mestu í jólagjafir í Noregi eru á aldrinum 40-54 ára.
Þessi aldurshópur eyðir um 6.516 norskum krónum eða 100.490 ís-
lenskum en 55-65 ára eyða 5.598 norskum krónum eða 86.332 ís-
lenskum. Þeir sem eru á aldrinum 26-39 ára eyða svipað og þeir eldri.
Þeir sem eyða minnstu eru á aldrinum 18-25 ára.
Að sögn hagfræðingsins greiða flestir jólagjafirnar með kreditkorti
og borga því reikninginn seinna. Það er ekki auðvelt fyrir alla að
ganga inn í nýja árið með háan kreditreikning ógreiddan, segir Elin.
Samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar við háskólann á Bif-
röst var búist við aukinni sölu hér á landi fyrir jólin í fyrra. Talið var
að hver Íslendingur myndi eyða um 45 þúsund krónum fyrir jólin. Ef
það reyndist rétt erum við langt undir Norðmönnum í eyðslu en lík-
ari Finnum og Svíum.
Norðmenn
gefa mest í jólagjöf
Mismunandi er hversu miklu Norðurlandaþjóðirnar eyða í jólagjafir. MYND/GETTY
Reg lu lega koma f ra m ánægjulegar niðurstöð-ur rannsókna sem benda
til þess að át á dökku súkkul-
aði auki ekki einungis fram-
leiðslu dópamíns í heilan-
um heldur hafi það jákvæð
áhrif á heilsuna. Til dæmis
lækki það magn kólesteróls
í blóði, sporni við minnis-
tapi og minnki líkur á hjarta-
og æðasjúkdómum. Sjálfsagt
er þó miðað við að þess sé
neytt í hófi og ekki endilega
í samkurli við mikinn sykur
og smjör en á aðventunni má
leyfa sér að henda í eina dí-
sæta smákökuuppskrift til að
gleðja samstarfsfólk.
Brownie-smákökur
1½ bolli hveiti
1½ bolli sykur
1½ tsk. lyftiduft
¾ tsk. salt
6 msk. ósaltað smjör, brætt og
kælt að stofuhita
¾ bollar kakó
3 stór egg
1 tsk. vanilluextrakt
1 bolli saxað súkkulaði dökkt
¾ bollar flórsykur
Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og
salti í stóra skál og setjið til hliðar.
Skafið brædda smjörið í minni skál
og hrærið kakóið við smjörið þar til
kekkjalaust. Blandið vanilluextrakti
við eggin í þriðju skálinni og þeyt-
ið blönduna svo saman við smjör-
ið og kakóið. Hellið út í þurrefnin og
blandið vel saman með sleif. Bland-
an lítur til að byrja með út fyrir að
vera of þurr en ekki freistast til að
bleyta upp í henni. Haldið áfram
að vinna deigið saman og að end-
ingu verður það að stífu brownie-
deigi. Hnoðið þá saxaða súkkulað-
ið saman við og kælið deigið í ís-
skáp í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 180 gráður. Legg-
ið bökunarpappír á tvær plötur og
hellið flórsykrinum í víða skál.
Mótið litlar kúlur úr deiginu og
veltið þeim vel upp úr flórsykrinum.
Þessi uppskrift ætti að gefa um 70
kökur. Raðið kúlunum á plöturn-
ar og hafið bil á milli þar sem þær
fletjast út í ofninum. Bakið í 12 - 15
mínútur. Ekki of lengi, þær eiga að
vera dálítið seigar undir tönn.
Látið þær kólna í 10 mínútur á
bökunarpappírnum áður en þið
takið þær af með spaða og látið
kólna til fulls á grind. Geymið í loft-
tæmdum umbúðum.
Uppskrift fengin af vefsíð-
unni: www.homecooking.
about.com
Súkkulaði fyrir heilann
Fátt gleður lúna samstarfsfélaga meira en ljúfmeti með kaffinu. Yfirmenn starfshópa og deilda geta bætt andrúmsloftið í erfiðri
vinnutörn fyrir jólin svo um munar með því að vippa fram kræsingum með morgunkaffinu.
Brownie-smákökur sem slá munu rækilega í gegn á kaffistofunni.
kynning − auglýsing 17. októBer 2015 LAUGArDAGUr10 Fyrirtækjagjafir