Fréttablaðið - 17.10.2015, Side 37
Guðný Pálsdóttir ber hitann og þungann af þeim verkefnum sem koma inn
á borð hjá Trít og er allt komið á
fullt að undirbúa jólin. „Það er í
mörg horn að líta þessa dagana.
Okkar stærsti birgir er Kjötbank
inn í Hafnarfirði, sem er frábær
kjötvinnsla. Þaðan fáum við
hangikjötið, hamborgarhrygg
ina, patéin, grafna kjötið og fyrir
þá sem vilja minna af reyktu og
söltu þá erum við með lamba
fille, læri, hryggi og hvað sem
er,“ segir Guðný.
Hangikjöt, gæs, bleikja og
hamborgarhryggur
Guðný segir úrvalið mjög fjöl
breytt og körfurnar settar saman
með þarfir viðskiptavina í huga.
Sjá má ýmsar ólíkar samsetn
ingar á heimasíðu Trít, www.
trit.is, og einnig er Trít á Face
book. „Það eru tvær meginstefn
ur í gangi þegar kemur að körf
um. Sum fyrirtæki horfa á þessar
gjafir sem eins konar jólabónus
fyrir sína starfsmenn. Þá viljum
við gjarnan að karfan innihaldi
annað tveggja eða bæði, ham
borgarhrygg og hangilæri. Með
þessu fylgir svo ýmislegt góð
gæti sem gaman er að smakka.“
Guðný segir aðra viðskipta
vini horfa meira til þess að setja
saman eitthvað spennandi sem
fólk borðar ekki dagsdaglega.
„Þar má nefna körfu með gæsa
lifrarmús, tvíreyktu hangikjöti,
ljúffengum pylsum frá pylsu
gerðarmeistaranum Klaus í
Skaftafelli og bragðgóða bleikju
frá Jónasi og Rögnu í Fagradal
við Vík. Þessar körfur eru oft
mjög fjölbreyttar og innihalda
smakk úr öllum áttum. Þetta
eru uppáhaldskörfurnar mínar.“
Síðarnefndu körfurnar eru afar
skemmtilegar gjafir til við
skiptavina og vöktu mikla lukku
í fyrra. Blandaðar körfur með
til að mynda rauðvíni og eða
hvítvíni eru frábærar jólagjaf
ir. „Við keyrum út fyrir þá sem
þess óska og það er skemmtileg
vinna,“ segir Guðný.
Persónuleg þjónusta
– falleg vara
Trít leggur mikið upp úr per
sónulegri þjónustu. Mörg fyrir
tæki hafa ákveðið fyrir fram þá
fjárhæð sem verja á fyrir hvern
starfsmann. Þá gerir Trít tilboð
í skemmtilega samsetningu,
þegar fyrir liggur hvert mark
miðið með gjöfinni er og hvað
hún má kosta. Allar matarkörfur
frá Trít koma í fallegum, sterk
um kössum og eru þeir hárauð
ir að lit, svona jólarauðir.
Matarhandverk, sannkallað trít
Trít er sjálft að setja á mark
að vörur úr gæsaafurðum á
næstu vikum. Þar er um ræða
gæsalifrarmús, eða foie gras, og
gæsaconfit, sem eru gæsalæri
steikt í andafitu og tætt niður í
krukku. Þetta er einkar ljúffengt
til dæmis með rauðlaukssultu.
Pylsurnar sem Trít býður upp á
koma úr Skaftafelli og eru í tak
mörkuðu upplagi. „Fyrir jólin í
fyrra fengu færri en vildu ým
islegt af því sem smærri birgjar
framleiða fyrir Trít. Það er því
skynsamlegt að panta snemma.
Trít framleiðir sína eigin sósu
sem kallast Trítsósa og er al
gjört konfekt með reyktri gæs,
reyktri bleikju eða grafinni og
er sósan trít í sjálfu sér,“ lýsir
Guðný.
Að sögn hennar eru gæsaaf
urðirnar og pylsurnar hreinlega
matarhandverk. Á sama tíma
leggur Trít mikla áherslu á að
skipta einungis við framleiðend
ur sem er vottaðir og bjóða eins
lífræna vöru og unnt er. Þann
ig er bleikjan frá Fagradal alin
í lindarvatni og hefur Fagra
dalsbleikjan alla tíð verið alin
á heilbrigðasta hátt sem mögu
legur er.
„Október er ríflega hálfnað
ur. Jólin eru skammt undan og
skella yfirleitt á okkur. Hægt er
að panta körfur á heimasíðu Trít
og ganga frá greiðslu. Nú eða
senda póst á trit@trit.is og gera
fyrirspurn.“
Gómsætar og glæsilegar
Trít ehf. býður upp á rammíslenskar jólamatarkörfur, þar sem íslensk jólahefð blandast matarhandverki. Körfurnar
frá Trít eru ríkulegar og innihalda allt það sem flestir vilja gæða sér á í aðdraganda jólanna eða á hátíðinni sjálfri.
Guðný Pálsdóttir með Jónasi, fiskeldis-
bónda, í Fagradal. Hér er skoðuð bleikja
sem verður reykt fyrir jólin. Matarhand-
verk frá litlum byrgjum spilar stórt hlut-
verk hjá Trít.
Körfurnar eru ólíkar að uppbyggingu og verðbilið breitt. Ýmsar samsetningar má sjá á www.trit.is.
Matarkörfurnar frá Trít eru gómsætar og glæsilegar. Hér er Hátíðartrít, vegleg gjöf sem býður upp á allt það helsta sem tengist íslenskri jólahefð.
FyrirtækjaGjaFir
LaUGarDaGUr 17. október 2015 Kynningarblað trít, Nói Síríus, tilgangur, heilræði og hugmyndir.