Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.10.2015, Blaðsíða 20
Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is DÚNMJÚKT LÍN FYRIR HÓTEL OG FERÐA- ÞJÓNUSTUR Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkenn- ara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deild- um við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skól- anum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett. Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhags- vanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjart- sýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbún- ing að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríkið gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að sam- komulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjár- magna nám nemenda á háskóla- stigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem full- trúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað lista- fólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga. Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og fram- haldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjara- samningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söng- kennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóði eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslend- ingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgar- stjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntun- ar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal. Tenórar deila Beit á Almenningum norðan Þórsmerkur hefur verið nokk-uð í umræðunni enda afar umdeild. Bændur beita í samræmi við vafasama úrskurði ítölunefnda, en sérfræðingar um ástand lands og Landgræðsla ríkisins eru mótfallin þessari beit, sem setur náttúrulega endurheimt landgæða á svæðinu í uppnám. Nýlega birtist frétt á RÚV um smölun svæðisins, þar sem rætt var við bændur og aðra sem voru að smala afréttinn, en ekki þótti ástæða til að ræða við þá aðila sem eru mót- fallnir beitinni. Á haustdögum gekk ég um afréttinn og kannaði þróun gróðurs á svæðinu eftir að bændur hófu beitina fyrir fjórum árum. Það fyrsta sem mætir augum eru glögg skil í gróðurfari sem eru á milli Þórsmerkur og Almenninga. Þórsmörk er eitt merkilegasta vist- heimtarsvæði Evrópu og þótt víðar væri leitað, þar sem skógurinn vex upp á tugum ferkílómetra þar sem áður voru moldir og rofsvæði. Almenningar eru berangur í saman- burði. Þar höfðu þó 20 ára friðun og landgræðsluaðgerðir skilað umtals- verðum árangri, áður en beit var hafin á ný. Ferð um svæðið leiddi í ljós að nýliðun birkis hefur hrunið á svæðinu, eins og Skógrækt ríkisins hefur bent á (skogur.is). Segja má að Almenningar hafi verið á viðkvæm- asta tímapunkti náttúrulegrar fram- vindu þegar beit var hafin á ný. Miklu kann að verða fórnað fyrir beit sem er að öðru leyti fullkomlega óarðbær og ónauðsynleg. Mikið skilti mætir ferðamanninum sem veður Þröngá á leiðinni inn á Almenninga eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en sú leið liggur áfram allt norður í Landmannalaugar. Almenn- ingar eru þjóðlenda, landsvæði í eigu þjóðarinnar, en bændur hafa beitar- rétt á svæðinu. Með öðrum orðum: einhverjir hafa tekið sér það fyrir hendur að setja upp skilti á svæðinu fyrir hönd eigenda svæðisins, þ.e. þjóðarinnar. Skiltið er raunar tölu- vert áberandi mannvirki á þessum stað og ekki er ljóst að það hafi neinn tilgang, því umgengni ferðamanna (göngufólks) er til mikillar fyrir- myndar. Það er áleitin spurning hvort ekki hafi þurft leyfi eigenda svæðisins (sveitarfélagið og/eða stjórnarráðsins fyrir hönd þjóðarinnar) fyrir mann- virki sem þessu, eins og skýrt er tekið fram í lögum um þjóðlendur, „Eng- inn má … þar með talið að reisa þar mannvirki … nema að fengnu leyfi …“. En kannski var slíkt leyfi einfaldlega veitt, hver veit? Gríðarlegt inngrip í náttúrufar Annað sem vekur athygli þegar komið er á Almenninga eru gríðar- legar uppgræðslur, einkum á svæð- inu á milli Þröngár og Ljósár. Raunar væri allt eins rétt að tala um túnrækt til fóðurframleiðslu og uppgræðslu. Eitt er að stunda endurheimt land- gæða þar sem framkvæmdir fylgja faglegri forskrift til þess að stuðla að náttúrulegri framvindu (oftast á friðuðu landi við þessar aðstæður). Annað er að viðhalda túngrösum á einu fallegasta og fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins. Vissu- lega minnkar áburðargjöfin álag á annað land, en í raun er verið að rækta fóður fyrir sauðfé á svæðinu. Þetta er gríðarlega mikið inngrip í náttúrufar Almenninga. Þá er orðið fyllilega tímabært að velta fyrir sér rétti þessara aðila til slíkra stór- felldra aðgerða og hvort þær brjóti einfaldlega í bága við lög um þjóð- lendur. Sem fyrr sagði töldu sérfræðingar brýnt að Almenningar nytu beitar- friðunar enn um sinn þar til vist- kerfi svæðisins væru orðin beitar- hæf. Þessi sjónarmið lutu í lægra haldi fyrir nýtingarsjónarmiðum og á afréttinn eru settar um 60 ær með um 120 lömbum, samtals um 180 fjár. Uppgræðslukostnaður (tún- rækt) nemur milljónum (á fjórðu milljón í ár samkvæmt viðtölum í fjölmiðlum við bændur) að ótöldum kostnaði við að koma fénu á fjall og smala því aftur saman og koma því til byggða. Afurðirnar gefa því af sér að hámarki 810 þúsund krónur (15 kg fallþungi, 450 kr./kg). Ljóst er að beinn halli á þessari beitar- nýtingu getur numið milljónum króna hvert ár og er þá umhverfis- kostnaður ekki reiknaður með. Út frá hagrænu sjónarmiði er nýtingin því gersamlega galin. Og algerlega að nauðsynjalausu. Til hvers? Túnrækt á Almenningum norðan Þórsmerkur Túnin á Almenningum. Rjúpnafell og Mýrdalsjökull í baksýn. Mjög misjafnt er hve túnin eru mikið beitt, sum mikið en önnur lítið eins og hér sést. Mynd/GuðMunduR KR. JóhAnneSSon Skilti við Þröngá norðan Þórsmerkur. Innfellda myndin sýnir hve skiltið er áberandi mannvirki í landslaginu. Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðar­ háskóla Íslands Kristján Jóhannsson Gunnar Guðbjörnsson tenórar og kennarar við Söngskóla Sigurðar Demetz Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir hand- leiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöð- ugum ótta um framhaldið. Þá er orðið fyllilega tímabært að velta fyrir sér rétti þessara aðila til slíkra stórfelldra aðgerða og hvort þær brjóti einfaldlega í bága við lög um þjóðlendur. 1 7 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.