Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 37
Guðný Pálsdóttir ber hit­ann og þungann af þeim verkefnum sem koma inn á borð hjá Trít og er allt komið á fullt að undirbúa jólin. „Það er í mörg horn að líta þessa dagana. Okkar stærsti birgir er Kjötbank­ inn í Hafnarfirði, sem er frábær kjötvinnsla. Þaðan fáum við hangikjötið, hamborgarhrygg­ ina, patéin, grafna kjötið og fyrir þá sem vilja minna af reyktu og söltu þá erum við með lamba­ fille, læri, hryggi og hvað sem er,“ segir Guðný. Hangikjöt, gæs, bleikja og hamborgarhryggur Guðný segir úrvalið mjög fjöl­ breytt og körfurnar settar saman með þarfir viðskiptavina í huga. Sjá má ýmsar ólíkar samsetn­ ingar á heimasíðu Trít, www. trit.is, og einnig er Trít á Face­ book. „Það eru tvær meginstefn­ ur í gangi þegar kemur að körf­ um. Sum fyrirtæki horfa á þessar gjafir sem eins konar jólabónus fyrir sína starfsmenn. Þá viljum við gjarnan að karfan innihaldi annað tveggja eða bæði, ham­ borgarhrygg og hangilæri. Með þessu fylgir svo ýmislegt góð­ gæti sem gaman er að smakka.“ Guðný segir aðra viðskipta­ vini horfa meira til þess að setja saman eitthvað spennandi sem fólk borðar ekki dagsdaglega. „Þar má nefna körfu með gæsa­ lifrarmús, tvíreyktu hangikjöti, ljúffengum pylsum frá pylsu­ gerðarmeistaranum Klaus í Skaftafelli og bragðgóða bleikju frá Jónasi og Rögnu í Fagradal við Vík. Þessar körfur eru oft mjög fjölbreyttar og innihalda smakk úr öllum áttum. Þetta eru uppáhaldskörfurnar mínar.“ Síðarnefndu körfurnar eru afar skemmtilegar gjafir til við­ skiptavina og vöktu mikla lukku í fyrra. Blandaðar körfur með til að mynda rauðvíni og eða hvítvíni eru frábærar jólagjaf­ ir. „Við keyrum út fyrir þá sem þess óska og það er skemmtileg vinna,“ segir Guðný. Persónuleg þjónusta – falleg vara Trít leggur mikið upp úr per­ sónulegri þjónustu. Mörg fyrir­ tæki hafa ákveðið fyrir fram þá fjárhæð sem verja á fyrir hvern starfsmann. Þá gerir Trít tilboð í skemmtilega samsetningu, þegar fyrir liggur hvert mark­ miðið með gjöfinni er og hvað hún má kosta. Allar matarkörfur frá Trít koma í fallegum, sterk­ um kössum og eru þeir hárauð­ ir að lit, svona jólarauðir. Matarhandverk, sannkallað trít Trít er sjálft að setja á mark­ að vörur úr gæsaafurðum á næstu vikum. Þar er um ræða gæsalifrarmús, eða foie gras, og gæsaconfit, sem eru gæsalæri steikt í andafitu og tætt niður í krukku. Þetta er einkar ljúffengt til dæmis með rauðlaukssultu. Pylsurnar sem Trít býður upp á koma úr Skaftafelli og eru í tak­ mörkuðu upplagi. „Fyrir jólin í fyrra fengu færri en vildu ým­ islegt af því sem smærri birgjar framleiða fyrir Trít. Það er því skynsamlegt að panta snemma. Trít framleiðir sína eigin sósu sem kallast Trít­sósa og er al­ gjört konfekt með reyktri gæs, reyktri bleikju eða grafinni og er sósan trít í sjálfu sér,“ lýsir Guðný. Að sögn hennar eru gæsaaf­ urðirnar og pylsurnar hreinlega matarhandverk. Á sama tíma leggur Trít mikla áherslu á að skipta einungis við framleiðend­ ur sem er vottaðir og bjóða eins lífræna vöru og unnt er. Þann­ ig er bleikjan frá Fagradal alin í lindarvatni og hefur Fagra­ dalsbleikjan alla tíð verið alin á heilbrigðasta hátt sem mögu­ legur er. „Október er ríflega hálfnað­ ur. Jólin eru skammt undan og skella yfirleitt á okkur. Hægt er að panta körfur á heimasíðu Trít og ganga frá greiðslu. Nú eða senda póst á trit@trit.is og gera fyrirspurn.“ Gómsætar og glæsilegar Trít ehf. býður upp á rammíslenskar jólamatarkörfur, þar sem íslensk jólahefð blandast matarhandverki. Körfurnar frá Trít eru ríkulegar og innihalda allt það sem flestir vilja gæða sér á í aðdraganda jólanna eða á hátíðinni sjálfri. Guðný Pálsdóttir með Jónasi, fiskeldis- bónda, í Fagradal. Hér er skoðuð bleikja sem verður reykt fyrir jólin. Matarhand- verk frá litlum byrgjum spilar stórt hlut- verk hjá Trít. Körfurnar eru ólíkar að uppbyggingu og verðbilið breitt. Ýmsar samsetningar má sjá á www.trit.is. Matarkörfurnar frá Trít eru gómsætar og glæsilegar. Hér er Hátíðartrít, vegleg gjöf sem býður upp á allt það helsta sem tengist íslenskri jólahefð. FyrirtækjaGjaFir LaUGarDaGUr 17. október 2015 Kynningarblað trít, Nói Síríus, tilgangur, heilræði og hugmyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.