Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 67
1
5
-
2
2
3
6
-
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna
Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1040 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu
og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk
yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
Umsjónarmaður
flugupplýsingakerfa Isavia
Starfið felst í því að hafa umsjón með nýju flugupplýsingakerfi með sérstakri áherslu
á Keflavíkurflugvöll. Umsjónarmaður flugupplýsingakerfa mun bera ábyrgð á gögnum og
gagnagæðum og gegnir lykilhlutverki við innleiðingu, uppfærslur og breytingastjórnun. Góð
tækni- og tölvukunná�a er skilyrði. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur og reynsla af
störfum á flugvelli er æskileg.
Isavia notast meðal annars við Airport Operational Database (AODB) gagnagrunn fyrir
flugupplýsingar, Flight Information Display System (FIDS) skjáupplýsingakerfi, Resource
Management System (RMS) fyrir úthlutun flugvélastæða og fleiri kerfi.
Hópstjóri
Rekstrarstjórnstöðvar
Starfið felst í daglegri stjórnun rekstrarstjórnstöðvar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Hópstjóri ber ábyrgð á vaktaskipulagi, skráningum og gögnum og hefur umsjón með
langtímaáætlunum og skipulagi. Hann er tengiliður Isavia við flugafgreiðsluaðila og sér um
e�irfylgni úrbóta og athugasemda við rekstur flugstöðvarinnar. Gerð er krafa um góða
tæknikunná�u og háskólamenntun sem nýtist í starfi. Reynsla af stjórnunarstörfum og
störfum á flugvelli er kostur.
Rekstrarstjórnstöð samhæfir, stýrir og hefur e�irlit með daglegum rekstri Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar, hússtjórnarrekstri, búnaði og kerfum ásamt því að sinna stæðisúthlutun
fyrir flugvöllinn í heild.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sævar Garðarsson,
deildarstjóri eignaumsýslu: saevar.gardarsson@isavia.is
og www.isavia.is/atvinna
Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2015
Við óskum e�ir einstaklingum sem eru skipulagðir, hafa góða samskiptahæfileika,
lipra og þægilega framkomu og geta unnið sjálfstæ�.
Við leitum að
fluggáfuðu fólki